Jól

Að­ventan með Lindu Ben: Jóla­tré úr marengs

Aníta Guðlaug Axelsdóttir skrifar
Linda Ben.
Linda Ben.

Matreiðsluþættirnir Aðventan með Lindu Ben verða á dagskrá í nóvember og desember á Vísi og Stöð 2 en í þeim býður hún áhorfendum heim og gefur góðar hugmyndir og ráð fyrir aðventuna.

Í þessum þætti bakar Linda marengsjólatré, fyllir húsið af dásamlegum jólailmi og fer yfir góð ráð varðandi hvernig er hægt að taka betri myndir við jólatréð. 

Klippa: Aðventan með Lindu Ben: Jólaeftirréttur og jólatréð

Marengsjólatré

  • Botnar
  • 6 eggjahvítur
  • ¼ tsk cream of tartar
  • ¼ tsk salt
  • 200 g púðursykur
  • 200 g sykur

Setjið marengs í sprautupoka og sprautið sex misstóra hringi á bökunarpappír

Bakið marengsinn í 50 mínútur við 140°C á blæstri

Girnilegt!

Nóa karamellupralínsósa

  • 1 dl rjómi frá Örnu mjólkurvörum
  • 150 gr Nóa karamellupralín súkkulaði
  • Bræðið saman rjómann og súkkulaðið í potti á vægum hita

Raðið botnunum á kökudisk og setjið þeyttan rjóma, hindber og karamellusósuna á milli allra botnanna.

Jólailmur

  • Vatn
  • Appelsínusneiðar
  • Eplasneiðar
  • Kanilstangir
  • Stjörnuanís
  • Negulnaglar

Sjóðið saman við vægan hita og njótið þess að fá jólailminn um húsið.

Þetta er líka tilvalið til að losna við lamba- eða hangikjöts lyktina á heimilinu.

Tengdar fréttir

Aðventan með Lindu Ben: Sörur og gjafaöskjur

Matreiðsluþættirnir Aðventan með Lindu Ben verða á dagskrá í nóvember og desember á Vísi og Stöð 2 en í þeim býður hún áhorfendum heim og gefur góðar hugmyndir og ráð fyrir aðventuna.

Aðventan með Lindu Ben: Pakka­skraut sem þú borðar

Matreiðsluþættirnir Aðventan með Lindu Ben verða á dagskrá í nóvember og desember á Stöð 2 og Vísi en í þeim býður hún áhorfendum heim og gefur góðar hugmyndir og ráð fyrir aðventuna.

Framandi en fljótlegir smáréttir um jólin

Matreiðsluþættirnir Aðventan með Lindu Ben verða á dagskrá í nóvember og desember á Vísi og Stöð 2 en í þeim býður hún áhorfendum heim og gefur góðar hugmyndir og ráð fyrir aðventuna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×