Amorim varar stuðningsmenn United við: Óveðrið mun koma Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. desember 2024 09:33 Ruben Amorim er oft mjög líflegur á hliðarlínunni hjá Manchester United. Getty/Robbie Jay Barratt Ruben Amorim hefur byrjað vel hjá Manchester United en horfir raunhæft á framhaldið. Hann veit að það mun harðna á dalnum og hann vill að stuðningsmenn félagsins geri sér grein fyrir því. Amorim er taplaus í fyrstu þremur leikjum sínum og liðið vann sinn stærsta deildarsigur frá 2021 með 4-0 sigri á Everton í síðasta leik. Væntingarnar voru því fljótar að aukast mikið. Næst á dagskrá er leikur á móti Arsenal í kvöld og Amorim hefur greinilega áhyggjur af leiknum. Hann er að breyta mjög miklu og leikmennirnir eru enn að átta sig á nýju leikkerfi. Ruben Amorim warns Man United stars 'the storm will come' as Portuguese admits his unbeaten start will eventually come to an end ahead of Arsenal acid test https://t.co/L2ujxOOBcJ— Mail Sport (@MailSport) December 3, 2024 „Ég vildi segja eitthvað annað hér en ég verða að endurtaka mig: Óveðrið mun koma,“ sagði Ruben Amorim á blaðamannafundi fyrir leik kvöldsins. „Ég veit ekki hvort þið notið það orðalag en það munu koma erfiðir tímar og lið munu lesa okkur í sumum leikjum. Ég veit það af því að ég þekki mína leikmenn, ég þekki fótbolta og ég fylgist með fótbolta. Við erum á þeim stað að við erum að setja einfalda hluti inn í leik liðsins án þess að æfa,“ sagði Amorim. „Við þurfum því að einbeita okkur að einum leik í einu, hverri frammistöðu, hvað við þurfum að bæta og reyna að vinna leiki. Þar liggur okkar einbeiting. Ég veit að það virkilega erfitt að vera þjálfari Manchester United og segja svona hluti á blaðamannafundi,“ sagði Amorim. „Við viljum vinna alla leiki, sama hvað, við munum reyna að vinna en við vitum að við erum á allt öðrum stað ef þú berð okkur saman við Arsenal,“ sagði Amorim. 🎥 Ruben Amorim on the expectations if #MUFC beat Arsenal 🗣️ “The storm will come… I know that because knowing my players & I know football…” pic.twitter.com/zSJa8RyYRj— United & Everything Football (@UEF_Podcast) December 4, 2024 Enski boltinn Mest lesið Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti „Þurfum að taka Dani til fyrirmyndar“ Handbolti „Þetta var allsherjar klúður þarna“ Handbolti Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Enski boltinn Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Enski boltinn Aron skráður inn á HM og löglegur á morgun Handbolti Yfir hundrað gallaðir verðlaunapeningar frá ÓL í París Sport Lofar því að fá sér kengúru húðflúr Sport Dagur og Alfreð unnu báðir á HM í kvöld en mjög ólíka sigra Handbolti Gapandi hissa á „katastrófu“ í leik Íslands: „Hvaða grín er þetta?“ Handbolti Fleiri fréttir Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Denis Law látinn Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford Foden: Við erum ekki heimskir, titillinn er farinn Arsenal kom til baka og vann slaginn um Norður-London Isak áfram í stuði og Moyes tapaði fyrsta leik Amorim: Southampton mun kenna mér meira en Liverpool og Arsenal Klopp: Ég held partý ef Man City missir titlana Slot segir að Forest sé í titilbaráttu Glazer-systkinin dvöldu á Vopnafirði í sumar Arftakar Linekers í Match of the Day kynntir Fenginn aftur til Chelsea og spilar ekki í kvöld Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Malen mættur til Villa Jafnt í toppslagnum í Skírisskógi Ótrúleg endurkoma heimamanna James bjargaði heimaliðinu Fyrrum fyrirliði og þjálfari Man City látinn Segja að Zubimendi fari til Arsenal í sumar Arteta um ógeðslegu skilaboðin: „Verður að draga línu í sandinn“ Engin stig tekin af ensku liðunum Tímabilinu líklega lokið hjá Jesus Guardiola skilinn eftir þrjátíu ára samband Fyrirliði Man United sendi Jóa Berg og fjölskyldu fallega gjöf Á morgun opinberar enska úrvalsdeildin hvaða liðum verður refsað Sjá meira
Amorim er taplaus í fyrstu þremur leikjum sínum og liðið vann sinn stærsta deildarsigur frá 2021 með 4-0 sigri á Everton í síðasta leik. Væntingarnar voru því fljótar að aukast mikið. Næst á dagskrá er leikur á móti Arsenal í kvöld og Amorim hefur greinilega áhyggjur af leiknum. Hann er að breyta mjög miklu og leikmennirnir eru enn að átta sig á nýju leikkerfi. Ruben Amorim warns Man United stars 'the storm will come' as Portuguese admits his unbeaten start will eventually come to an end ahead of Arsenal acid test https://t.co/L2ujxOOBcJ— Mail Sport (@MailSport) December 3, 2024 „Ég vildi segja eitthvað annað hér en ég verða að endurtaka mig: Óveðrið mun koma,“ sagði Ruben Amorim á blaðamannafundi fyrir leik kvöldsins. „Ég veit ekki hvort þið notið það orðalag en það munu koma erfiðir tímar og lið munu lesa okkur í sumum leikjum. Ég veit það af því að ég þekki mína leikmenn, ég þekki fótbolta og ég fylgist með fótbolta. Við erum á þeim stað að við erum að setja einfalda hluti inn í leik liðsins án þess að æfa,“ sagði Amorim. „Við þurfum því að einbeita okkur að einum leik í einu, hverri frammistöðu, hvað við þurfum að bæta og reyna að vinna leiki. Þar liggur okkar einbeiting. Ég veit að það virkilega erfitt að vera þjálfari Manchester United og segja svona hluti á blaðamannafundi,“ sagði Amorim. „Við viljum vinna alla leiki, sama hvað, við munum reyna að vinna en við vitum að við erum á allt öðrum stað ef þú berð okkur saman við Arsenal,“ sagði Amorim. 🎥 Ruben Amorim on the expectations if #MUFC beat Arsenal 🗣️ “The storm will come… I know that because knowing my players & I know football…” pic.twitter.com/zSJa8RyYRj— United & Everything Football (@UEF_Podcast) December 4, 2024
Enski boltinn Mest lesið Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti „Þurfum að taka Dani til fyrirmyndar“ Handbolti „Þetta var allsherjar klúður þarna“ Handbolti Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Enski boltinn Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Enski boltinn Aron skráður inn á HM og löglegur á morgun Handbolti Yfir hundrað gallaðir verðlaunapeningar frá ÓL í París Sport Lofar því að fá sér kengúru húðflúr Sport Dagur og Alfreð unnu báðir á HM í kvöld en mjög ólíka sigra Handbolti Gapandi hissa á „katastrófu“ í leik Íslands: „Hvaða grín er þetta?“ Handbolti Fleiri fréttir Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Denis Law látinn Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford Foden: Við erum ekki heimskir, titillinn er farinn Arsenal kom til baka og vann slaginn um Norður-London Isak áfram í stuði og Moyes tapaði fyrsta leik Amorim: Southampton mun kenna mér meira en Liverpool og Arsenal Klopp: Ég held partý ef Man City missir titlana Slot segir að Forest sé í titilbaráttu Glazer-systkinin dvöldu á Vopnafirði í sumar Arftakar Linekers í Match of the Day kynntir Fenginn aftur til Chelsea og spilar ekki í kvöld Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Malen mættur til Villa Jafnt í toppslagnum í Skírisskógi Ótrúleg endurkoma heimamanna James bjargaði heimaliðinu Fyrrum fyrirliði og þjálfari Man City látinn Segja að Zubimendi fari til Arsenal í sumar Arteta um ógeðslegu skilaboðin: „Verður að draga línu í sandinn“ Engin stig tekin af ensku liðunum Tímabilinu líklega lokið hjá Jesus Guardiola skilinn eftir þrjátíu ára samband Fyrirliði Man United sendi Jóa Berg og fjölskyldu fallega gjöf Á morgun opinberar enska úrvalsdeildin hvaða liðum verður refsað Sjá meira