Stikluna má sjá í spilaranum hér.
Þættirnir eru úr smiðju Rakelar Garðarsdóttur og Ágústu M. Ólafsdóttur sem framleiða fyrir Vesturport. Nína Dögg Filippusdóttir fer með aðalhlutverkið sem Vigdís sjálf en Elín Hall, tónlistarkona og leikari, leikur Vigdísi á hennar yngri árum.
Björn Hlynur Haraldsson og Tinna Hrafnsdóttir leikstýra en þættirnir fjalla um líf Vigdísar fram að forsetakosningunum 1980 þar sem hún bar sigur úr býtum og var fyrst kvenna kosinn forseti á heimsvísu.