Innlent

Vaktin: Svarts­engislína dottin út og raf­magns­laust í Grinda­vík

Lovísa Arnardóttir, Jón Þór Stefánsson og Vésteinn Örn Pétursson skrifa
Eldgosið er það sjöunda í nágrenni Grindavíkur á árinu. Alls hefur gosið tíu sinnum síðan goshrinan hófst í mars 2021. Myndin var tekin klukkan eitt í nótt.
Eldgosið er það sjöunda í nágrenni Grindavíkur á árinu. Alls hefur gosið tíu sinnum síðan goshrinan hófst í mars 2021. Myndin var tekin klukkan eitt í nótt. Vísir/vilhelm

Eldgos hófst við Sundhnúksgígaröðina klukkan 23:14 í gærkvöldi, 20. nóvember eftir að aukin skjálftavirkni mældist á svæðinu á ellefta tímanum og merkja mátti breytingu á þrýstingi við borholur í Svartsengi. Búið er að virkja neyðarstig almannavarna og samhæfingarmiðstöð. 

Fylgst er með nýjustu vendingum í vaktinni að neðan.

Staðsetning eldgossins er á svipuðum slóðum og í eldgosinu í ágúst. Talið er að gist hafi verið í um fimmtíu húsum í Grindavík undanfarnar nætur. Lögregla og almannavarnir hófu strax vinnu við að rýma bæinn og Bláa lónið sem gekk vel. 

Þyrlu Landhelgisgæslunnar var flogið yfir svæðið upp úr miðnætti. Myndband úr fluginu má sjá að neðan

Að neðan má sjá beina útsendingu úr vefmyndavélum á svæðinu.

Allar nýjustu vendingar af eldgosinu má sjá í vaktinni hér að neðan. Endurhlaðið síðunni ef hún birtist ekki um leið.




Fleiri fréttir

Sjá meira
×