„Aldrei verið nein vandamál hjá okkur Pep“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 5. desember 2024 07:02 Kevin De Bruyne og Pep Guardiola þvertaka fyrir að brestir séu komnir í samstarf þeirra. getty/Michael Regan Kevin De Bruyne gaf lítið fyrir umræðuna um meint ósætti þeirra Peps Guardiola, knattspyrnustjóra Manchester City, eftir sigurinn á Nottingham Forest Eftir að hafa leikið sjö leiki í röð án þess að vinna sigraði City Forest í ensku úrvalsdeildinni í gær, 3-0. De Bruyne lagði fyrsta mark City upp og skoraði annað markið sjálfur. Talsvert hefur verið rætt og ritað um meint ósætti De Bruynes og Guardiolas en þeir Gary Neville og Jamie Carragher telja að eitthvað hafi komið upp á í sambandi City-mannanna og vísuðu til þess hversu lítið Belginn spilaði í tapinu fyrir Liverpool, 2-0. Guardiola blés á allar slíkar vangaveltur á blaðamannafundi fyrir leikinn gegn Forest. „Fólk segir að það sé eitthvað vandamál á milli mín og Kevin. Haldið þið að mér finnist gaman að spila án Kevins? Að ég vilji ekki nota Kevin? Manninn sem hefur mesta hæfileika allra á fremsta þriðjungnum. Að ég vilji það ekki? Að ég eigi í persónulegu vandamáli gagnvart honum eftir níu ár saman?“ spurði Guardiola. „Hann hefur fært mér mesta árangur í sögu þessa félags. Ég vil ólmur fá hann aftur upp á sitt besta. En hann var frá keppni vegna meiðsla í fimm mánuði og svo í tvo mánuði. Hann er 33 ára gamall. Hann þarf tíma til að ná fram sínu besta.“ De Bruyne segir af og frá að þeir Guardiola séu ósáttir við hvorn annan. „Ég veit að margt hefur verið sagt. Það hafa aldrei verið nein vandamál hjá okkur Pep. Hann veit að ég hef átt í vandræðum,“ sagði De Bruyne sem var í byrjunarliði City í gær, í fyrsta sinn síðan 18. september, en hann hefur verið mikið frá vegna meiðsla. „Þetta er sársaukafullt og óþægilegt. Ég vil komast aftur á völlinn. Mér leið vel í byrjun tímabilsins og legg hart að mér að koma aftur. Kannski verður þetta upp og niður úr þessu en vonandi get ég komið aftur án mikils sársauka og þá verður þetta í lagi.“ City er í 4. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 26 stig. Næsti leikur liðsins er gegn Crystal Palace á laugardaginn. Enski boltinn Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Fótbolti Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Sport Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn Fleiri fréttir Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Sjá meira
Eftir að hafa leikið sjö leiki í röð án þess að vinna sigraði City Forest í ensku úrvalsdeildinni í gær, 3-0. De Bruyne lagði fyrsta mark City upp og skoraði annað markið sjálfur. Talsvert hefur verið rætt og ritað um meint ósætti De Bruynes og Guardiolas en þeir Gary Neville og Jamie Carragher telja að eitthvað hafi komið upp á í sambandi City-mannanna og vísuðu til þess hversu lítið Belginn spilaði í tapinu fyrir Liverpool, 2-0. Guardiola blés á allar slíkar vangaveltur á blaðamannafundi fyrir leikinn gegn Forest. „Fólk segir að það sé eitthvað vandamál á milli mín og Kevin. Haldið þið að mér finnist gaman að spila án Kevins? Að ég vilji ekki nota Kevin? Manninn sem hefur mesta hæfileika allra á fremsta þriðjungnum. Að ég vilji það ekki? Að ég eigi í persónulegu vandamáli gagnvart honum eftir níu ár saman?“ spurði Guardiola. „Hann hefur fært mér mesta árangur í sögu þessa félags. Ég vil ólmur fá hann aftur upp á sitt besta. En hann var frá keppni vegna meiðsla í fimm mánuði og svo í tvo mánuði. Hann er 33 ára gamall. Hann þarf tíma til að ná fram sínu besta.“ De Bruyne segir af og frá að þeir Guardiola séu ósáttir við hvorn annan. „Ég veit að margt hefur verið sagt. Það hafa aldrei verið nein vandamál hjá okkur Pep. Hann veit að ég hef átt í vandræðum,“ sagði De Bruyne sem var í byrjunarliði City í gær, í fyrsta sinn síðan 18. september, en hann hefur verið mikið frá vegna meiðsla. „Þetta er sársaukafullt og óþægilegt. Ég vil komast aftur á völlinn. Mér leið vel í byrjun tímabilsins og legg hart að mér að koma aftur. Kannski verður þetta upp og niður úr þessu en vonandi get ég komið aftur án mikils sársauka og þá verður þetta í lagi.“ City er í 4. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 26 stig. Næsti leikur liðsins er gegn Crystal Palace á laugardaginn.
Enski boltinn Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Fótbolti Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Sport Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn Fleiri fréttir Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Sjá meira