„Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ Tómas Arnar Þorláksson skrifar 1. desember 2024 21:02 Svandís Svavarsdóttir, formaður Vinstri grænna. vísir/viktor freyr Vinstri græn guldu afhroð í kosningunum og ná ekki manni á þing í fyrsta skipti síðan flokkurinn var stofnaður árið 1999. Flokkurinn á jafnframt ekki rétt á framlögum úr ríkissjóði en flokkar þurfa að fá að lágmarki 2,5 prósent atkvæða. Formaður flokksins segir þingið missa sterka rödd fyrir náttúruvernd og kvenfrelsi. „Þetta eru eiginlega flekahreyfingar í íslenskum stjórnmálum. Við sjáum bara að flokkakerfið er í raun og veru að taka mjög miklum breytingum og allir ríkisstjórnarflokkarnir eru að verða fyrir mjög miklu höggi, þessir ríkisstjórnarflokkar eru í sögulegu lágmarki með sitt fylgi og vinstri vængurinn er í raun og veru úti svo þetta eru ótrúleg tíðindi í raun og veru,“ sagði Svandís Svavarsdóttir, formaður Vinstri grænna. Núna taki aðventan við Hún hafi miklar áhyggjur af grænni pólitík og telur að fólk muni mögulega vakna upp við vondan draum. Hún sé þó ávallt þakklát kjósendum. „Bara þakklæti, til kjósendanna og fólksins sem að treysti okkur og gaf okkur séns, það skiptir miklu máli og ég er mjög þakklát fyrir það og svo er ég mjög þakklát fyrir höfuð herðar hné og tær, þegar það er svona ógeðslega kalt.“ Kannski að lokum, hvað er fram undan hjá Svandísi Svavarsdóttur núna? „Núna er fram undan hjá henni bara aðventan og smákökubakstur, kannski óvenjulega margar sortir í ár. Ég hef oft freistast til þess að kaupa bara Frón smákökur og skella þeim svo í einhver box heima. Núna held ég að það sé komið að því að gera þetta alveg frá grunni.“ Sorglegt sé að horfa upp á tíu prósent atkvæða á vinstri vængnum falla niður dauð. Um sé að ræða ákall um breytingar hjá vinstrinu. Þurfa vinstrimenn að sameinast undir einni hreyfingu? „Við þurfum að leyfa þessum dögum aðeins að líða og allir þurfa að líta inn á við og tala við sitt fólk, til að byrja með.“ „Íslandssögunni er ekki lokið!“ Ögmundur Jónasson, kempa úr röðum Vinstri grænna og fyrrverandi ráðherra, tekur undir orð Svandísar þó að niðurstaðan hafi verið fyrirsjáanleg. „Hún hins vegar talaði inn í framtíðina í gær, Svandís Svavarsdóttir, þegar hún sagði að núna er tími til að stinga upp jarðveginn og hefja enduruppbyggingarstarf. Og enn eitt, tíundi hluti þjóðarinnar, fær ekki sína fulltrúa kjörna á þing, og hverjir skildu það vera? Hver er þessi tíundi hluti? þetta eru allt vinstri atkvæði, það eru allt róttæk atkvæði og ég held að þessi niðurstaða í þessum kosningum verði hvatning fyrir vinstra fólk á íslandi, fyrir sósíalista og róttækt fólk til að hefja þetta uppbyggingar starf sem nú er kallað eftir.“ Ögmundur Jónasson, fyrrverandi ráðherra VG.Vísir/Anton Brink Hann tekur jafnframt fram að Sósíalistaflokkurinn sé greinilega að festa sig í sessi. Ljóst sé að Alþingi þurfi á aðhaldi frá vinstri að halda. „Fyrst þau fá ekki aðhald innan þingsins frá vinstri, þá er bara að skapa það utandyra og það verður alveg örugglega gert. Það mun síðan bera ávöxt í komandi þingkosningum. Íslandssögunni er ekki lokið!“ Alþingiskosningar 2024 Vinstri græn Píratar Sósíalistaflokkurinn Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent Fleiri fréttir Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Sjá meira
„Þetta eru eiginlega flekahreyfingar í íslenskum stjórnmálum. Við sjáum bara að flokkakerfið er í raun og veru að taka mjög miklum breytingum og allir ríkisstjórnarflokkarnir eru að verða fyrir mjög miklu höggi, þessir ríkisstjórnarflokkar eru í sögulegu lágmarki með sitt fylgi og vinstri vængurinn er í raun og veru úti svo þetta eru ótrúleg tíðindi í raun og veru,“ sagði Svandís Svavarsdóttir, formaður Vinstri grænna. Núna taki aðventan við Hún hafi miklar áhyggjur af grænni pólitík og telur að fólk muni mögulega vakna upp við vondan draum. Hún sé þó ávallt þakklát kjósendum. „Bara þakklæti, til kjósendanna og fólksins sem að treysti okkur og gaf okkur séns, það skiptir miklu máli og ég er mjög þakklát fyrir það og svo er ég mjög þakklát fyrir höfuð herðar hné og tær, þegar það er svona ógeðslega kalt.“ Kannski að lokum, hvað er fram undan hjá Svandísi Svavarsdóttur núna? „Núna er fram undan hjá henni bara aðventan og smákökubakstur, kannski óvenjulega margar sortir í ár. Ég hef oft freistast til þess að kaupa bara Frón smákökur og skella þeim svo í einhver box heima. Núna held ég að það sé komið að því að gera þetta alveg frá grunni.“ Sorglegt sé að horfa upp á tíu prósent atkvæða á vinstri vængnum falla niður dauð. Um sé að ræða ákall um breytingar hjá vinstrinu. Þurfa vinstrimenn að sameinast undir einni hreyfingu? „Við þurfum að leyfa þessum dögum aðeins að líða og allir þurfa að líta inn á við og tala við sitt fólk, til að byrja með.“ „Íslandssögunni er ekki lokið!“ Ögmundur Jónasson, kempa úr röðum Vinstri grænna og fyrrverandi ráðherra, tekur undir orð Svandísar þó að niðurstaðan hafi verið fyrirsjáanleg. „Hún hins vegar talaði inn í framtíðina í gær, Svandís Svavarsdóttir, þegar hún sagði að núna er tími til að stinga upp jarðveginn og hefja enduruppbyggingarstarf. Og enn eitt, tíundi hluti þjóðarinnar, fær ekki sína fulltrúa kjörna á þing, og hverjir skildu það vera? Hver er þessi tíundi hluti? þetta eru allt vinstri atkvæði, það eru allt róttæk atkvæði og ég held að þessi niðurstaða í þessum kosningum verði hvatning fyrir vinstra fólk á íslandi, fyrir sósíalista og róttækt fólk til að hefja þetta uppbyggingar starf sem nú er kallað eftir.“ Ögmundur Jónasson, fyrrverandi ráðherra VG.Vísir/Anton Brink Hann tekur jafnframt fram að Sósíalistaflokkurinn sé greinilega að festa sig í sessi. Ljóst sé að Alþingi þurfi á aðhaldi frá vinstri að halda. „Fyrst þau fá ekki aðhald innan þingsins frá vinstri, þá er bara að skapa það utandyra og það verður alveg örugglega gert. Það mun síðan bera ávöxt í komandi þingkosningum. Íslandssögunni er ekki lokið!“
Alþingiskosningar 2024 Vinstri græn Píratar Sósíalistaflokkurinn Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent Fleiri fréttir Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Sjá meira