Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða Kjartan Kjartansson skrifar 1. desember 2024 11:36 Þórarinn Ingi Pétursson er jöfnunarþingmaður Norðausturkjördæmis. vísir/sara Ríkisstjórnarflokkarnir töpuðu samtals tæplega fjórðungi þeirra atkvæða sem þeir fengu í síðustu kosningum í Norðausturkjördæmi. Vinstri græn þurrkuðust út í kjördæmi sem var helsta vígi flokksins utan Reykjavíkur. Lokatölur fyrir Norðausturkjördæmi voru birtar klukkan tíu í morgun. Samfylkingin hlaut hlutfallslega flest atkvæði 21,3 prósent. Miðflokkurinn hlaut næstflest atkvæði, 15,7 prósent, Sjálfstæðisflokkurinn var þriðji með fimmtán prósent atkvæða. Framsóknarflokkurinn tapaði 11,4 prósent fylgi á milli kosninga og nær aðeins inn einum kjördæmakjörnum þingmanni. Þegar úrslit á landsvísu lágu fyrir eftir hádegi í dag kom í ljós að Framsókn fengi inn jöfnunarþingmann í Norðausturkjördæmi. Vinstri græn misstu 9,1 prósent og báða sína þingmenn. Sjálfstæðisflokkurinn tapaðist minnstu fylgi af stjórnarflokkunum, 3,5 prósentum, og hélt sínum tveimur þingmönnum. Norðausturkjördæmi var lengi eitt helsta vígi Vinstri grænna enda kjördæmi Steingríms J. Sigfússonar, stofnanda og formanns flokksins til fjölda ára. Flokkurinn hafði mest þrjá þingmenn þar þegar honum vegnaði sem best eftir hrun. Logi Einarsson, fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar, verður fyrsti þingmaður Norðausturkjördæmis. Flokkssystir hans Eydís Ásbjörnsdóttir tekur einnig sæti á þingi. Fyrir Miðflokkinn náðu kjöri Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður flokksins og fyrrverandi forsætisráðherra, og Þorgrímur Sigmundsson. Þingmenn Sjálfstæðisflokksins í kjördæminu verða þeir Jens Garðar Helgason, fyrrverandi formaður Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, og Njáll Trausti Friðbertsson, sitjandi þingmaður flokksins. Sigurjón Þórðarson náði kjöri fyrir Flokk fólksins. Hann var áður þingmaður Frjálslynda flokksins frá 2003 til 2007. Eini kjördæmakjörni þingmaður Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi verður Ingibjörg Ólöf Isaksen, sitjandi þingmaður. Þórarinn Ingi Pétursson náði inn sem jöfnunarþingmaður. Fyrir Viðreisn náði Ingvar Þóroddsson inn á þing. Flokkurinn var ekki með þingmann í kjördæminu fyrir. Fréttin var uppfærð eftir að úrslit á landsvísu lágu fyrir og ljóst varð að Framsóknarflokkurinn fengi jöfnunarsætið í Norðausturkjördæmi. Alþingiskosningar 2024 Norðausturkjördæmi Alþingi Framsóknarflokkurinn Viðreisn Sjálfstæðisflokkurinn Píratar Sósíalistaflokkurinn Miðflokkurinn Samfylkingin Lýðræðisflokkurinn Vinstri græn Flokkur fólksins Tengdar fréttir Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Sjálfstæðisflokkurinn hlaut afgerandi bestu kosningu sína í Suðvesturkjördæmi, kjördæmi formanns og varaformanns flokksins. Willum Þór Þórsson, sem var ráðherra fyrir Framsóknarflokkinn, datt út af þingi. 1. desember 2024 16:24 Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Flokkur fólksins með flesta þingmenn Sjálfstæðisflokkurinn hlaut flest atkvæði í Norðvesturkjördæmi en Flokkur fólksins flesta þingmenn. Sex flokkar fengu yfir tíu prósent atkvæða í kjördæminu og hvern sinn kjördæmakjörna þingmanninn. 1. desember 2024 11:42 Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Söguleg tíðindi urðu í Suðurkjördæmi þar sem Flokkur fólksins stóð uppi sem stærsti flokkurinn þegar lokatölur voru birtar klukkan hálf átta í morgun. Formaður Framsóknarflokksins náði inn sem kjördæmakjörinn þingmaður. 1. desember 2024 08:25 Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Loktölur hafa borist úr Reykjavíkurkjördæmi norður. Samfylkingin vann stórsigur í kjördæminu og er með 26,1 prósent. Í síðustu kosningum var flokkurinn með 12,6 prósent. 1. desember 2024 06:09 Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Lokatölur hafa borist úr Reykjavíkurkjördæmi suður. Samfylkingin er stærsti flokkurinn með 22,9 prósent fylgi og þrjá menn inni. Í síðustu kosningum var flokkurinn með 13,3 prósent og einn mann á þingi. 1. desember 2024 05:08 Mest lesið Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sjá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Fannst heill á húfi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Fella niður 64 milljarða sekt Trump Erlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Fleiri fréttir Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sjá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Sjá meira
Lokatölur fyrir Norðausturkjördæmi voru birtar klukkan tíu í morgun. Samfylkingin hlaut hlutfallslega flest atkvæði 21,3 prósent. Miðflokkurinn hlaut næstflest atkvæði, 15,7 prósent, Sjálfstæðisflokkurinn var þriðji með fimmtán prósent atkvæða. Framsóknarflokkurinn tapaði 11,4 prósent fylgi á milli kosninga og nær aðeins inn einum kjördæmakjörnum þingmanni. Þegar úrslit á landsvísu lágu fyrir eftir hádegi í dag kom í ljós að Framsókn fengi inn jöfnunarþingmann í Norðausturkjördæmi. Vinstri græn misstu 9,1 prósent og báða sína þingmenn. Sjálfstæðisflokkurinn tapaðist minnstu fylgi af stjórnarflokkunum, 3,5 prósentum, og hélt sínum tveimur þingmönnum. Norðausturkjördæmi var lengi eitt helsta vígi Vinstri grænna enda kjördæmi Steingríms J. Sigfússonar, stofnanda og formanns flokksins til fjölda ára. Flokkurinn hafði mest þrjá þingmenn þar þegar honum vegnaði sem best eftir hrun. Logi Einarsson, fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar, verður fyrsti þingmaður Norðausturkjördæmis. Flokkssystir hans Eydís Ásbjörnsdóttir tekur einnig sæti á þingi. Fyrir Miðflokkinn náðu kjöri Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður flokksins og fyrrverandi forsætisráðherra, og Þorgrímur Sigmundsson. Þingmenn Sjálfstæðisflokksins í kjördæminu verða þeir Jens Garðar Helgason, fyrrverandi formaður Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, og Njáll Trausti Friðbertsson, sitjandi þingmaður flokksins. Sigurjón Þórðarson náði kjöri fyrir Flokk fólksins. Hann var áður þingmaður Frjálslynda flokksins frá 2003 til 2007. Eini kjördæmakjörni þingmaður Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi verður Ingibjörg Ólöf Isaksen, sitjandi þingmaður. Þórarinn Ingi Pétursson náði inn sem jöfnunarþingmaður. Fyrir Viðreisn náði Ingvar Þóroddsson inn á þing. Flokkurinn var ekki með þingmann í kjördæminu fyrir. Fréttin var uppfærð eftir að úrslit á landsvísu lágu fyrir og ljóst varð að Framsóknarflokkurinn fengi jöfnunarsætið í Norðausturkjördæmi.
Alþingiskosningar 2024 Norðausturkjördæmi Alþingi Framsóknarflokkurinn Viðreisn Sjálfstæðisflokkurinn Píratar Sósíalistaflokkurinn Miðflokkurinn Samfylkingin Lýðræðisflokkurinn Vinstri græn Flokkur fólksins Tengdar fréttir Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Sjálfstæðisflokkurinn hlaut afgerandi bestu kosningu sína í Suðvesturkjördæmi, kjördæmi formanns og varaformanns flokksins. Willum Þór Þórsson, sem var ráðherra fyrir Framsóknarflokkinn, datt út af þingi. 1. desember 2024 16:24 Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Flokkur fólksins með flesta þingmenn Sjálfstæðisflokkurinn hlaut flest atkvæði í Norðvesturkjördæmi en Flokkur fólksins flesta þingmenn. Sex flokkar fengu yfir tíu prósent atkvæða í kjördæminu og hvern sinn kjördæmakjörna þingmanninn. 1. desember 2024 11:42 Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Söguleg tíðindi urðu í Suðurkjördæmi þar sem Flokkur fólksins stóð uppi sem stærsti flokkurinn þegar lokatölur voru birtar klukkan hálf átta í morgun. Formaður Framsóknarflokksins náði inn sem kjördæmakjörinn þingmaður. 1. desember 2024 08:25 Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Loktölur hafa borist úr Reykjavíkurkjördæmi norður. Samfylkingin vann stórsigur í kjördæminu og er með 26,1 prósent. Í síðustu kosningum var flokkurinn með 12,6 prósent. 1. desember 2024 06:09 Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Lokatölur hafa borist úr Reykjavíkurkjördæmi suður. Samfylkingin er stærsti flokkurinn með 22,9 prósent fylgi og þrjá menn inni. Í síðustu kosningum var flokkurinn með 13,3 prósent og einn mann á þingi. 1. desember 2024 05:08 Mest lesið Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sjá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Fannst heill á húfi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Fella niður 64 milljarða sekt Trump Erlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Fleiri fréttir Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sjá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Sjá meira
Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Sjálfstæðisflokkurinn hlaut afgerandi bestu kosningu sína í Suðvesturkjördæmi, kjördæmi formanns og varaformanns flokksins. Willum Þór Þórsson, sem var ráðherra fyrir Framsóknarflokkinn, datt út af þingi. 1. desember 2024 16:24
Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Flokkur fólksins með flesta þingmenn Sjálfstæðisflokkurinn hlaut flest atkvæði í Norðvesturkjördæmi en Flokkur fólksins flesta þingmenn. Sex flokkar fengu yfir tíu prósent atkvæða í kjördæminu og hvern sinn kjördæmakjörna þingmanninn. 1. desember 2024 11:42
Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Söguleg tíðindi urðu í Suðurkjördæmi þar sem Flokkur fólksins stóð uppi sem stærsti flokkurinn þegar lokatölur voru birtar klukkan hálf átta í morgun. Formaður Framsóknarflokksins náði inn sem kjördæmakjörinn þingmaður. 1. desember 2024 08:25
Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Loktölur hafa borist úr Reykjavíkurkjördæmi norður. Samfylkingin vann stórsigur í kjördæminu og er með 26,1 prósent. Í síðustu kosningum var flokkurinn með 12,6 prósent. 1. desember 2024 06:09
Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Lokatölur hafa borist úr Reykjavíkurkjördæmi suður. Samfylkingin er stærsti flokkurinn með 22,9 prósent fylgi og þrjá menn inni. Í síðustu kosningum var flokkurinn með 13,3 prósent og einn mann á þingi. 1. desember 2024 05:08