Sonja skaraði fram úr: „Mestu máli skiptir að hafa trú á sjálfum sér“ Aron Guðmundsson skrifar 11. desember 2024 18:02 Þetta er í fimmta sinn og annað árið í röð sem Sonja er valin íþróttakona ársins hjá Íþróttasambandi fatlaðra Vísir/Vilhelm Sundfólkið Sonja Sigurðardóttir og Róbert Ísak Jónsson voru í dag útnefnd íþróttakona og íþróttamaður ársins hjá Íþróttasambandi fatlaðra. Sonja er ein af okkar reynslumestu sundkonum og hún er hvergi nærri hætt og segir mestu máli skipta að hafa trú á sjálfri sér. Verðlaunin voru veitt við hátíðlega athöfn á Grand Hótel í Reykjavík í dag og er þetta er í fimmta sinn sem Sonja hlýtur verðlaunin. Er þetta alltaf jafn sérstakt? „Já alltaf jafn sérstakt,“ segir Sonja í samtali við Vísi. „Mjög stórt. Góð tilfinning sem þessu fylgir sem hvetur mann til að gera betur í framhaldinu.“ Sonja hefur átt skínandi gengi að fagna á árinu sem nú er að líða. Sett ellefu Íslandsmet og staðið sig vel á Norðurlanda- og Evrópumeistaramótum. Þá synti hún í tveimur greinum á Ólympíuleikum fatlaðra í París í sumar og endaði í sjöunda sæti í 50 metra baksundi á nýju Íslandsmeti. Þetta voru þriðju Ólympíuleikar Sonju. Hvað býr að baki þessum góða árangri? „Að hafa góða trú á sjálfum sér. Hvílast vel og nærast. Allt spilar þetta saman. Líka sálfræðimeðferð, sjúkraþjálfun og nudd. Allt hjálpar þetta.“ Árið 2024 hjá Sonju: Sonja Sigurðardóttir setti alls 11 Íslandsmet í sundi á árinu 2024 í flokki S3, þar af voru sex sett í 25m laug og fimm í 50m laug. Á norðurlandamóti setti Sonja Íslandsmet í 25m laug í 50m baksundi með tímann 1:10,22, 50m skriðsundi með tímann 1:10,18 og 100m baksundi með tímann 2:31,86. Á EM setti hún Íslansmet í 100m skriðsundi þar sem hún kom í mark á tímanum 2:22,15 og í 50m skriðsundi þar sem hún kom í mark á tímanum 1:07,43. Á Paralympics í París setti Sonja einnig Íslandsmet þar sem hún kom í mark í úrslitum í 50m baksundi á tímanum 1:07,46. Sonja tók þátt á tveimur stórmótum árið 2024, á Evrópumeistaramóti IPC (EM) og á Paralympics. Á EM keppti Sonja í 100m skriðsundi og 50m baksundi þar sem hún endaði í 5 sæti í báðum greinum á nýjum Íslandsmetum. Á Paralympics í París keppti Sonja í tveimur greinum, 50m baksundi og 100m baksundi. Sonja komst í úrslit í 50 m baksundi þar sem hún endaði í 7. sæti á nýju Íslansmeti. Þetta er í fimmta sinn sem Sonja hlýtur nafnbótina Íþróttamaður ársins hjá Íþróttasambandi fatlaðra en hún var fyrst kjörin árið 2008, aftur árið 2009, 2016 og nú seinast árið 2023. Þetta verður því annað árið í röð sem hún hlýtur nafnbótina og alls fimm sinnum. Aðspurð hver hápunkturinn á árinu sem nú er að líða hafi verið stóð ekki á svörum hjá Sonju: „Ég held að það hafi verið leikarnir í París. Þrátt fyrir að ég hafi fengið Covid úti á meðan á þeim stóð. Það gerði mig bara sterkari.“ Sonja er ein af okkar reynslumestu sundkonum og hún er hvergi nærri hætt. „Ég er nú orðin 34 ára. Búin að æfa í tuttugu og sjö ár. Ég held eitthvað áfram. Það er HM á næsta ári.“ Og kannski fleiri Ólympíuleikar? „Já vonandi. Stefni þangað.“ En skipta öll þessi met og verðlaun sem hún er að vinna til einhverju máli? „Þetta skiptir allt máli en mestu máli skiptir að hafa trú á sjálfum sér. Hitt er bara bónus.“ Sund Ólympíumót fatlaðra Mest lesið Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Enski boltinn Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn Aldrei meiri aldursmunur Enski boltinn Rakel Sara vann tvenn verðlaun á Norður-Evrópumótinu Sport Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Körfubolti Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Körfubolti Dagskráin í dag: Tommi og Nablinn á Extraleikunum Sport Fleiri fréttir Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Hárið í hættu hjá United manninum Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Rakel Sara vann tvenn verðlaun á Norður-Evrópumótinu Dagskráin í dag: Tommi og Nablinn á Extraleikunum Aldrei meiri aldursmunur Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Sverrir fyrirliði og maður leiksins í fyrsta leik Benítez Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Real vann í mögnuðum El Clásico Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Hákon skoraði og lagði upp í stórsigri Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Bournemouth upp í annað sæti og dramatík í Wolverhampton Van de Ven með tvö í fyrsta tapinu á nýja heimavellinum Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Haukur magnaður í sigri Löwen Eggert lagði upp og titilbarátta Brann lifir Tómas og félagar með átta stiga forskot eftir sigur gegn Celtic Sjá meira
Verðlaunin voru veitt við hátíðlega athöfn á Grand Hótel í Reykjavík í dag og er þetta er í fimmta sinn sem Sonja hlýtur verðlaunin. Er þetta alltaf jafn sérstakt? „Já alltaf jafn sérstakt,“ segir Sonja í samtali við Vísi. „Mjög stórt. Góð tilfinning sem þessu fylgir sem hvetur mann til að gera betur í framhaldinu.“ Sonja hefur átt skínandi gengi að fagna á árinu sem nú er að líða. Sett ellefu Íslandsmet og staðið sig vel á Norðurlanda- og Evrópumeistaramótum. Þá synti hún í tveimur greinum á Ólympíuleikum fatlaðra í París í sumar og endaði í sjöunda sæti í 50 metra baksundi á nýju Íslandsmeti. Þetta voru þriðju Ólympíuleikar Sonju. Hvað býr að baki þessum góða árangri? „Að hafa góða trú á sjálfum sér. Hvílast vel og nærast. Allt spilar þetta saman. Líka sálfræðimeðferð, sjúkraþjálfun og nudd. Allt hjálpar þetta.“ Árið 2024 hjá Sonju: Sonja Sigurðardóttir setti alls 11 Íslandsmet í sundi á árinu 2024 í flokki S3, þar af voru sex sett í 25m laug og fimm í 50m laug. Á norðurlandamóti setti Sonja Íslandsmet í 25m laug í 50m baksundi með tímann 1:10,22, 50m skriðsundi með tímann 1:10,18 og 100m baksundi með tímann 2:31,86. Á EM setti hún Íslansmet í 100m skriðsundi þar sem hún kom í mark á tímanum 2:22,15 og í 50m skriðsundi þar sem hún kom í mark á tímanum 1:07,43. Á Paralympics í París setti Sonja einnig Íslandsmet þar sem hún kom í mark í úrslitum í 50m baksundi á tímanum 1:07,46. Sonja tók þátt á tveimur stórmótum árið 2024, á Evrópumeistaramóti IPC (EM) og á Paralympics. Á EM keppti Sonja í 100m skriðsundi og 50m baksundi þar sem hún endaði í 5 sæti í báðum greinum á nýjum Íslandsmetum. Á Paralympics í París keppti Sonja í tveimur greinum, 50m baksundi og 100m baksundi. Sonja komst í úrslit í 50 m baksundi þar sem hún endaði í 7. sæti á nýju Íslansmeti. Þetta er í fimmta sinn sem Sonja hlýtur nafnbótina Íþróttamaður ársins hjá Íþróttasambandi fatlaðra en hún var fyrst kjörin árið 2008, aftur árið 2009, 2016 og nú seinast árið 2023. Þetta verður því annað árið í röð sem hún hlýtur nafnbótina og alls fimm sinnum. Aðspurð hver hápunkturinn á árinu sem nú er að líða hafi verið stóð ekki á svörum hjá Sonju: „Ég held að það hafi verið leikarnir í París. Þrátt fyrir að ég hafi fengið Covid úti á meðan á þeim stóð. Það gerði mig bara sterkari.“ Sonja er ein af okkar reynslumestu sundkonum og hún er hvergi nærri hætt. „Ég er nú orðin 34 ára. Búin að æfa í tuttugu og sjö ár. Ég held eitthvað áfram. Það er HM á næsta ári.“ Og kannski fleiri Ólympíuleikar? „Já vonandi. Stefni þangað.“ En skipta öll þessi met og verðlaun sem hún er að vinna til einhverju máli? „Þetta skiptir allt máli en mestu máli skiptir að hafa trú á sjálfum sér. Hitt er bara bónus.“
Árið 2024 hjá Sonju: Sonja Sigurðardóttir setti alls 11 Íslandsmet í sundi á árinu 2024 í flokki S3, þar af voru sex sett í 25m laug og fimm í 50m laug. Á norðurlandamóti setti Sonja Íslandsmet í 25m laug í 50m baksundi með tímann 1:10,22, 50m skriðsundi með tímann 1:10,18 og 100m baksundi með tímann 2:31,86. Á EM setti hún Íslansmet í 100m skriðsundi þar sem hún kom í mark á tímanum 2:22,15 og í 50m skriðsundi þar sem hún kom í mark á tímanum 1:07,43. Á Paralympics í París setti Sonja einnig Íslandsmet þar sem hún kom í mark í úrslitum í 50m baksundi á tímanum 1:07,46. Sonja tók þátt á tveimur stórmótum árið 2024, á Evrópumeistaramóti IPC (EM) og á Paralympics. Á EM keppti Sonja í 100m skriðsundi og 50m baksundi þar sem hún endaði í 5 sæti í báðum greinum á nýjum Íslandsmetum. Á Paralympics í París keppti Sonja í tveimur greinum, 50m baksundi og 100m baksundi. Sonja komst í úrslit í 50 m baksundi þar sem hún endaði í 7. sæti á nýju Íslansmeti. Þetta er í fimmta sinn sem Sonja hlýtur nafnbótina Íþróttamaður ársins hjá Íþróttasambandi fatlaðra en hún var fyrst kjörin árið 2008, aftur árið 2009, 2016 og nú seinast árið 2023. Þetta verður því annað árið í röð sem hún hlýtur nafnbótina og alls fimm sinnum.
Sund Ólympíumót fatlaðra Mest lesið Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Enski boltinn Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn Aldrei meiri aldursmunur Enski boltinn Rakel Sara vann tvenn verðlaun á Norður-Evrópumótinu Sport Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Körfubolti Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Körfubolti Dagskráin í dag: Tommi og Nablinn á Extraleikunum Sport Fleiri fréttir Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Hárið í hættu hjá United manninum Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Rakel Sara vann tvenn verðlaun á Norður-Evrópumótinu Dagskráin í dag: Tommi og Nablinn á Extraleikunum Aldrei meiri aldursmunur Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Sverrir fyrirliði og maður leiksins í fyrsta leik Benítez Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Real vann í mögnuðum El Clásico Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Hákon skoraði og lagði upp í stórsigri Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Bournemouth upp í annað sæti og dramatík í Wolverhampton Van de Ven með tvö í fyrsta tapinu á nýja heimavellinum Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Haukur magnaður í sigri Löwen Eggert lagði upp og titilbarátta Brann lifir Tómas og félagar með átta stiga forskot eftir sigur gegn Celtic Sjá meira