Lífið

Kynbomba og reynslu­boltar í Melodifestivalen

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Måns Zelmerlöw mætir aftur í Melodifestivalen.
Måns Zelmerlöw mætir aftur í Melodifestivalen. EPA/GEORG HOCHMUTH

Þrír reynsluboltar í Eurovision vilja keppa fyrir hönd Svíþjóðar í keppninni á næsta ári. Þá hefur ein frægasta kynbomba landsins jafnframt skráð sig í undankeppnina en listi yfir keppendur í Melodifestivalen hefur nú verið birtur í sænskum miðlum.

Þar kennir ýmissa grasa en þar ber hæst að Måns Zelmerlöw sem kom sá og sigraði Eurovision árið 2015 er meðal keppenda. Þá er þar einnig að finna John Lundvik sem sló í gegn í Eurovision árið 2019 fyrir hönd Svíþjóðar að ógleymdu strákabandinu Arvingarna sem síðast tók þátt í keppninni árið 1993 fyrir hönd Svíþjóðar.

Orðrómurinn um kynbombuna sannur

Í umfjöllun sænska ríkisútvarpsins er þess sérstaklega getið að orðrómur um að kynbomban Victoria Silvstedt muni taka þátt sé sannur. Victoria þessi er ein frægasta sjónvarpsstjarna Svía og hefur komið víða við á ferlinum. Hún hefur starfað sem fyrirsæta, verið fegurðardrottning og stýrt stjónvarpsþáttum um margra ára skeið.

Líkt og undanfarin ár er Melodifestivalen engin smá söngvakeppni. Haldin verða fimm undanúrslitakvöld með um fimm keppendum í hverri viku og fer fyrsta undankeppnin fram þann 1. febrúar. Úrslitin verða svo haldin í mars. Keppnin er allajafna ein sterkasta ef ekki sú sterkasta undankeppni Eurovision.

Kynbomban Victoria Silvstedt tekur þátt í Melodifestivalen í fyrsta sinn. Hér er hún á rauða dreglinum í Cannes.EPA-EFE/Mohammed Badra





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.