Innlent

Byltingar­kennt mót­efni vonandi á leiðinni og dular­fullir drónar hrella Banda­ríkja­menn

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Margrét Helga Erlingsdóttir les kvöldfréttir klukkan hálfsjö.
Margrét Helga Erlingsdóttir les kvöldfréttir klukkan hálfsjö. Vísir

Íslensk börn gætu fengið byltingarkennt mótefni við RS-veirunni strax á næsta ári, þ.e. fyrir næsta faraldur. Veiran leggst óvenju þungt á börn þetta árið. Yfirlæknir segir stöðuna á barnaspítalanum erfiða. Við förum yfir málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30.

Samtök verslunar og þjónustu búast við talsverðum verðhækkunum um áramótin, til að mynda allt að tólf prósenta hækkun á íslensku grænmeti. Við förum yfir stöðuna með framkvæmdastjóra samtakanna í beinni útsendingu í myndveri. 

Íbúar í New Jersey furða sig á dularfullum flygildum sem lýst hafa upp næturhimininn yfir ríkinu undanfarnar vikur. Stjórnvöld segja ekkert benda til þess að hætta sé á ferðum - en hafa ekki náð að stöðva samsæriskenningar, sem náð hafa miklu flugi.

Þá hittum við meðlimi stórkostlegrar strákasveitar, sem hljóta að teljast innilegustu aðdáendur IceGuys á landinu.

Í Sportinu heyrum við í Arnóri Sigurðssyni, landsliðsmanni í knattspyrnu, sem einbeitir sér alfarið að því að fullri heilsu á ný. Skagamaðurinn er að renna út á samningi hjá B-deildar liði Blackburn Rovers á Englandi en þar í landi sér hann framtíðina og draum sinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×