Börn og foreldrar að bugast vegna jólaviðburða Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 13. desember 2024 14:00 Kristín Björg hvetur til þess að jólahefðir verði hugsaðar upp á nýtt. Þriggja barna móðir segir álagið í desember verða sífellt meira fyrir börn og foreldra. Hún segir streituna óbærilega og hvetur yfirmenn skóla og frístundasviða til að beina tilmælum til skipuleggjenda tómstunda um að dreifa úr viðburðum og færa þá fram í janúar og febrúar og skapa þannig rólegri hefðir í desember. Þetta er meðal þess sem fram kemur í aðsendri grein á Vísi. Þar heldur Kristín Björg Viggósdóttir á penna, þriggja barna móðir, iðjuþjálfi og uppeldisfræðingur. Hún segist á hverju ári heyra og finna það hvað álagið í desember eykst. Allar tómstundir, foreldrafélög og skólar vilji skipuleggja jólaviðburði fyrir börn og foreldra í fallegum tilgangi, álagið sé hinsvegar orðið vægast sagt óheilbrigt og streitan óbærileg. Viðburður á tveggja daga fresti „Tökum sem dæmi fjölskyldu með þrjú börn; hvert barn er í tveimur tómstundum og það er einhver jólasamkoma í hverri tómstund og skólanum fyrir hvert barn. Það þýðir níu samkomur þar sem foreldar þurfa að mæta og mögulega taka þátt í líka sem sjálfboðaliðar á uþb. þriggja vikna tímabili. Sem þýðir viðburður á tveggja daga fresti að meðaltali en oft eru þessir viðburðir líka á sama degi.“ Kristín Björg setur sig í stellingar og segist ímynda sér að einhver myndi spyrja hvort það megi ekki bara vera gaman? Hún segir að svo sé, ekki megi tapa gleðinni en orðið sé djúpt á henni þegar dagskráin sé stöðug. Spyrja megi hvort öll þessi dagskrá sé á endanum fyrir börnin. Fólk flykkist til útlanda til að forðast stressið „Mig langar því að biðla til ykkar sem yfirmenn skóla og frístundasviða að senda íþróttafélögum, tónlistarskólum og öðrum tómstundum í ykkar bæjarfélögum á næsta ári vinsamleg tilmæli um að dreifa þessum viðburðum og færa mögulega til janúar og febrúar sem oft eru tíðindalitlir mánuðir. Þetta yrðu bara sett fram sem tilmæli og ekki skylda.“ Kristín Björg bendir á að öll beri ábyrgð á því að búa til fjölskylduvænt samfélag. Oft geti verið erfitt að brjótast úr úr hefð sem þó engum eða fáum þjóni.„Allir eru að tala um hversu mikið álagið er en enginn þorir að breyta og við verðum þrælar hefðarinnar. Fólk flykkist í auknu mæli til útlanda til að forðast allt stressið.“ Hún bendir forsvarsmönnum skóla-og frístundasviða á að þeir gætu orðið brautryðjendur í því að skapa meiri ró og frið á heimilum. Það sé líka hægt að skapa jólastemningu með því að kveikja á kerti og syngja eitt jólalag á síðustu æfingunni fyrir jól. „Jólahefðin er hugarástand og þarf ekki að kosta mikið umstang. Það þarf oft að koma tilmæli að ofan til að fólk þori að breyta um takt og skapa rólegri hefðir.“ Jól Börn og uppeldi Streita og kulnun Mest lesið Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Menning „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Lífið Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Lífið Mortal Kombat-stjarna látin Lífið Plötuðu Sigríði Andersen til að stíga í alvöru hundaskít Lífið Jólalegasti garðurinn í hverfinu og töff jólaskreytingar inni og úti Lífið Kveður fasteignir fyrir kroppa Lífið Róandi skýjadansari er litur ársins 2026 Lífið „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Bíó og sjónvarp Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Menning Fleiri fréttir Plötuðu Sigríði Andersen til að stíga í alvöru hundaskít Jólalegasti garðurinn í hverfinu og töff jólaskreytingar inni og úti „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Kveður fasteignir fyrir kroppa Róandi skýjadansari er litur ársins 2026 Mortal Kombat-stjarna látin Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Chanel og Snorri eiga von á syni Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ „Ég er pínu meyr í dag“ Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Þessi eru tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna Fannar leitaði lengi að transbrauði „Mamma, ég gat þetta“ Opnar sig um kaupfíkn sem kviknaði þegar hún var sjö ára Gummi skíthræddur við Sigurjón Kjartans Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár „Mig langar að elska þig alla daga, ævilangt“ „Lendir auðvitað í því að vera alltaf málaður upp sem voðalega vondur“ Siggi Ingvars og Alma Finnboga fjölga sér Talsmaður Hvíta hússins segir að Carpenter hljóti að vera heimsk Hræðilegra að syngja með Bítinu en að fara í fallhlífastökk Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Taka í gegn fjölskylduhús í Eyjum með einstöku útsýni Selfyssingar unnu Skjálftann með verki um hinsegin bakslag Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu Sjá meira
Þetta er meðal þess sem fram kemur í aðsendri grein á Vísi. Þar heldur Kristín Björg Viggósdóttir á penna, þriggja barna móðir, iðjuþjálfi og uppeldisfræðingur. Hún segist á hverju ári heyra og finna það hvað álagið í desember eykst. Allar tómstundir, foreldrafélög og skólar vilji skipuleggja jólaviðburði fyrir börn og foreldra í fallegum tilgangi, álagið sé hinsvegar orðið vægast sagt óheilbrigt og streitan óbærileg. Viðburður á tveggja daga fresti „Tökum sem dæmi fjölskyldu með þrjú börn; hvert barn er í tveimur tómstundum og það er einhver jólasamkoma í hverri tómstund og skólanum fyrir hvert barn. Það þýðir níu samkomur þar sem foreldar þurfa að mæta og mögulega taka þátt í líka sem sjálfboðaliðar á uþb. þriggja vikna tímabili. Sem þýðir viðburður á tveggja daga fresti að meðaltali en oft eru þessir viðburðir líka á sama degi.“ Kristín Björg setur sig í stellingar og segist ímynda sér að einhver myndi spyrja hvort það megi ekki bara vera gaman? Hún segir að svo sé, ekki megi tapa gleðinni en orðið sé djúpt á henni þegar dagskráin sé stöðug. Spyrja megi hvort öll þessi dagskrá sé á endanum fyrir börnin. Fólk flykkist til útlanda til að forðast stressið „Mig langar því að biðla til ykkar sem yfirmenn skóla og frístundasviða að senda íþróttafélögum, tónlistarskólum og öðrum tómstundum í ykkar bæjarfélögum á næsta ári vinsamleg tilmæli um að dreifa þessum viðburðum og færa mögulega til janúar og febrúar sem oft eru tíðindalitlir mánuðir. Þetta yrðu bara sett fram sem tilmæli og ekki skylda.“ Kristín Björg bendir á að öll beri ábyrgð á því að búa til fjölskylduvænt samfélag. Oft geti verið erfitt að brjótast úr úr hefð sem þó engum eða fáum þjóni.„Allir eru að tala um hversu mikið álagið er en enginn þorir að breyta og við verðum þrælar hefðarinnar. Fólk flykkist í auknu mæli til útlanda til að forðast allt stressið.“ Hún bendir forsvarsmönnum skóla-og frístundasviða á að þeir gætu orðið brautryðjendur í því að skapa meiri ró og frið á heimilum. Það sé líka hægt að skapa jólastemningu með því að kveikja á kerti og syngja eitt jólalag á síðustu æfingunni fyrir jól. „Jólahefðin er hugarástand og þarf ekki að kosta mikið umstang. Það þarf oft að koma tilmæli að ofan til að fólk þori að breyta um takt og skapa rólegri hefðir.“
Jól Börn og uppeldi Streita og kulnun Mest lesið Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Menning „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Lífið Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Lífið Mortal Kombat-stjarna látin Lífið Plötuðu Sigríði Andersen til að stíga í alvöru hundaskít Lífið Jólalegasti garðurinn í hverfinu og töff jólaskreytingar inni og úti Lífið Kveður fasteignir fyrir kroppa Lífið Róandi skýjadansari er litur ársins 2026 Lífið „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Bíó og sjónvarp Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Menning Fleiri fréttir Plötuðu Sigríði Andersen til að stíga í alvöru hundaskít Jólalegasti garðurinn í hverfinu og töff jólaskreytingar inni og úti „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Kveður fasteignir fyrir kroppa Róandi skýjadansari er litur ársins 2026 Mortal Kombat-stjarna látin Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Chanel og Snorri eiga von á syni Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ „Ég er pínu meyr í dag“ Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Þessi eru tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna Fannar leitaði lengi að transbrauði „Mamma, ég gat þetta“ Opnar sig um kaupfíkn sem kviknaði þegar hún var sjö ára Gummi skíthræddur við Sigurjón Kjartans Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár „Mig langar að elska þig alla daga, ævilangt“ „Lendir auðvitað í því að vera alltaf málaður upp sem voðalega vondur“ Siggi Ingvars og Alma Finnboga fjölga sér Talsmaður Hvíta hússins segir að Carpenter hljóti að vera heimsk Hræðilegra að syngja með Bítinu en að fara í fallhlífastökk Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Taka í gegn fjölskylduhús í Eyjum með einstöku útsýni Selfyssingar unnu Skjálftann með verki um hinsegin bakslag Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu Sjá meira