Ísland nær sigri í slagnum við Kanada Sindri Sverrisson skrifar 29. nóvember 2024 20:00 Glódís Perla VIggósdóttir var á sínum stað í vörn Íslands sem fékk ekki á sig mark í kvöld. Getty/Michael Wade Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta gerði markalaust jafntefli við sterkt lið Kanada í kvöld í fyrri vináttulandsleik sínum á Pinatar Arena á Spáni. Kanada er í 6. sæti heimslista FIFA en Ísland í 13. sætinu. Það var þó íslenska liðið sem var nær sigri í leik liðanna í kvöld. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir fékk besta tækifærið til að skora í leiknum, þegar Lysianne Proulx markvörður Kanada sendi boltann óvart á hana, en Proulx bjargaði sér með því að verja skot Karólínu. Þetta var snemma í seinni hálfleik en Karólína var einnig nálægt því að koma Íslandi yfir á 20. mínútu leiksins, þegar þær Sveindís Jane Jónsdóttir spiluðu sig inn í teig Kanada en markvörðurinn Sabrina D'Angelo, sem lék fyrri hálfleikinn, náði að verjast á síðustu stundu. Ísland átti fleiri færi og Sveindís átti til að mynda skot utan teigs sem fór rétt yfir markið, þegar um korter var til leiksloka. Kanada komst ekki sérstaklega nálægt því að skora og Cecilía Rán Rúnarsdóttir, sem fékk tækifæri í byrjunarliðinu, gerði það sem hún hefur verið svo vön að gera með Inter á Ítalíu í vetur, og hélt markinu hreinu. Ísland mætir næst Danmörku á mánudagskvöld, en leikirnir eru liður í undirbúningi fyrir næsta ár þar sem meðal annars bíður Íslands Evrópumót í Sviss. Landslið kvenna í fótbolta Tengdar fréttir Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari kvenna í fótbolta, hefur tilkynnt byrjunarlið Íslands í vináttulandsleiknum við Kanada í kvöld, á Pinatar Arena á Spáni. 29. nóvember 2024 17:02 Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Formúla 1 Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin Körfubolti Dagskráin í dag: Rólegheit eftir langa helgi Sport Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Sport Fleiri fréttir Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Sjá meira
Kanada er í 6. sæti heimslista FIFA en Ísland í 13. sætinu. Það var þó íslenska liðið sem var nær sigri í leik liðanna í kvöld. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir fékk besta tækifærið til að skora í leiknum, þegar Lysianne Proulx markvörður Kanada sendi boltann óvart á hana, en Proulx bjargaði sér með því að verja skot Karólínu. Þetta var snemma í seinni hálfleik en Karólína var einnig nálægt því að koma Íslandi yfir á 20. mínútu leiksins, þegar þær Sveindís Jane Jónsdóttir spiluðu sig inn í teig Kanada en markvörðurinn Sabrina D'Angelo, sem lék fyrri hálfleikinn, náði að verjast á síðustu stundu. Ísland átti fleiri færi og Sveindís átti til að mynda skot utan teigs sem fór rétt yfir markið, þegar um korter var til leiksloka. Kanada komst ekki sérstaklega nálægt því að skora og Cecilía Rán Rúnarsdóttir, sem fékk tækifæri í byrjunarliðinu, gerði það sem hún hefur verið svo vön að gera með Inter á Ítalíu í vetur, og hélt markinu hreinu. Ísland mætir næst Danmörku á mánudagskvöld, en leikirnir eru liður í undirbúningi fyrir næsta ár þar sem meðal annars bíður Íslands Evrópumót í Sviss.
Landslið kvenna í fótbolta Tengdar fréttir Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari kvenna í fótbolta, hefur tilkynnt byrjunarlið Íslands í vináttulandsleiknum við Kanada í kvöld, á Pinatar Arena á Spáni. 29. nóvember 2024 17:02 Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Formúla 1 Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin Körfubolti Dagskráin í dag: Rólegheit eftir langa helgi Sport Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Sport Fleiri fréttir Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Sjá meira
Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari kvenna í fótbolta, hefur tilkynnt byrjunarlið Íslands í vináttulandsleiknum við Kanada í kvöld, á Pinatar Arena á Spáni. 29. nóvember 2024 17:02