Bankinn steli til baka hluta af ávinningi af vaxtalækkuninni Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 20. nóvember 2024 21:31 Breki Karlsson formaður Neytendasamtakanna er afar ósáttur við að vextir á verðtryggðum lánum hafi hækkað í kjölfar stýrivaxtalækkunar Seðlabankans. Vísir/Arnar Allir viðskiptabankarnir ætla eða hafa gert breytingar á vaxtakjörum sínum eftir stýrivaxtalækkun Seðlabankans í morgun. Hjá Íslandsbanka hafa vextir á óverðtryggðum lánum þegar lækkað en hækkað á verðtryggðum lánum. Formaður Neytendasamtakanna gagnrýnir harðlega hækkun á verðtryggðum lánum. Íslandsbanki tilkynnti um breytingar á vaxtakjörum nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Seðlabankans í morgun. Bankinn lækkaði óverðtryggða vexti á útlánum um allt að núll komma fimm prósentustig. Bankinn hækkaði hins vegar vexti á verðtryggðum húsnæðislánum um núll komma tvö til núll komma þrjú prósentustig. Aðrir bankar breyta vaxtakjörum á næstunni Samkvæmt upplýsingum fréttastofu ætlar Arion banki að breyta sínum vaxtakjörum í fyrramálið og Landsbankinn hyggst gera það fljótlega. Alls eru 57 prósent íbúðalána í landinu nú verðtryggð en stór hluti lántakenda ákvað að breyta um lánsform og fara úr óverðtryggðum lánum þegar stýrivextir byrjuðu að hækka. Ámælisvert að hækka vexti Breki Karlsson formaður Neytendasamtakanna er afar ósáttur við að lækkun stýrivaxta hafi haft þau áhrif að vextir verðtryggðra lána hafi nú þegar verið hækkaðir hjá Íslandsbanka. „Það er ánægjulegt að loksins sjáum við einhvers konar lækkun hjá Seðlabankanum sem við erum búin að bíða eftir mjög lengi. En það skýtur skökku við að um leið hækki Íslandsbanki vexti á verðtryggðum lánum þegar meirihluti lántakenda hefur verið hrakinn inn í þessi verðtryggðu lán. Það má að segja að bankinn sé að stela til baka hluta af ávinningnum af vaxtalækkun Seðlabankans og það finnst mér ámælisvert,“ segir Breki. Neytendasamtökin telja að stærstur hluti lána með breytilegum vöxtum sé með ólöglegum skilmálum. Oftaka bankanna nemi um tveimur prósentustigum. Því séu það um 30 milljarðar króna á ári sem bankarnir taki of mikið til sín. Samtökin hafa höfðað mál á hendur þremur bönkum. „Það er eitt af því sem við erum að berjast fyrir í vaxtamálinu að bankarnir geti ekki breytt vöxtum eins og þeim sýnist. Það verður að vera stöðugleiki í húsnæðismálum. Það gengur ekki að lántakar húsnæðislána þurfi að gerast einhverjir sérfræðingar í húsnæðislánum í hvert sinn sem Seðlabankinn breytir vöxtum. Við höfum höfðað mál gegn viðskiptabönkunum svo lántakendur þurfi ekki að verða sérfræðingar í hvert einasta sinn sem eitthvað gerist á fjármálamarkaði,“ segir Breki. Neytendur Fjármálamarkaðir Seðlabankinn Íslandsbanki Arion banki Landsbankinn Tengdar fréttir Varar við launahækkunum umfram núverandi kjarasamninga Seðlabankinn býst við að verðbólga verði komin niður í 2,5 prósent árið 2026. Seðlabankastjóri segir þó óvissuþætti í kortunum og hagfræðingur varar við miklum launahækkunum. 20. nóvember 2024 18:59 Mest lesið Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Fleiri fréttir Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Sjá meira
Íslandsbanki tilkynnti um breytingar á vaxtakjörum nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Seðlabankans í morgun. Bankinn lækkaði óverðtryggða vexti á útlánum um allt að núll komma fimm prósentustig. Bankinn hækkaði hins vegar vexti á verðtryggðum húsnæðislánum um núll komma tvö til núll komma þrjú prósentustig. Aðrir bankar breyta vaxtakjörum á næstunni Samkvæmt upplýsingum fréttastofu ætlar Arion banki að breyta sínum vaxtakjörum í fyrramálið og Landsbankinn hyggst gera það fljótlega. Alls eru 57 prósent íbúðalána í landinu nú verðtryggð en stór hluti lántakenda ákvað að breyta um lánsform og fara úr óverðtryggðum lánum þegar stýrivextir byrjuðu að hækka. Ámælisvert að hækka vexti Breki Karlsson formaður Neytendasamtakanna er afar ósáttur við að lækkun stýrivaxta hafi haft þau áhrif að vextir verðtryggðra lána hafi nú þegar verið hækkaðir hjá Íslandsbanka. „Það er ánægjulegt að loksins sjáum við einhvers konar lækkun hjá Seðlabankanum sem við erum búin að bíða eftir mjög lengi. En það skýtur skökku við að um leið hækki Íslandsbanki vexti á verðtryggðum lánum þegar meirihluti lántakenda hefur verið hrakinn inn í þessi verðtryggðu lán. Það má að segja að bankinn sé að stela til baka hluta af ávinningnum af vaxtalækkun Seðlabankans og það finnst mér ámælisvert,“ segir Breki. Neytendasamtökin telja að stærstur hluti lána með breytilegum vöxtum sé með ólöglegum skilmálum. Oftaka bankanna nemi um tveimur prósentustigum. Því séu það um 30 milljarðar króna á ári sem bankarnir taki of mikið til sín. Samtökin hafa höfðað mál á hendur þremur bönkum. „Það er eitt af því sem við erum að berjast fyrir í vaxtamálinu að bankarnir geti ekki breytt vöxtum eins og þeim sýnist. Það verður að vera stöðugleiki í húsnæðismálum. Það gengur ekki að lántakar húsnæðislána þurfi að gerast einhverjir sérfræðingar í húsnæðislánum í hvert sinn sem Seðlabankinn breytir vöxtum. Við höfum höfðað mál gegn viðskiptabönkunum svo lántakendur þurfi ekki að verða sérfræðingar í hvert einasta sinn sem eitthvað gerist á fjármálamarkaði,“ segir Breki.
Neytendur Fjármálamarkaðir Seðlabankinn Íslandsbanki Arion banki Landsbankinn Tengdar fréttir Varar við launahækkunum umfram núverandi kjarasamninga Seðlabankinn býst við að verðbólga verði komin niður í 2,5 prósent árið 2026. Seðlabankastjóri segir þó óvissuþætti í kortunum og hagfræðingur varar við miklum launahækkunum. 20. nóvember 2024 18:59 Mest lesið Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Fleiri fréttir Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Sjá meira
Varar við launahækkunum umfram núverandi kjarasamninga Seðlabankinn býst við að verðbólga verði komin niður í 2,5 prósent árið 2026. Seðlabankastjóri segir þó óvissuþætti í kortunum og hagfræðingur varar við miklum launahækkunum. 20. nóvember 2024 18:59