Þar munu Árni Sigurðsson, forstjóri Marel, Brian Deck, forstjóri JBT, og Matt Meister, fjármálastjóri JBT, horfa til framtíðar og fjalla um þau stóru tækifæri og samlegðaráhrif sem felast í sameiningu félaganna fyrir hluthafa Marel og aðra hagaðila.
Bein útsending: Sameiginleg fjárfestakynning Marel og JBT
![Forstjóri sameinaðs félags verður Brian Deck, sem nú er forstjóri JBT, og Árni Sigurðsson, forstjóri Marels, verður framkvæmdastjóri sameinaðs félags.](https://www.visir.is/i/8CDA976229EEBF68B9B2A1D27D022B18C668AB16226E807A6ADEF9C846696383_713x0.jpg)
Sérstök fjárfestakynning fer fram með stjórnendum Marel og JBT í höfuðstöðvum Marel á Íslandi í dag. Kynningin hófst klukkan 13 en hægt er að fylgjast með í beinu streymi í spilaranum að neðan.
Tengdar fréttir
![](https://www.visir.is/i/F3600BB4E3BC35101A3DEF39D92330025499140ACB91B253C7C2399092A8F722_308x200.jpg)
Ætla að samþykkja tilboð JBT og vonast til að margir hluthafar haldi eftir bréfum
Tveir lífeyrissjóðir sem eru á meðal allra stærstu hluthafa Marel ætla að samþykkja yfirtökutilboðið frá bandaríska félaginu John Bean Technologies og framkvæmdastjóri Birtu segist binda vonir við að nægjanlega margir íslenskir fjárfestar haldi eftir bréfum í sameinuðu félagi þannig að tvískráningin muni heppnast vel. Hann telur jafnframt að með áframhaldandandi eignarhaldi Birtu geti sjóðurinn haft áhrif hvernig unnið verði með fyrirtækið eftir samruna.