Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 26. nóvember 2024 07:00 Conor McGregor og Cristiano Ronaldo horfðu saman á hnefaleikabardaga í Sádi-Arabíu á síðasta ári. Richard Pelham/Getty Images Nick Miller, íþróttablaðamaður The Athletic, segir að fótboltamenn ættu að halda sig fjarri Conor McGregor eftir að hann var dæmdur til að greiða konu sem sakaði hann um kynferðisofbeldi tugi milljóna í miskabætur. Nikita Hand sagði McGregor og annan mann hafa nauðgað sér árið 2018. Þar sem málið var fyrnt var ekki hægt að dæma McGregor í fangelsi en Hand höfðaði skaðabótamál á hendur bardagakappanum málglaða. Vann hún málið og þurfti McGregor að greiða rúmlega 36 milljónir íslenskar krónur í skaðabætur. Miller skrifar um málið fyrir The Athletic og hvernig McGregor hefur reynt að troða sér inn í knattspyrnuheiminn við hvert tilefni. Bendir hann á það þegar Írinn mætti á Emirates-völlinn í Lundúnum og heilsaði upp á Declan Rice og Bukayo Saka, leikmenn enska landsliðsins og Arsenal. View this post on Instagram A post shared by 1 ACCESS (@1access.co.uk) Arsenal bað McGregor um að yfirgefa völlinn sjálfan og gaf félagið út yfirlýsingu þess efnis að það ætlaði að fara yfir verkferla þar sem McGregor hefði aldrei átt að komast á gras vallarins. McGregor var sömuleiðis í stúkunni þegar Arsenal sótti Newcastle United heim. Írinn hefur einnig sést á myndum með Wayne Rooney og Cristiano Ronaldo ásamt því að tala reglulega við Sergio Ramos á samfélagsmiðlum. Miller segir að McGregor hafi lengi vel haft það orðspor að vera erfiður í glasi og dansa á línunni með hina ýmsu hluti. Nú hafi hins vegar dómur fallið og því séu engar afsakanir löglegar lengur. Nú séu engar afsakanir leyfðar og enginn innan knattspyrnunnar ætti að hafa neitt með McGregor að gera. Fótbolti MMA Kynferðisofbeldi Mest lesið Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar Enski boltinn Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Formúla 1 „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Enski boltinn Theodór Elmar hættur hjá KR Íslenski boltinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Golf „Sem fagmaður frábær en ennþá betri vinur“ Fótbolti Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Enski boltinn Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Enski boltinn Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Enski boltinn Varð aftur ástfanginn af fótbolta í Mosó Sport Fleiri fréttir Ronaldo slapp við bann á HM Theodór Elmar hættur hjá KR Yfir sig ánægður með Rashford: „Hann er síbrosandi“ Sjáðu bestu vörslur Pickfords gegn United „Sem fagmaður frábær en ennþá betri vinur“ Íslensku stelpurnar hjá Inter báðar í liði umferðarinnar Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Sjáðu markið, rauða spjaldið og púðurskot United í sögulegum sigri Everton Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Hareide með krabbamein í heila Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Hörður á flugi og vann Hjört í slag um fjórða sæti Pep skammast sín og biðst afsökunar María aftur heim til Klepp Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Messi með mark og stoðsendingaþrennu og liðið tveimur sigrum frá titlinum Rooney hvetur Slot til að henda Salah á bekkinn Heimir um Ísland: „Finnst vanta aðeins kjöt á beinin“ Sjáðu þrennuna hjá Eze og öll mörkin úr enska Sjáðu stórkostlega hjólhestaspyrnu Ronaldos Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Notuðu mynd af röngum manni þegar þeir minntust Jota og bróður hans Íhugar framtíðina og gæti hafa leikið sinn síðasta leik fyrir Breiðablik Sjá meira
Nikita Hand sagði McGregor og annan mann hafa nauðgað sér árið 2018. Þar sem málið var fyrnt var ekki hægt að dæma McGregor í fangelsi en Hand höfðaði skaðabótamál á hendur bardagakappanum málglaða. Vann hún málið og þurfti McGregor að greiða rúmlega 36 milljónir íslenskar krónur í skaðabætur. Miller skrifar um málið fyrir The Athletic og hvernig McGregor hefur reynt að troða sér inn í knattspyrnuheiminn við hvert tilefni. Bendir hann á það þegar Írinn mætti á Emirates-völlinn í Lundúnum og heilsaði upp á Declan Rice og Bukayo Saka, leikmenn enska landsliðsins og Arsenal. View this post on Instagram A post shared by 1 ACCESS (@1access.co.uk) Arsenal bað McGregor um að yfirgefa völlinn sjálfan og gaf félagið út yfirlýsingu þess efnis að það ætlaði að fara yfir verkferla þar sem McGregor hefði aldrei átt að komast á gras vallarins. McGregor var sömuleiðis í stúkunni þegar Arsenal sótti Newcastle United heim. Írinn hefur einnig sést á myndum með Wayne Rooney og Cristiano Ronaldo ásamt því að tala reglulega við Sergio Ramos á samfélagsmiðlum. Miller segir að McGregor hafi lengi vel haft það orðspor að vera erfiður í glasi og dansa á línunni með hina ýmsu hluti. Nú hafi hins vegar dómur fallið og því séu engar afsakanir löglegar lengur. Nú séu engar afsakanir leyfðar og enginn innan knattspyrnunnar ætti að hafa neitt með McGregor að gera.
Fótbolti MMA Kynferðisofbeldi Mest lesið Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar Enski boltinn Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Formúla 1 „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Enski boltinn Theodór Elmar hættur hjá KR Íslenski boltinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Golf „Sem fagmaður frábær en ennþá betri vinur“ Fótbolti Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Enski boltinn Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Enski boltinn Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Enski boltinn Varð aftur ástfanginn af fótbolta í Mosó Sport Fleiri fréttir Ronaldo slapp við bann á HM Theodór Elmar hættur hjá KR Yfir sig ánægður með Rashford: „Hann er síbrosandi“ Sjáðu bestu vörslur Pickfords gegn United „Sem fagmaður frábær en ennþá betri vinur“ Íslensku stelpurnar hjá Inter báðar í liði umferðarinnar Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Sjáðu markið, rauða spjaldið og púðurskot United í sögulegum sigri Everton Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Hareide með krabbamein í heila Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Hörður á flugi og vann Hjört í slag um fjórða sæti Pep skammast sín og biðst afsökunar María aftur heim til Klepp Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Messi með mark og stoðsendingaþrennu og liðið tveimur sigrum frá titlinum Rooney hvetur Slot til að henda Salah á bekkinn Heimir um Ísland: „Finnst vanta aðeins kjöt á beinin“ Sjáðu þrennuna hjá Eze og öll mörkin úr enska Sjáðu stórkostlega hjólhestaspyrnu Ronaldos Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Notuðu mynd af röngum manni þegar þeir minntust Jota og bróður hans Íhugar framtíðina og gæti hafa leikið sinn síðasta leik fyrir Breiðablik Sjá meira