Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Siggeir Ævarsson skrifar 23. nóvember 2024 14:32 Hinn 17 ára Ethan Nwaneri skoraði sitt fyrsta mark í ensku úrvalsdeildinni í dag Vísir/Getty Arsenal átti ekki í neinum vandræðum með spútniklið Nottingham Forest þegar liðin mættust á Emirates í dag en leiknum lauk með öruggum 3-0 sigri heimamanna. Arsenal hafði mikla yfirburði í leiknum og gestirnir komust varla í sókn löngum stundum. Mörk heimamanna komu þó ekki beinlínis á færibandi en það var Bukayo Saka sem braut ísinn á 15. mínútu. Thomas Partey tvöfaldaði forskotið svo á 52. mínútu eftir undirbúning frá Saka, sem var besti leikmaður Arsenal í dag. Það var svo varamannatvíeykið Ethan Nwaneri og Raheem Sterling sem gerðu endanlega út um leikinn á 86. mínútu þegar Sterling lagði upp mark fyrir hinn 17 ára Nwaneri. Fyrsta mark hans í ensku úrvalsdeildinni og jafnframt fyrsta stoðsending Sterling fyrir Arsenal, en hann er á láni hjá liðinu frá Chelsea. Gestirnir náðu reyndar að koma boltanum í netið nánast strax í næstu sókn en markið réttilega dæmt af vegna rangstöðu. 3-0 lokatölurnar á Emirates í dag og gengi Arsenal allt að koma til en þetta var fyrsti sigur liðsins í deildinni síðan 5. október. Enski boltinn
Arsenal átti ekki í neinum vandræðum með spútniklið Nottingham Forest þegar liðin mættust á Emirates í dag en leiknum lauk með öruggum 3-0 sigri heimamanna. Arsenal hafði mikla yfirburði í leiknum og gestirnir komust varla í sókn löngum stundum. Mörk heimamanna komu þó ekki beinlínis á færibandi en það var Bukayo Saka sem braut ísinn á 15. mínútu. Thomas Partey tvöfaldaði forskotið svo á 52. mínútu eftir undirbúning frá Saka, sem var besti leikmaður Arsenal í dag. Það var svo varamannatvíeykið Ethan Nwaneri og Raheem Sterling sem gerðu endanlega út um leikinn á 86. mínútu þegar Sterling lagði upp mark fyrir hinn 17 ára Nwaneri. Fyrsta mark hans í ensku úrvalsdeildinni og jafnframt fyrsta stoðsending Sterling fyrir Arsenal, en hann er á láni hjá liðinu frá Chelsea. Gestirnir náðu reyndar að koma boltanum í netið nánast strax í næstu sókn en markið réttilega dæmt af vegna rangstöðu. 3-0 lokatölurnar á Emirates í dag og gengi Arsenal allt að koma til en þetta var fyrsti sigur liðsins í deildinni síðan 5. október.
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26| Valskonur áfram eftir frábæra frammistöðu Handbolti
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26| Valskonur áfram eftir frábæra frammistöðu Handbolti