Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar 5. nóvember 2025 07:00 Ég hef séð hvað það gerir fyrir börn að hafa sitt eigið áhugamál, að eiga stað þar sem þau geta tjáð sig, lært ábyrgð og samvinnu, og byggt upp sjálfstraust í gegnum listsköpun eða íþróttir. Því miður hafa ekki öll börn í Reykjavík raunverulegt tækifæri til þess. Sum börn fá að velja úr fjölbreyttu frístundastarfi í borginni, á meðan önnur þurfa að sitja eftir heima. Ástæðan er ekki áhugaleysi barnanna, heldur einfaldlega efnahagur fjölskyldunnar. Við tölum oft um jöfnuð í borginni okkar, en þegar börn neyðast til að hætta í tómstundum vegna þess að foreldrar ráða ekki við æfingagjöld, búnað eða ferðir, þá er eitthvað að kerfinu. Ég tók saman heildarkostnað fyrir fjölskylduna okkar vegna tómstundaiðkunar í fyrra og hann hleypur á nokkrum hundruðum þúsunda króna. Tómstundir barna ættu ekki að vera álitnar forréttindi, heldur hluti af grunnmenntun og uppeldi. Ég þekki marga foreldra sem hafa þurft að velja á milli þess að greiða fyrir íþróttaiðkun eða tónlistarnám barna sinna, og aðra sem hafa einfaldlega þurft að segja barni sínu að það geti ekki tekið þátt í starfinu vegna kostnaðarins sem því fylgir. Það er erfið staða að vera í, ekki aðeins fyrir foreldrana heldur fyrst og síðast fyrir barnið, sem finnur að það stendur utan við hópinn. Reykjavíkurborg hefur vissulega gert ýmislegt gott, meðal annars með frístundakortinu, en upphæðin dugar ekki alltaf til að mæta raunverulegum kostnaði. Á sama tíma og gjöldin hafa hækkað hefur framfærslukostnaður heimilanna aukist. Við þurfum að tryggja að öll börn, óháð efnahag, hafi jafnt aðgengi að þessu öfluga tómstundastarfi sem byggir upp sjálfstraust, heilbrigði og félagsfærni þeirra. Ég tel að við getum náð þessu með raunhæfum lausnum.Í fyrsta lagi þarf að endurskoða frístundakortið þannig að það taki betur mið af mismunandi aðstæðum fjölskyldna. Í dag er upphæðin sú sama fyrir alla, óháð efnahag, en raunverulegur kostnaður við þátttöku barna getur verið mjög mismunandi. Í öðru lagi mætti efla samstarf borgarinnar við íþrótta- og menningarfélög til að lækka æfinga- og þátttökugjöld. Þó að slíkt samstarf sé að einhverju leyti til staðar í dag, vantar samræmt átak sem tryggir að ekkert barn sitji eftir vegna kostnaðar eða félagsaðstæðna. Í þriðja lagi þarf að tryggja nægjanlegan mannskap í frístunda- og tómstundastarfi borgarinnar. Skortur á starfsfólki hefur víða takmarkað aðgengi barna og dregið úr gæðum starfsins. Með betri kjörum og viðurkenningu á mikilvægi starfsins má byggja upp stöðugt og fjölbreytt starf um alla borg. Þetta mál snýst í grunninn um lífsgæði, tengsl og jöfnuð. Börn sem taka þátt í íþróttum, listum eða félagsstarfi öðlast styrk, sjálfstraust og finnast þau tilheyra samfélaginu. Það er fjárfesting sem skilar sér margfalt inn í framtíðina. Reykjavík á að vera borg sem stendur með öllum börnum, ekki aðeins þeim sem hafa efni á að taka þátt. Höfundur er leikari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun: Sveitarstjórnarkosningar 2026 Mest lesið Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir skrifar Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Leikskóli er grunnþjónusta, ekki lúxus Örn Arnarson skrifar Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga skrifar Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Ég vil Vor til vinstri! Rakel Hildardóttir skrifar Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson skrifar Skoðun Hverfur Gleðigangan? Guðmundur Ingi Þórodsson skrifar Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Nýtum kennsluaðferðir sem skila betri árangri Skúli Helgason skrifar Sjá meira
Ég hef séð hvað það gerir fyrir börn að hafa sitt eigið áhugamál, að eiga stað þar sem þau geta tjáð sig, lært ábyrgð og samvinnu, og byggt upp sjálfstraust í gegnum listsköpun eða íþróttir. Því miður hafa ekki öll börn í Reykjavík raunverulegt tækifæri til þess. Sum börn fá að velja úr fjölbreyttu frístundastarfi í borginni, á meðan önnur þurfa að sitja eftir heima. Ástæðan er ekki áhugaleysi barnanna, heldur einfaldlega efnahagur fjölskyldunnar. Við tölum oft um jöfnuð í borginni okkar, en þegar börn neyðast til að hætta í tómstundum vegna þess að foreldrar ráða ekki við æfingagjöld, búnað eða ferðir, þá er eitthvað að kerfinu. Ég tók saman heildarkostnað fyrir fjölskylduna okkar vegna tómstundaiðkunar í fyrra og hann hleypur á nokkrum hundruðum þúsunda króna. Tómstundir barna ættu ekki að vera álitnar forréttindi, heldur hluti af grunnmenntun og uppeldi. Ég þekki marga foreldra sem hafa þurft að velja á milli þess að greiða fyrir íþróttaiðkun eða tónlistarnám barna sinna, og aðra sem hafa einfaldlega þurft að segja barni sínu að það geti ekki tekið þátt í starfinu vegna kostnaðarins sem því fylgir. Það er erfið staða að vera í, ekki aðeins fyrir foreldrana heldur fyrst og síðast fyrir barnið, sem finnur að það stendur utan við hópinn. Reykjavíkurborg hefur vissulega gert ýmislegt gott, meðal annars með frístundakortinu, en upphæðin dugar ekki alltaf til að mæta raunverulegum kostnaði. Á sama tíma og gjöldin hafa hækkað hefur framfærslukostnaður heimilanna aukist. Við þurfum að tryggja að öll börn, óháð efnahag, hafi jafnt aðgengi að þessu öfluga tómstundastarfi sem byggir upp sjálfstraust, heilbrigði og félagsfærni þeirra. Ég tel að við getum náð þessu með raunhæfum lausnum.Í fyrsta lagi þarf að endurskoða frístundakortið þannig að það taki betur mið af mismunandi aðstæðum fjölskyldna. Í dag er upphæðin sú sama fyrir alla, óháð efnahag, en raunverulegur kostnaður við þátttöku barna getur verið mjög mismunandi. Í öðru lagi mætti efla samstarf borgarinnar við íþrótta- og menningarfélög til að lækka æfinga- og þátttökugjöld. Þó að slíkt samstarf sé að einhverju leyti til staðar í dag, vantar samræmt átak sem tryggir að ekkert barn sitji eftir vegna kostnaðar eða félagsaðstæðna. Í þriðja lagi þarf að tryggja nægjanlegan mannskap í frístunda- og tómstundastarfi borgarinnar. Skortur á starfsfólki hefur víða takmarkað aðgengi barna og dregið úr gæðum starfsins. Með betri kjörum og viðurkenningu á mikilvægi starfsins má byggja upp stöðugt og fjölbreytt starf um alla borg. Þetta mál snýst í grunninn um lífsgæði, tengsl og jöfnuð. Börn sem taka þátt í íþróttum, listum eða félagsstarfi öðlast styrk, sjálfstraust og finnast þau tilheyra samfélaginu. Það er fjárfesting sem skilar sér margfalt inn í framtíðina. Reykjavík á að vera borg sem stendur með öllum börnum, ekki aðeins þeim sem hafa efni á að taka þátt. Höfundur er leikari.
Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar