Rautt fyrir hártog og sami maður með tvö sjálfsmörk

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Jack Stephens fékk rautt spjald fyrir að toga í hárið á Marc Cucurella.
Jack Stephens fékk rautt spjald fyrir að toga í hárið á Marc Cucurella. getty/Michael Steele

Chelsea rúllaði yfir Southampton, 1-5, í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Bláliðar hafa unnið þrjá leiki í röð og er í 2. sæti deildarinnar, sjö stigum á eftir toppliði Liverpool.

Leikurinn St. Mary's leikvanginum byrjaði mjög fjörlega. Axel Disasi kom Chelsea yfir með skalla eftir hornspyrnu Enzos Fernández á 7. mínútu. Fjórum mínútum síðar jafnaði Joe Aribo eftir frábæran undirbúning Kyle Walker-Peters.

Á 17. mínútu kom Christopher Nkunku Chelsea aftur yfir eftir slæm mistök í vörn Southampton. Á 34. mínútum jók Noni Madueke svo muninn í 1-3 með góðu skoti.

Staða Southampton versnaði enn frekar skömmu fyrir hálfleik þegar fyrirliðinn Jack Stephens togaði í hárið á Marc Cucurella. Þetta var annað rauða spjald Stephens á tímabilinu.

Chelsea bætti tveimur mörkum við í seinni hálfleik. Cole Palmer og Jadon Sancho skoruðu þau.

Þetta var ellefta tap Southampton í fjórtán deildarleikjum á tímabilinu. Liðið er einungis með fimm stig á botninum, sjö stigum frá öruggu sæti.

Dawson seinheppinn

Eftir fimm leiki í röð án sigurs vann Everton Wolves örugglega, 4-0. Craig Dawson skoraði tvö sjálfsmörk fyrir Úlfana.

Hinn 39 ára Ashley Young kom Everton á bragðið með marki beint úr aukaspyrnu og síðan bættu Orel Mangala öðru marki við. Dawson skoraði svo tvisvar sinnum í rangt mark í seinni hálfleik.

Everton er í 15. sæti deildarinnar með fjórtán stig en Wolves í því nítjánda og næstneðsta með níu stig.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira