Erlend ríki keppast við að tryggja hagsmuni sína í Sýrlandi Hólmfríður Gísladóttir skrifar 10. desember 2024 07:05 Maður heldur á tveimur blóðugum snörum sem fundust í Saydnaya-herfangelsinu. Fangelsið hefur verið kallað „sláturhúsið“. AP/Hussein Malla Atburðarásin í Sýrlandi hefur verið hröð eftir að uppreisnarmenn létu til skarar skríða gegn stjórn Bashar al-Assad á dögunum, sem nú er flúinn til Rússlands. Enn ríkir algjör óvissa um framhaldið en erlend ríki keppast að því að tryggja hagsmuni sína. Guardian hefur eftir Syrian Observatory for Human Rights, sem starfar frá Bretlandi, að Ísraelar hafi gert um það bil 250 loftárásir á skotmörk í Sýrlandi frá því að forsetinn flúði land, þar á meðal flugvelli, birgðarstöðvar, radarstöðvar, vopnageymslur og aðra hernaðarinnviði. Þá hafa Ísraelsmenn greint frá því að þeir hafi tekið yfir hlutlaust svæði á Hermon-fjalli, sem hefur verið undir eftirliti Sameinuðu þjóðanna. Hafa þeir verið sakaðir um að brjóta gegn friðarsáttmála Ísrael og Sýrlands frá 1974 en þeir segja ráðstöfunina tímabundna. Mynd af Hafez Assad, fyrrverandi forseta og föður Bashar al-Assad, liggur rifin á gólfinu á heimili sonarins í Damaskus eftir að menn fóru ránshendi um húsið.AP/Hussein Malla Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, sagði hins vegar í gær að Golan-hæðir, sem Ísraelar hernámu fyrir nærri 60 árum, yrðu undir þeirra stjórn um ókomna tíð til að tryggja öryggi og sjálfstæði landsins. Bandaríkin og Tyrkland hafa einnig gert árásir á skotmörk í Sýrlandi frá því að stjórnin féll. Árásir Bandaríkjamanna hafa beinst gegn innviðum Ríkis íslam en Tyrkja gegn sveitum Kúrda. Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði í gær að liðsmenn Ríkis íslam myndu nota þessa óvíssutíma til að ná aftur vopnum sínum í Sýrlandi. Hann fagnaði yfirlýsingum leiðtoga uppreisnarmanna um nýja stjórn allra hlutaðeigandi en sagði framkvæmdina skipta öllu. Assad er flúinn í fang Vladimir Pútín Rússlandsforseta en meðfylgjandi mynd er frá 2017.AP/Mikhail Klimentyev Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, segir Tyrki ekki ásælast landsvæði innan Sýrlands en að Tyrkir muni á sama tíma ekki sætta sig við að Ríki íslam eða Verkamannaflokkur Kúrda (PKK) njóti ávinnings af stöðunni í Sýrlandi. Rússar og Íranir eru einnig sagðir hafa brugðist fljótt við til að tryggja hagsmuni sína í Sýrlandi en bæði ríkin hafa notað Sýrland sem nokkurs konar miðstöð fyrir áhrif sín og umsvif á svæðinu. Leiðtogar beggja ríkja eru sagðir hafa sett sig í samband við uppreisnarmenn til að viðhalda samstarfinu. Sérfræðingar eru ekki á einu máli um það hvort Rússar fá að halda mikilvægum hernaðarinnviðum sínum, þar á meðal herstöðvum í landinu, en þeir virðast njóta friðhelgi eins og sakir standa, jafnvel þótt Assad hafi verið veitt hæli í Rússlandi. Sýrland Rússland Bandaríkin Tyrkland Hernaður Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Fleiri fréttir Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Nítján ára ferðamaður fannst látinn Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Sjá meira
Guardian hefur eftir Syrian Observatory for Human Rights, sem starfar frá Bretlandi, að Ísraelar hafi gert um það bil 250 loftárásir á skotmörk í Sýrlandi frá því að forsetinn flúði land, þar á meðal flugvelli, birgðarstöðvar, radarstöðvar, vopnageymslur og aðra hernaðarinnviði. Þá hafa Ísraelsmenn greint frá því að þeir hafi tekið yfir hlutlaust svæði á Hermon-fjalli, sem hefur verið undir eftirliti Sameinuðu þjóðanna. Hafa þeir verið sakaðir um að brjóta gegn friðarsáttmála Ísrael og Sýrlands frá 1974 en þeir segja ráðstöfunina tímabundna. Mynd af Hafez Assad, fyrrverandi forseta og föður Bashar al-Assad, liggur rifin á gólfinu á heimili sonarins í Damaskus eftir að menn fóru ránshendi um húsið.AP/Hussein Malla Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, sagði hins vegar í gær að Golan-hæðir, sem Ísraelar hernámu fyrir nærri 60 árum, yrðu undir þeirra stjórn um ókomna tíð til að tryggja öryggi og sjálfstæði landsins. Bandaríkin og Tyrkland hafa einnig gert árásir á skotmörk í Sýrlandi frá því að stjórnin féll. Árásir Bandaríkjamanna hafa beinst gegn innviðum Ríkis íslam en Tyrkja gegn sveitum Kúrda. Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði í gær að liðsmenn Ríkis íslam myndu nota þessa óvíssutíma til að ná aftur vopnum sínum í Sýrlandi. Hann fagnaði yfirlýsingum leiðtoga uppreisnarmanna um nýja stjórn allra hlutaðeigandi en sagði framkvæmdina skipta öllu. Assad er flúinn í fang Vladimir Pútín Rússlandsforseta en meðfylgjandi mynd er frá 2017.AP/Mikhail Klimentyev Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, segir Tyrki ekki ásælast landsvæði innan Sýrlands en að Tyrkir muni á sama tíma ekki sætta sig við að Ríki íslam eða Verkamannaflokkur Kúrda (PKK) njóti ávinnings af stöðunni í Sýrlandi. Rússar og Íranir eru einnig sagðir hafa brugðist fljótt við til að tryggja hagsmuni sína í Sýrlandi en bæði ríkin hafa notað Sýrland sem nokkurs konar miðstöð fyrir áhrif sín og umsvif á svæðinu. Leiðtogar beggja ríkja eru sagðir hafa sett sig í samband við uppreisnarmenn til að viðhalda samstarfinu. Sérfræðingar eru ekki á einu máli um það hvort Rússar fá að halda mikilvægum hernaðarinnviðum sínum, þar á meðal herstöðvum í landinu, en þeir virðast njóta friðhelgi eins og sakir standa, jafnvel þótt Assad hafi verið veitt hæli í Rússlandi.
Sýrland Rússland Bandaríkin Tyrkland Hernaður Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Fleiri fréttir Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Nítján ára ferðamaður fannst látinn Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Sjá meira