Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar 22. nóvember 2024 11:00 Seðlabanki Íslands tilkynnti á miðvikudag um 0,5 prósentu lækkun stýrivaxta. Þetta voru ánægjuleg tíðindi og í takt við markmið þeirra kjarasamninga sem gerðir voru síðastliðið vor. Árangur samninganna er nú þegar sjáanlegur, verðbólga hefur lækkað úr 7,9% í 5,2% á einu ári, og nú er útlit fyrir að verðbólga verði í kringum 3% um mitt næsta ár. Ekki má gleyma að þrátt fyrir nýlegar vaxtalækkanir eru stýrivextir óásættanlega háir, 8,5% og raunvaxtastig með því hæsta í Evrópu. Það var ekki sjálfgefið að ná hóflegum samningum í mikilli verðbólgu og við hátt vaxtastig. Launakröfur félagsmanna voru í upphafi mun hærri en samið var um. Samningarnir náðust þó á grundvelli þess að ríkið veitti stuðning með sértækum aðgerðum (t.d. hækkun barnabóta, aðgerðum á húsnæðismarkaði og gjaldfrjálsum skólamáltíðum) og vegna þess að fyrirtækin skuldbundu sig til að styðja við markmið samningsins. Með öðrum orðum, fyrirtæki áttu að gefa afslátt af sínum kröfum, þ.e. um verðhækkanir og arðsemi. Með hógværum hækkunum og innspýtingu ríkisins í velferðarkerfin halda flestir hópar innan ASÍ kaupmætti sínum út samningstímann. Launakröfur launafólks eru sambærilegar við arðsemiskröfu fjármagnsins. Hvað varð um lækkun bankaskattsins? Markaður með bankaþjónustu á Íslandi er fákeppnismarkaður. Gjaldtaka bankanna er ógagnsæ og neytendum er gert erfitt fyrir að bera saman verð á vörum og færa viðskipti á milli aðila. Bankarnir geta í krafti fákeppni viðhaldið háum gjöldum, t.d. gengisálagi eða kostnaði við greiðslumiðlun sem kostaði almenning 47 milljarða króna árið 2021. Þegar bankaskattur var lækkaður af núverandi ríkisstjórn var meginrökstuðningur sá að þetta leiddi til hárra vaxta fyrir almenning. Fæstir aðrir en stjórnvöld trúðu þessum rökum bankanna. Á endanum hefur niðurstaðan verið sú að aukin hagkvæmni í rekstri banka og lækkun bankaskatts hefur einungis skilað sér í aukinni arðsemi eigenda en ekki í minni vaxtamun og þar með ábata neytenda. Í fákeppnisumhverfi var þetta fyrirsjáanlegt. Enginn afsláttur gefinn af græðginni Lántakendur sem trúðu stjórnmálamönnunum og tóku lán á grundvelli loforða um efnahagslegan stöðugleika og lágt vaxtastig standa nú frammi fyrir því að fastir vextir eru að losna. Flest heimilin hafa fáa aðra valkosti en að endurfjármagna lánin með verðtryggðum lánum. Það voru mikil vonbrigði að sjá viðbrögð Íslandsbanka við stýrivaxtalækkuninni. Óverðtryggðir vextir voru lækkaðir en verðtryggðir vextir hækkaðir. Það er ekki að sjá að Íslandsbanki ætli sér að taka þátt í þeirri vegferð sem aðilar vinnumarkaðarins hófu með undirritun Stöðugleikasamningana. Enginn afsláttur er gefinn af verð- og vaxtahækkunum þar sem bankinn heldur fast í arðsemiskröfu sína. Þetta er ólíkt þeirri ábyrgð sem launafólk sýndi. Krafa okkar er að bankar og aðrir fésýsluaðilar dragi úr sinni arðsemiskröfu og taki þátt í að jafna kjör þeirra sem skulda og þeirra sem eiga. Höfundur er forseti Alþýðusambands Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Finnbjörn A. Hermannsson ASÍ Fjármálafyrirtæki Fjármál heimilisins Seðlabankinn Mest lesið Halldór 18.01.2025 Halldór Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk Skoðun Skoðun Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Skoðun Rasismi og fasismi í lögum um útlendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Að skipta þjóðinni í tvo hópa Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ferðaþjónustufólk kemur saman Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Seðlabanki Íslands tilkynnti á miðvikudag um 0,5 prósentu lækkun stýrivaxta. Þetta voru ánægjuleg tíðindi og í takt við markmið þeirra kjarasamninga sem gerðir voru síðastliðið vor. Árangur samninganna er nú þegar sjáanlegur, verðbólga hefur lækkað úr 7,9% í 5,2% á einu ári, og nú er útlit fyrir að verðbólga verði í kringum 3% um mitt næsta ár. Ekki má gleyma að þrátt fyrir nýlegar vaxtalækkanir eru stýrivextir óásættanlega háir, 8,5% og raunvaxtastig með því hæsta í Evrópu. Það var ekki sjálfgefið að ná hóflegum samningum í mikilli verðbólgu og við hátt vaxtastig. Launakröfur félagsmanna voru í upphafi mun hærri en samið var um. Samningarnir náðust þó á grundvelli þess að ríkið veitti stuðning með sértækum aðgerðum (t.d. hækkun barnabóta, aðgerðum á húsnæðismarkaði og gjaldfrjálsum skólamáltíðum) og vegna þess að fyrirtækin skuldbundu sig til að styðja við markmið samningsins. Með öðrum orðum, fyrirtæki áttu að gefa afslátt af sínum kröfum, þ.e. um verðhækkanir og arðsemi. Með hógværum hækkunum og innspýtingu ríkisins í velferðarkerfin halda flestir hópar innan ASÍ kaupmætti sínum út samningstímann. Launakröfur launafólks eru sambærilegar við arðsemiskröfu fjármagnsins. Hvað varð um lækkun bankaskattsins? Markaður með bankaþjónustu á Íslandi er fákeppnismarkaður. Gjaldtaka bankanna er ógagnsæ og neytendum er gert erfitt fyrir að bera saman verð á vörum og færa viðskipti á milli aðila. Bankarnir geta í krafti fákeppni viðhaldið háum gjöldum, t.d. gengisálagi eða kostnaði við greiðslumiðlun sem kostaði almenning 47 milljarða króna árið 2021. Þegar bankaskattur var lækkaður af núverandi ríkisstjórn var meginrökstuðningur sá að þetta leiddi til hárra vaxta fyrir almenning. Fæstir aðrir en stjórnvöld trúðu þessum rökum bankanna. Á endanum hefur niðurstaðan verið sú að aukin hagkvæmni í rekstri banka og lækkun bankaskatts hefur einungis skilað sér í aukinni arðsemi eigenda en ekki í minni vaxtamun og þar með ábata neytenda. Í fákeppnisumhverfi var þetta fyrirsjáanlegt. Enginn afsláttur gefinn af græðginni Lántakendur sem trúðu stjórnmálamönnunum og tóku lán á grundvelli loforða um efnahagslegan stöðugleika og lágt vaxtastig standa nú frammi fyrir því að fastir vextir eru að losna. Flest heimilin hafa fáa aðra valkosti en að endurfjármagna lánin með verðtryggðum lánum. Það voru mikil vonbrigði að sjá viðbrögð Íslandsbanka við stýrivaxtalækkuninni. Óverðtryggðir vextir voru lækkaðir en verðtryggðir vextir hækkaðir. Það er ekki að sjá að Íslandsbanki ætli sér að taka þátt í þeirri vegferð sem aðilar vinnumarkaðarins hófu með undirritun Stöðugleikasamningana. Enginn afsláttur er gefinn af verð- og vaxtahækkunum þar sem bankinn heldur fast í arðsemiskröfu sína. Þetta er ólíkt þeirri ábyrgð sem launafólk sýndi. Krafa okkar er að bankar og aðrir fésýsluaðilar dragi úr sinni arðsemiskröfu og taki þátt í að jafna kjör þeirra sem skulda og þeirra sem eiga. Höfundur er forseti Alþýðusambands Íslands.
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar
Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun