Halla forseti hittir alla formennina á morgun Jakob Bjarnar skrifar 1. desember 2024 14:56 Halla Tómasdóttir forseti Íslands og Bjarni Benediktsson forsætisráðherra þegar sá síðarnefndi óskaði eftir þingrofsbeiðni. vísir/vilhelm Halla Tómasdóttir forseti Íslands segist ætla að hitta alla formenn flokkanna á morgun, það er þeirra sem náðu inn á þing, með það fyrir augum að taka afstöðu til stjórnarmyndunarumboðs. Þetta kemur fram í fullveldisdagsávarpi Höllu sem hún birti á Facebook-síðu Forseta Íslands. „Við skulum gefa því ferli þann tíma og svigrúm sem nauðsyn krefur,“ segir Halla. Hún segir auk þess kosningar aðferð frjálsra og fullvalda lýðræðisþjóða til að ráða ráðum sínum. „Kjósendur hafa nú falið kjörnum fulltrúum umboð til að setjast á þing og vinna að hagsmunum þjóðarinnar allrar næstu fjögur árin og til framtíðar. Því fylgir bæði ábyrgð og gleði og óska ég öllum þeim til hamingju sem hlotið hafa kosningu, um leið og ég þakka þeim sem nú hverfa á braut úr þingstörfum.“ Forsetinn boðar formenn flokkanna á sinn fund á morgun.vísir/vilhelm Halla segir að næst sé að komast að samkomulagi um myndun ríkisstjórnarinnar. „Og hyggst ég á morgun funda með formönnum allra flokka sem sæti eiga á þingi með það fyrir augum að taka afstöðu til veitingar stjórnarmyndunarumboðs,“ eins og forsetinn orðar það. Halla segir óvenjulegt að fullveldisdagurinn fylgi beint í kjölfar almennra kosninga og er þetta aðeins í annað sinn á lýðveldistímanum sem kosið er um hávetur. „Hefðin hefur verið sú á Íslandi að kjördagur sé að vori og við vorum rækilega minnt á eina af ástæðum þess í landshlutum þar sem vetrarhríð geisaði á kjördag. En íslenska seiglan lætur ekki að sér hæða og kjörsókn var góð, þrátt fyrir allt.“ Forsetinn þakkar öllum þeim sem lögðu mikið á sig til þess að tryggja að kjósendur kæmust á kjörstað og atkvæðin í talningu. Fréttastofa hefur í dag óskað eftir viðbrögðum forseta við kosningum en því hefur ekki verið sinnt. Forseti Íslands Alþingiskosningar 2024 Alþingi Halla Tómasdóttir Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Erlent Fleiri fréttir Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Sjá meira
Þetta kemur fram í fullveldisdagsávarpi Höllu sem hún birti á Facebook-síðu Forseta Íslands. „Við skulum gefa því ferli þann tíma og svigrúm sem nauðsyn krefur,“ segir Halla. Hún segir auk þess kosningar aðferð frjálsra og fullvalda lýðræðisþjóða til að ráða ráðum sínum. „Kjósendur hafa nú falið kjörnum fulltrúum umboð til að setjast á þing og vinna að hagsmunum þjóðarinnar allrar næstu fjögur árin og til framtíðar. Því fylgir bæði ábyrgð og gleði og óska ég öllum þeim til hamingju sem hlotið hafa kosningu, um leið og ég þakka þeim sem nú hverfa á braut úr þingstörfum.“ Forsetinn boðar formenn flokkanna á sinn fund á morgun.vísir/vilhelm Halla segir að næst sé að komast að samkomulagi um myndun ríkisstjórnarinnar. „Og hyggst ég á morgun funda með formönnum allra flokka sem sæti eiga á þingi með það fyrir augum að taka afstöðu til veitingar stjórnarmyndunarumboðs,“ eins og forsetinn orðar það. Halla segir óvenjulegt að fullveldisdagurinn fylgi beint í kjölfar almennra kosninga og er þetta aðeins í annað sinn á lýðveldistímanum sem kosið er um hávetur. „Hefðin hefur verið sú á Íslandi að kjördagur sé að vori og við vorum rækilega minnt á eina af ástæðum þess í landshlutum þar sem vetrarhríð geisaði á kjördag. En íslenska seiglan lætur ekki að sér hæða og kjörsókn var góð, þrátt fyrir allt.“ Forsetinn þakkar öllum þeim sem lögðu mikið á sig til þess að tryggja að kjósendur kæmust á kjörstað og atkvæðin í talningu. Fréttastofa hefur í dag óskað eftir viðbrögðum forseta við kosningum en því hefur ekki verið sinnt.
Forseti Íslands Alþingiskosningar 2024 Alþingi Halla Tómasdóttir Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Erlent Fleiri fréttir Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Sjá meira