Fótbolti

Sjáðu fernuna hjá Sveindísi Jane í Meistara­deildinni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Sveindís Jane Jónsdóttir fékk auðvitað að eiga boltann eftir þessa ótrúlega frammistöðu sína í kvöld.
Sveindís Jane Jónsdóttir fékk auðvitað að eiga boltann eftir þessa ótrúlega frammistöðu sína í kvöld. Getty/Inaki Esnaola

Sveindís Jane Jónsdóttir varð í kvöld fyrsti íslenski leikmaðurinn í sögunni sem nær að skora fernu í aðalkeppni Meistaradeildarinnar.

Wolfsburg vann 6-1 sigur á ítölsku meisturunum í Roma og stjarna kvöldsins var íslenska landsliðskonan.

Sveindís kom inn á sem varamaður 34 mínútum fyrir leikslok en skoraði fjögur mörk á þessum rúma hálftíma sem hún inn á. Hún skapaði að auki þrjá færi fyrir liðsfélaga sína á þessum tíma og fór algjörlega á kostum.

Mörkin hennar komu á 68., 85., 89. og 90.+2 mínútu. Hún skoraði fjögur síðustu mörk þýska liðsins í leiknum því á 24 mínútna kafla.

Sveindís hafði ekki náð að skora í Meistaradeildinni í vetur en nú brast stíflan heldur betur.

Wolfsburg tók saman helstu svipmyndir frá leiknum í kvöld og má sjá þann pakka hér fyrir neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×