United fjölskyldan syrgir Kath Phipps en hún þjónaði félaginu í 55 ár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. desember 2024 08:31 Kath Phipps býður hér Sir Jim Ratcliffe velkominn til félagsins eftir að hann varð hlutaeignandi í félaginu. Getty/Manchester United Manchester United greindi frá fráfalli Kath Phipps á miðlum sínum í gær en hennar verður sárt saknað hjá þeim sem þekktu hana sem voru flestir sem hafa komið við sögu hjá félaginu undanfarna fimm áratugi. Margir fyrrum leikmenn félagsins hafa minnst Kath með miklum hlýleika og meðal þeirra er David Beckham. „Old Trafford verður aldrei aftur eins án bros þíns sem mætti okkur alltaf þegar við komum inn um dyrnar,“ skrifaði Beckham meðal annars á samfélagsmiðla sína. View this post on Instagram A post shared by CBS Sports Golazo (@cbssportsgolazo) Phipps var 85 ára gömul þegar hún lést en hún vann hjá félaginu í yfir 55 ár og var í alls konar störfum hjá United. Mikill vinur Sir Matt Busby Hún var mikill stuðningsmaður félagsins frá barnæsku en tók við sem starfsmaður á skiptiborðinu árið 1968, stuttu eftir að félagið vann Evrópukeppni meistaraliða í fyrsta sinn. Hún varð strax mikill og góður vinur knattspyrnustjórans Sir Matt Busby sem og stjörnuleikmanna eins og George Best, Bobby Charlton og Denis Law. Phipps sá meðal annars um að fá frá þeim eiginhandaráritanir og koma þeim til áhugasamra stuðningsmanna. Þau eyddu því oft miklum tíma saman enda vildu margir áritanir. View this post on Instagram A post shared by SPORTbible (@sportbible) Hún er frægust fyrir starf sitt í móttöku félagsins þar sem hún tók fagnandi á móti öllum sem þangað komu. Skipti ekki máli hver það var „Ef Kath átti einhvern tíman slæman dag þá sýndi hún það aldrei í vinnunni. Jákvæðni hennar gaf tóninn fyrir allt og alla á æfingasvæðinu og hún var alltaf tilbúin að hlusta á og hughreysta þá sem þurftu á því að halda. Þá skipti ekki máli hvort þeir voru stórstjörnur, venjulegir starfsmenn eða fólk í heimsókn,“ segir í minningarorðum á síðu Manchester United. Árið 2023 kláraði hún sitt 55 ár hjá félaginu. Þegar hún missti eiginmann sinn þá mætti Sir Alex Ferguson með alla leikmenn sína í jarðarförina. Þeir stóðu allir við hlið hennar og studdu við hana á þessum erfiða degi. Það segir mikið um hversu mikils hún var metin hjá knattspyrnustjóranum og leikmönnum félagsins. View this post on Instagram A post shared by David Beckham (@davidbeckham) Enski boltinn Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Handbolti Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Sport Fleiri fréttir „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Casemiro fer ekki fet Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Antony með fleiri mörk í febrúar en allt Man. United liðið Segir að Amorim þurfi 2-3 félagaskiptaglugga til að laga hópinn Sektaðir fyrir að öskra á Michael Oliver Arnór laus úr prísund Blackburn Biður til Guðs að Arsenal taki titilinn Pep varð fyrst hræddur um Haaland en er nú vongóður Gleymdi að gefa konunni gjöf á Valentínusardaginn Guðlaugur um Rooney: „Hann missti traustið gagnvart mér“ Maddison var að sussa á Roy Keane Ekki unnið heimaleik í 105 daga þangað til Man United kom í heimsókn Enginn lagt upp fleiri mörk en Ederson Hetjan Maddison: Er hérna til að skapa færi og skora mörk Sjá meira
Margir fyrrum leikmenn félagsins hafa minnst Kath með miklum hlýleika og meðal þeirra er David Beckham. „Old Trafford verður aldrei aftur eins án bros þíns sem mætti okkur alltaf þegar við komum inn um dyrnar,“ skrifaði Beckham meðal annars á samfélagsmiðla sína. View this post on Instagram A post shared by CBS Sports Golazo (@cbssportsgolazo) Phipps var 85 ára gömul þegar hún lést en hún vann hjá félaginu í yfir 55 ár og var í alls konar störfum hjá United. Mikill vinur Sir Matt Busby Hún var mikill stuðningsmaður félagsins frá barnæsku en tók við sem starfsmaður á skiptiborðinu árið 1968, stuttu eftir að félagið vann Evrópukeppni meistaraliða í fyrsta sinn. Hún varð strax mikill og góður vinur knattspyrnustjórans Sir Matt Busby sem og stjörnuleikmanna eins og George Best, Bobby Charlton og Denis Law. Phipps sá meðal annars um að fá frá þeim eiginhandaráritanir og koma þeim til áhugasamra stuðningsmanna. Þau eyddu því oft miklum tíma saman enda vildu margir áritanir. View this post on Instagram A post shared by SPORTbible (@sportbible) Hún er frægust fyrir starf sitt í móttöku félagsins þar sem hún tók fagnandi á móti öllum sem þangað komu. Skipti ekki máli hver það var „Ef Kath átti einhvern tíman slæman dag þá sýndi hún það aldrei í vinnunni. Jákvæðni hennar gaf tóninn fyrir allt og alla á æfingasvæðinu og hún var alltaf tilbúin að hlusta á og hughreysta þá sem þurftu á því að halda. Þá skipti ekki máli hvort þeir voru stórstjörnur, venjulegir starfsmenn eða fólk í heimsókn,“ segir í minningarorðum á síðu Manchester United. Árið 2023 kláraði hún sitt 55 ár hjá félaginu. Þegar hún missti eiginmann sinn þá mætti Sir Alex Ferguson með alla leikmenn sína í jarðarförina. Þeir stóðu allir við hlið hennar og studdu við hana á þessum erfiða degi. Það segir mikið um hversu mikils hún var metin hjá knattspyrnustjóranum og leikmönnum félagsins. View this post on Instagram A post shared by David Beckham (@davidbeckham)
Enski boltinn Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Handbolti Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Sport Fleiri fréttir „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Casemiro fer ekki fet Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Antony með fleiri mörk í febrúar en allt Man. United liðið Segir að Amorim þurfi 2-3 félagaskiptaglugga til að laga hópinn Sektaðir fyrir að öskra á Michael Oliver Arnór laus úr prísund Blackburn Biður til Guðs að Arsenal taki titilinn Pep varð fyrst hræddur um Haaland en er nú vongóður Gleymdi að gefa konunni gjöf á Valentínusardaginn Guðlaugur um Rooney: „Hann missti traustið gagnvart mér“ Maddison var að sussa á Roy Keane Ekki unnið heimaleik í 105 daga þangað til Man United kom í heimsókn Enginn lagt upp fleiri mörk en Ederson Hetjan Maddison: Er hérna til að skapa færi og skora mörk Sjá meira