Spá veikri og skammlífri „stelpu“ í Kyrrahafi Kjartan Kjartansson skrifar 11. desember 2024 11:50 La niña-veðurfyrirbrigðinu fylgir oft aukin úrkoma í norðan- og austanverðri Ástralíu. Sterk la niña olli miklum flóðum þar síðla árs 2010 og snemma árs 2011. Vísir/Getty Langtímaspár benda til þess að veðurfyrirbrigðið La niña gæti myndast í Kyrrahafi á næstu þremur mánuðum. Fyrirbrigðið er tengt kólnun en talið er að það verði veikt og skammlíft að þessu sinni. La niña, sem þýðir lítil stelpa á spænsku, er andhverfa El niño sem er tengt við tímabundna hlýnun yfirborðssjávar í Kyrrahafi og hærri meðalhita jarðar. Fyrirbrigðið hefur einnig áhrif á úrkomumynstur og er tengt við aukna þurrkatíð á sumum stöðum en aukna úrkomu annars staðar. Eftir að sterkum El niño-atburði sem hófst í fyrra slotaði í ár hafa aðstæður í Kyrrahafi verið taldar í hlutlausum fasa. Nú segir Alþjóðaveðurfræðistofnunin (WMO) að 55 prósent líkur séu á að La niña-aðstæður myndist einhvern tímann frá þessum mánuði fram í febrúar. Svipaðar líkur eru á að La niña gangi niður á milli febrúars og apríls. Celeste Saulo, framkvæmdastjóri WMO, segir að jafnvel þótt La niña myndist og hafi tímabundin kólnunaráhrif á heimsvísu dugi að ekki til þess að vega upp á þeirri hlýnun sem á sér stað vegna losunar manna á gróðurhúsalofttegundum. Útlit sé fyrir að árið sem er að líða verði það hlýjasta frá upphafi mælinga. „Jafnvel án áhrifa El niño eða La niña aðstæðna frá því í maí höfum við orðið vitni að ótrúlegri röð öfgakenndra veðurviðburða, þar á meðal metrigningar og flóða sem hafa því miður orðið nýja viðmiðið í loftslagi okkar sem tekur breytingum,“ segir Saulo. Spá WMO gerir ráð fyrir að yfirborðshiti sjávar verði yfir meðaltali á öllum djúphafsflæmum jarðar fyrir utan þann hluta Kyrrahafsins sem La niña tengist. Því megi búast við hita yfir meðaltali yfir landi á flestum stöðum. Veður Loftslagsmál Vísindi Mest lesið Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti Innlent Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Erlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent „Það er ekkert drama í þessu – ég rýk ekkert á dyr“ Innlent Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Erlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Þau vilja taka við af Helga Grímssyni Innlent Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Erlent Vonbetri eftir daginn í dag Innlent Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Erlent Fleiri fréttir Forstjóri FBI hyggst stíga til hliðar Sífellt fleiri hoppa fyrir bíla í Afríku Uppreisnarleiðtogar funduðu í fyrsta sinn Skrifaði um að drepa „baunateljara“ Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Eldsprengjur GRU hefðu getað grandað flugvélum DHL Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Áratugi í fangelsi fyrir að ráðast á dómara Spá veikri og skammlífri „stelpu“ í Kyrrahafi Þingmaður myrtur í Mexíkó Reyndi að svipta sig lífi í varðhaldi Dómari stöðvar sölu Infowars til The Onion Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Boða tíma „stöðugleika og friðar“ Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Féll í gólfið í hádegispásu í þinghúsinu „Síðasta manneskjan sem mann myndi nokkurn tímann gruna“ Fórnarlömb „TikTok-mannsins“ skáluðu í kampavíni Varar Repúblikana við að standa í vegi hans og Trumps Draga tennurnar úr næstu ríkisstjórn Sýrlands Öngþveiti við „sláturhús“ Assads Forseti Brasilíu á gjörgæslu eftir heilaaðgerð Ákærður fyrir morð í New York Netanjahú ber vitni í spillingarmáli sínu Nóbelsverðlaunahafar mótmæla útnefningu Kennedy Fær ekki að breyta skilmálum fjölskyldusjóðsins Erlend ríki keppast við að tryggja hagsmuni sína í Sýrlandi Þetta er maðurinn sem er grunaður um launmorðið Í skýrslutöku í tengslum við morðið í New York Norski hryðjuverkamaðurinn telur brotið á sér í fangelsi Sjá meira
La niña, sem þýðir lítil stelpa á spænsku, er andhverfa El niño sem er tengt við tímabundna hlýnun yfirborðssjávar í Kyrrahafi og hærri meðalhita jarðar. Fyrirbrigðið hefur einnig áhrif á úrkomumynstur og er tengt við aukna þurrkatíð á sumum stöðum en aukna úrkomu annars staðar. Eftir að sterkum El niño-atburði sem hófst í fyrra slotaði í ár hafa aðstæður í Kyrrahafi verið taldar í hlutlausum fasa. Nú segir Alþjóðaveðurfræðistofnunin (WMO) að 55 prósent líkur séu á að La niña-aðstæður myndist einhvern tímann frá þessum mánuði fram í febrúar. Svipaðar líkur eru á að La niña gangi niður á milli febrúars og apríls. Celeste Saulo, framkvæmdastjóri WMO, segir að jafnvel þótt La niña myndist og hafi tímabundin kólnunaráhrif á heimsvísu dugi að ekki til þess að vega upp á þeirri hlýnun sem á sér stað vegna losunar manna á gróðurhúsalofttegundum. Útlit sé fyrir að árið sem er að líða verði það hlýjasta frá upphafi mælinga. „Jafnvel án áhrifa El niño eða La niña aðstæðna frá því í maí höfum við orðið vitni að ótrúlegri röð öfgakenndra veðurviðburða, þar á meðal metrigningar og flóða sem hafa því miður orðið nýja viðmiðið í loftslagi okkar sem tekur breytingum,“ segir Saulo. Spá WMO gerir ráð fyrir að yfirborðshiti sjávar verði yfir meðaltali á öllum djúphafsflæmum jarðar fyrir utan þann hluta Kyrrahafsins sem La niña tengist. Því megi búast við hita yfir meðaltali yfir landi á flestum stöðum.
Veður Loftslagsmál Vísindi Mest lesið Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti Innlent Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Erlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent „Það er ekkert drama í þessu – ég rýk ekkert á dyr“ Innlent Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Erlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Þau vilja taka við af Helga Grímssyni Innlent Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Erlent Vonbetri eftir daginn í dag Innlent Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Erlent Fleiri fréttir Forstjóri FBI hyggst stíga til hliðar Sífellt fleiri hoppa fyrir bíla í Afríku Uppreisnarleiðtogar funduðu í fyrsta sinn Skrifaði um að drepa „baunateljara“ Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Eldsprengjur GRU hefðu getað grandað flugvélum DHL Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Áratugi í fangelsi fyrir að ráðast á dómara Spá veikri og skammlífri „stelpu“ í Kyrrahafi Þingmaður myrtur í Mexíkó Reyndi að svipta sig lífi í varðhaldi Dómari stöðvar sölu Infowars til The Onion Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Boða tíma „stöðugleika og friðar“ Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Féll í gólfið í hádegispásu í þinghúsinu „Síðasta manneskjan sem mann myndi nokkurn tímann gruna“ Fórnarlömb „TikTok-mannsins“ skáluðu í kampavíni Varar Repúblikana við að standa í vegi hans og Trumps Draga tennurnar úr næstu ríkisstjórn Sýrlands Öngþveiti við „sláturhús“ Assads Forseti Brasilíu á gjörgæslu eftir heilaaðgerð Ákærður fyrir morð í New York Netanjahú ber vitni í spillingarmáli sínu Nóbelsverðlaunahafar mótmæla útnefningu Kennedy Fær ekki að breyta skilmálum fjölskyldusjóðsins Erlend ríki keppast við að tryggja hagsmuni sína í Sýrlandi Þetta er maðurinn sem er grunaður um launmorðið Í skýrslutöku í tengslum við morðið í New York Norski hryðjuverkamaðurinn telur brotið á sér í fangelsi Sjá meira