Fótbolti

Messi segist sakna Barcelona

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Lionel Messi átti erfitt með sig þegar hann kvaddi Barcelona á sínum tíma. Hann saknar félagsins.
Lionel Messi átti erfitt með sig þegar hann kvaddi Barcelona á sínum tíma. Hann saknar félagsins. Getty/Eric Alonso

Lionel Messi mætti ekki á 125 ára afmælishátíð Barcelona en nýtt viðtal við hann var aftur á móti sýnt á hátíðinni í gær.

Messi kom til félagsins sem táningur árið 2000 og eyddi 21 ári hjá félaginu. Hann er leikjahæsti og langmarkahæsti leikmaðurinn í sögu félagsins með 672 mörk í 778 leikjum.

„Ég færi Barcelona hamingjuóskir á 125 ára afmælinu,“ sagði Lionel Messi í myndskeiðinu. ESPN segir frá.

Í gær var minnst þess stundar þegar Joan Gamper stofnaði félagið í íþróttsal í borginni árið 1899.

„Það er mikill heiður fyrir mig að vera hluti af þessu félagi og að vera stuðningsmaður Barca. Ég var heppinn að guð leiddi mig þangað og því að ég fékk tækifæri til að eyða stærstum hluta lífsins hjá svona yndislegu félagi,“ sagði Messi.

„Þetta er sérstakur klúbbur og ólíkur öllum öðrum. Hann glímir við erfiðlega eins og er og það kemur til vegna hvernig fótboltafélögum er stýrt þessa dagana,“ sagði Messi.

Hann þurfti að yfirgefa félagið á sínum tíma vegna fjárhagserfiðleika þess og fór til Paris Saint-Germain. Nú spilar hann með Inter Miami í Bandaríkjunum.

„Þeir hafa hins vegar breytt öllu til baka og nú er félaginu stjórnað eins og við viljum. Við öll erum rosalega stolt af því að að sjá ungu uppöldu leikmennina fá tækifæri,“ sagði Messi.

„Ég sakna Barcelona mikið, félagsins, borgarinnar, fólksins og ástúðarinnar. Eins og alltaf þá vonast ég eftir því að allt gangi vel og við getum haldið áfram að gera þetta stórkostlega félag en stórkostlegra,“ sagði Messi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×