Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. nóvember 2024 08:45 Pep Guardiola kyssir hér bikarinn eftir að Manchester City vann Englandsmeistaratitilinn fjórða árið í röð og í sjötta sinn undir hans stjórn. Hann hefur framlengt samning sinn þrátt fyrir að ekki sé búið að dæma í málinu. Getty/Robbie Jay Barratt Kaveh Solhekol, fréttamaður Sky Sports, er með nýjustu fréttirnar af meintum brotum Manchester City á rekstrarreglum ensku úrvalsdeildarinnar. Réttarhöldin yfir Manchester City hafa verið í gangi í næstum því þrjá mánuði. Enska úrvalsdeildin kærði City fyrir að minnsta kosti 115 brot á rekstrareglum og svo gæti farið að City yrði dæmt niður um deild og myndi missa alla titla sína á þeim tímabilum sem City braut af sér. Réttarhöldin fara fram fyrir luktum dyrum og hafa staðið yfir í ellefu vikur. „Eins og þetta gengur núna þá lítur út fyrir að þetta klárist fyrir jól,“ sagði Kaveh Solhekol. Undirbúa lokaframsögu sína Hlé hefur verið gert á málarekstrinum á meðan báðir aðilar fá tækifæri til að undirbúa lokaframsögu sína. Lokaræðurnar verða síðan fluttar í byrjun desember eða um miðjan mánuðinn. „Þá þurfum við að bíða eftir dómnum og það er von á honum í vor. Mér finnst líklegast að það verði í mars. Málið klárast þó ekki endilega þá,“ sagði Solhekol. „Báðir aðilar fá nefnilega að tækifæri til að áfrýja. Ef annar hvor aðilinn vill áfrýja þá mun það framlengja málið um nokkra mánuði til viðbótar,“ sagði Solhekol. Neita öllum ásökunum Manchester City neitar öllum þessum ásökunum en kærurnar gætu verið fleiri en 115 samkvæmt Solhekol. Enska úrvalsdeildin tilkynnti fyrst um 115 kærur en þær voru möguleika á endanum 130 talsins. „Menn eru ósammála um það hvort að kærurnar séu 115 eða 130. Enska úrvalsdeildin hefur aldrei staðfest þessa tölu. Fólk er því að tala um mismunandi tölur,“ sagði Solhekol. Fór yfir brotin sem voru kærð Solhekol fór aðeins yfir það hvaða brot þetta voru. „Þetta eru samt örugglega fleiri en hundrað kærur. Þær snúast um að gefa upp ekki réttar upplýsingar um reksturinn á níu tímabilum, gefa ekki upp rétt laun leikmanna á sex tímabilum og gefa ekki upp fullar greiðslur til knattspyrnustjórans Roberto Mancini í fjögur tímabil. Auk þess að vera ekki samvinnuþýðir við öflum upplýsinga í rannsókn málsins sem tók meira en fjögur ár. Þeir eru líka sakaðir um að brot á rekstrarreglum UEFA,“ sagði Solhekol. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=JwyIsMvmQaM">watch on YouTube</a> Enski boltinn Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Fótbolti Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Fótbolti Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Ráða njósnara á Íslandi Fótbolti Fleiri fréttir Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Coote gaf gult spjald eins og hann talaði um fyrir leik Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Carragher segir Salah vera eigingjarnan Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Sjá meira
Enska úrvalsdeildin kærði City fyrir að minnsta kosti 115 brot á rekstrareglum og svo gæti farið að City yrði dæmt niður um deild og myndi missa alla titla sína á þeim tímabilum sem City braut af sér. Réttarhöldin fara fram fyrir luktum dyrum og hafa staðið yfir í ellefu vikur. „Eins og þetta gengur núna þá lítur út fyrir að þetta klárist fyrir jól,“ sagði Kaveh Solhekol. Undirbúa lokaframsögu sína Hlé hefur verið gert á málarekstrinum á meðan báðir aðilar fá tækifæri til að undirbúa lokaframsögu sína. Lokaræðurnar verða síðan fluttar í byrjun desember eða um miðjan mánuðinn. „Þá þurfum við að bíða eftir dómnum og það er von á honum í vor. Mér finnst líklegast að það verði í mars. Málið klárast þó ekki endilega þá,“ sagði Solhekol. „Báðir aðilar fá nefnilega að tækifæri til að áfrýja. Ef annar hvor aðilinn vill áfrýja þá mun það framlengja málið um nokkra mánuði til viðbótar,“ sagði Solhekol. Neita öllum ásökunum Manchester City neitar öllum þessum ásökunum en kærurnar gætu verið fleiri en 115 samkvæmt Solhekol. Enska úrvalsdeildin tilkynnti fyrst um 115 kærur en þær voru möguleika á endanum 130 talsins. „Menn eru ósammála um það hvort að kærurnar séu 115 eða 130. Enska úrvalsdeildin hefur aldrei staðfest þessa tölu. Fólk er því að tala um mismunandi tölur,“ sagði Solhekol. Fór yfir brotin sem voru kærð Solhekol fór aðeins yfir það hvaða brot þetta voru. „Þetta eru samt örugglega fleiri en hundrað kærur. Þær snúast um að gefa upp ekki réttar upplýsingar um reksturinn á níu tímabilum, gefa ekki upp rétt laun leikmanna á sex tímabilum og gefa ekki upp fullar greiðslur til knattspyrnustjórans Roberto Mancini í fjögur tímabil. Auk þess að vera ekki samvinnuþýðir við öflum upplýsinga í rannsókn málsins sem tók meira en fjögur ár. Þeir eru líka sakaðir um að brot á rekstrarreglum UEFA,“ sagði Solhekol. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=JwyIsMvmQaM">watch on YouTube</a>
Enski boltinn Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Fótbolti Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Fótbolti Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Ráða njósnara á Íslandi Fótbolti Fleiri fréttir Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Coote gaf gult spjald eins og hann talaði um fyrir leik Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Carragher segir Salah vera eigingjarnan Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Sjá meira