Lífið

Sykurlausar og dísætar smá­kökur

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Helga Gabríela er mikill matgæðingur.
Helga Gabríela er mikill matgæðingur.

Helga Gabríela Sigurðardóttir, matreiðslumaður og þriggja barna móðir, er þekkt fyrir að deila hollum og næringaríkum uppskriftum fyrir alla fjölskylduna á samfélagsmiðlum sínum. Nýverið birti hún uppskrift að sykurlausum og dísætum smákökum sem er tilvalið að baka um helgina.

Hollar smákökur sem gleðja alla fjölskylduna

Sykurlausar smákökur sem krakkarnir elska. Með lífrænum höfrum, möndlum, kókos og dásamlegum medjool döðlum. 

Hráefni:

135g lífrænir hafrar

100g möndlur

60g kókos

14 stórar medjool döðlur

1 tsk kanill

„Ég elska að nota döðlur í uppskriftir sem náttúrulegan sykurvalkost! Þær eru heilsusamlegar, gefa sætt bragð sem minnir á karamellu, eru fullar af steinefnum og trefjum. Hvað er ekki að elska?“ 

Aðferð:

1. Forhitið ofninn í 205°C.

2. Blandið öllum innihaldsefnum í blandara eða matvinnsluvél þar til þau eru vel sameinuð.

3. Ef deigið er of þurrt og helst ekki saman, bætið þá bara við nokkrum fleiri döðlum.

4. Rúllið í jafn stórar kúlur og leggið þær á bökunarplötuna, pressið síðan niður til að mynda smákökur.

5. Bakið í ofninum í 6 mínútur.

„Kökurnar eru æðislega góðar með tebollanum og geymast vel í frysti.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.