Þrír leikir verða sýndir beint og þá verður öll sjöunda umferðin síðan gerð upp í Bónus Körfuboltakvöldi kvenna.
Dagurinn byrjar þó á heimsbikarmóti í borðtennis og endar á íshokkí frá Bandaríkjunum.
Hér fyrir neðan má sjá yfirlit yfir beinar útsendingar á sportstöðvunum í dag.
Stöð 2 Sport
Klukkan 19.05 hefst útsending frá leik Keflavíkur og Tindastóls í Bónus deild kvenna í körfubolta.
Klukkan 21.10 hefst þátturinn Bónus Körfuboltakvöld kvenna þar sem farið er yfir alla sjöundu umferðina.
Vodafone Sport
Klukkan 9.00 hefst útsending frá leik heimsbikarmóti í borðtennis.
Klukkan 00.05 er leikur Toronto Maple Leafs og Los Angeles Kings í NHL-deildinni í íshokkí á dagskrá.
Bónus deildin
Klukkan 19.10 byrjar útsending frá leik Þórs Akureyrar og Aþenu í Bónus deild kvenna í körfubolta.
Bónus deildin 2
Klukkan 19.10 byrjar útsending frá leik Vals og Stjörnunnar í Bónus deild kvenna í körfubolta.