Sport

Dag­skráin: Litla körfuboltaliðið í Vestur­bænum í beinni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Strákarnir í KV eru lifandi á samfélagsmiðlum og vonast eftir stuðningi á Meistaravöllum í kvöld.
Strákarnir í KV eru lifandi á samfélagsmiðlum og vonast eftir stuðningi á Meistaravöllum í kvöld. @kv_karfa

Það er hægt að horfa á beinar útsendingar á rásum Stöðvar 2 Sport í dag og kvöld eins og á hinum dögum vikunnar. Körfubolti, golf, borðtennis, íshokkí og formúla 1 eru í boði að þessu sinni.

Íslenska beina útsending dagsins er frá leik í 1. deild karla í körfubolta.

KV sem hefur fulla nafnið Körfuboltadeild Knattspyrnufélags Vesturbæjar tekur þá móti Skallagrími á Meistaravöllum.

Litla körfuboltaliðið í Vesturbænum hefur unnið fjóra af fyrstu sjö leikjum sínum og situr í sjötta sæti deildarinnar, tveimur sætum á undan Borgnesingum sem eru með þrjá sigra í sjö leikjum í áttunda sætinu.

Dagurinn byrjar hins vegar á heimsbikarmóti í borðtennis og endar á íshokkí frá Bandaríkjunum. Í millitíðinni má finna beina útsendingu frá LPGA golfmóti hjá konunum.

Í nótt er síðan sýnt beint frá tveimur æfingum fyrir Las Vegas kappaksturinn i formúlu 1.

Hér fyrir neðan má sjá yfirlit yfir beinar útsendingar á sportstöðvunum í dag.

Stöð 2 Sport

Klukkan 19.05 hefst útsending frá leik KV og Skallagríms í 1. deild karla í körfubolta.

Stöð 2 Sport 4

Klukkan 19.00 hefst útsending frá LPGA-mótinu CME Group Tour Championship sem er lokamót ársins og er haldið í Naples í Flórída fylki.

Vodafone Sport

Klukkan 9.00 hefst útsending frá leik heimsbikarmóti í borðtennis.

Klukkan 00.05 er leikur Boston Bruins og Utah Hockey Club í NHL-deildinni í íshokkí á dagskrá.

Klukkan 02.25 hefst útsending frá fyrstu æfingu fyrir formúlu 1 kappaksturinn i Las Vegas.

Klukkan 05.55 hefst útsending frá annarri æfingu fyrir formúlu 1 kappaksturinn i Las Vegas.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×