Körfubolti

Tvær tvö­faldar þrennur í sigrum Tinda­stóls og Þórs Akur­eyrar

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Tindastóll braut 100 stiga múrinn í kvöld.
Tindastóll braut 100 stiga múrinn í kvöld. Vísir/Jón Gautur

Tindastóll og Þór Akureyri unnu góða útisigra í Bónus-deild kvenna í körfubolta í kvöld. Stólarnir lögðu Stjörnuna á meðan Þórsarar lögðu Hamar/Þór í háspennuleik.

Í Garðabæ var það frábær fjórði leikhluti sem tryggði gestunum frá Akureyri sigur. Þór vann síðasta leikhluta níu stiga mun og leikinn með sex stigum, lokatölur 88-94.

Diljá Ögn Lárusdóttir var stigahæst í liði Stjörnunnar með 28 stig og Ana Clara Paz kom þar á eftir með 23 stig. Denia Davis- Stewart skoraði svo 19 stig og gaf 10 stoðsendingar.

Hjá Þór Ak. skoraði Esther Marjolein Fokke 30 stig ásamt því að taka 8 fráköst. Þar á eftir kom Amandine Justine Toi með 22 stig á meðan Madison Anne Sutteon endaði með þrefalda tvennu; 13 stig, 13 fráköst og 12 stoðsendingar.

Í Hveragerði var Tindastóll í heimsókn og þar var það einnig fjórði leikhlutinn sem skar úr um hvort liðið fór með sigur af hólmi. Stólarnir unnu leikhlutann með sjö stiga mun og leikinn með tveimur stigum, lokatölur 103-105.

Abby Claire Beeman skoraði 27 stig í liði Hamar/Þórs ásamt því að gefa 16 stoðsendingar og taka sex fráköst. Hana Ivanusa kom þar á eftir með 21 stig.

Randi Keonsha Brown var stigahæst hjá Stólunum með 42 stig ásamt því að taka 7 fráköst. Oumoul Khairy Sarr Coulibaly skoraði svo 13 stig, tók 12 fráköst og gaf 10 stoðsendingar.

Eftir leiki kvöldsins eru Þór Ak. og Tindastóll í 4. og 5. sæti með fjóra sigra og fjögur töp að loknum átta leikjum. Hamar/Þór og Stjarnan eru er í 7. og 8. sæti með þrjá sigra og fimm töp til þessa.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×