Spá óbreyttri verðbólgu næstu tvo mánuði Árni Sæberg skrifar 9. desember 2024 14:35 Jón Bjarki Bentsson er aðalhagfræðingur Íslandsbanka. Vísir/Egill Greingardeild Íslandsbanka spáir því að verðbólga haldist í 4,8 prósentum næstu tvo mánuði. Hún muni þó hjaðna nokkuð hratt eftir það og ná efri mörkum verðbólgumarkmiðs í mars. Í pistli á vef Íslandsbanka segir að greiningardeildin spái því að vísitala neysluverðs, VNV, hækki um 0,4 prósent í desember. Gangi spáin eftir muni tólf mánaða verðbólga standa óbreytt og mælast 4,8 prósentum í mánuðinum. Árviss hækkun flugfargjalda vegi þyngst til hækkunar en áhrif verðhækkana matar- og drykkjarvöru ásamt reiknaðri húsaleigu séu þar skammt undan. Árviss hækkun flugfargjalda Það sem vegur alla jafna þyngst til hækkunar VNV í desember sé árviss hækkun flugfargjalda. Það skýrist af aukinni eftirspurn í kringum jólin þegar margir eru á faraldsfæti. Samkvæmt spánni muni lítil breyting verða þar á þetta árið og flugfargjöld til útlanda því hækka um 9 prósent og hafa 0,16 prósent áhrif á VNV í desember og vega þyngst til hækkunar VNV í mánuðinum. Lyf lækki í verði um 2,54 prósent í mánuðinum en hafi lítið vægi í VNV og áhrifin á verðbólgu því lítil. Minni sveiflur eftir að nýja aðferðin var tekin upp Samkvæmt spánni muni halda áfram að draga úr framlagi húsnæðisliðar til verðbólgu. Deildin spái 0,3 prósent hækkun reiknaðrar húsaleigu, 0,05 prósent áhrif á VNV, í desember. Í nóvember hafi 0,9 prósent hækkun mælst í liðnum á meðan spá hafi hljóðað upp á 0,2 prósent lækkun. Hækkunin í nóvember hafi verið á pari við mestu hækkun reiknaðrar húsaleiga eftir að ný matsaðferð var tekin í gagnið en hækkunin hafi einnig numið 0,9 prósent í ágúst. Enn sem komið er hafi mælingar með nýju aðferðinni ekki rofið 1 prósent múrinn og á heildina litið dregið úr sveiflum í þessum lið milli mánaða. Verðbólgan gangi hægt niður Greiningardeildin telji tólf mánaða takt verðbólgu eiga eftir að ganga hratt niður frá og með febrúar á næsta ári þegar stórir hækkunarmánuðir detta út úr mælingunni. Þegar lengra líður á árið spái deildin því að ársverðbólga verði komin vel inn fyrir efri vikmörk verðbólgumarkmiðs Seðlabankans og að hún verði komin nokkuð nálægt 2,5 prósenta markmiðinu um mitt næsta ár. Ýmsar hagstærðir hafi þróast með hagfelldum hætti síðastliðna mánuði en þar megi einna helst nefna styrkingu krónu ásamt hægari haustmánuðum á leigu- og íbúðamarkaði sem vonandi skili sér í verðbólgumælingu desembermánaðar gangi spáin eftir. Þó sýni mikið frávik reiknaðrar húsaleigu frá spám í nóvember að erfitt getur verið að ná utan um breytingar í liðnum þar til meiri reynsla kemst á notkun nýrrar matsaðferðar og óvissan næstu mánuði hafi því aukist. Íslandsbanki Verðlag Fjármálafyrirtæki Mest lesið Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira
Í pistli á vef Íslandsbanka segir að greiningardeildin spái því að vísitala neysluverðs, VNV, hækki um 0,4 prósent í desember. Gangi spáin eftir muni tólf mánaða verðbólga standa óbreytt og mælast 4,8 prósentum í mánuðinum. Árviss hækkun flugfargjalda vegi þyngst til hækkunar en áhrif verðhækkana matar- og drykkjarvöru ásamt reiknaðri húsaleigu séu þar skammt undan. Árviss hækkun flugfargjalda Það sem vegur alla jafna þyngst til hækkunar VNV í desember sé árviss hækkun flugfargjalda. Það skýrist af aukinni eftirspurn í kringum jólin þegar margir eru á faraldsfæti. Samkvæmt spánni muni lítil breyting verða þar á þetta árið og flugfargjöld til útlanda því hækka um 9 prósent og hafa 0,16 prósent áhrif á VNV í desember og vega þyngst til hækkunar VNV í mánuðinum. Lyf lækki í verði um 2,54 prósent í mánuðinum en hafi lítið vægi í VNV og áhrifin á verðbólgu því lítil. Minni sveiflur eftir að nýja aðferðin var tekin upp Samkvæmt spánni muni halda áfram að draga úr framlagi húsnæðisliðar til verðbólgu. Deildin spái 0,3 prósent hækkun reiknaðrar húsaleigu, 0,05 prósent áhrif á VNV, í desember. Í nóvember hafi 0,9 prósent hækkun mælst í liðnum á meðan spá hafi hljóðað upp á 0,2 prósent lækkun. Hækkunin í nóvember hafi verið á pari við mestu hækkun reiknaðrar húsaleiga eftir að ný matsaðferð var tekin í gagnið en hækkunin hafi einnig numið 0,9 prósent í ágúst. Enn sem komið er hafi mælingar með nýju aðferðinni ekki rofið 1 prósent múrinn og á heildina litið dregið úr sveiflum í þessum lið milli mánaða. Verðbólgan gangi hægt niður Greiningardeildin telji tólf mánaða takt verðbólgu eiga eftir að ganga hratt niður frá og með febrúar á næsta ári þegar stórir hækkunarmánuðir detta út úr mælingunni. Þegar lengra líður á árið spái deildin því að ársverðbólga verði komin vel inn fyrir efri vikmörk verðbólgumarkmiðs Seðlabankans og að hún verði komin nokkuð nálægt 2,5 prósenta markmiðinu um mitt næsta ár. Ýmsar hagstærðir hafi þróast með hagfelldum hætti síðastliðna mánuði en þar megi einna helst nefna styrkingu krónu ásamt hægari haustmánuðum á leigu- og íbúðamarkaði sem vonandi skili sér í verðbólgumælingu desembermánaðar gangi spáin eftir. Þó sýni mikið frávik reiknaðrar húsaleigu frá spám í nóvember að erfitt getur verið að ná utan um breytingar í liðnum þar til meiri reynsla kemst á notkun nýrrar matsaðferðar og óvissan næstu mánuði hafi því aukist.
Íslandsbanki Verðlag Fjármálafyrirtæki Mest lesið Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira