Segist ekkert hafa rætt við Man. City Sindri Sverrisson skrifar 15. desember 2024 11:01 Pep Guardiola og Ruben Amorim leiða saman hesta sína í Manchester í dag. Amorim segir aldrei hafa staðið til að hann tæki við af Guardiola hjá Manchester City. Getty/Gareth Copley Portúgalski stjórinn Ruben Amorim tekur þátt í sínum fyrsta Manchester-slag í dag þegar Manchester United mætir Manchester City á Etihad-leikvanginum. Liðin hafa oft verið í meira stuði en síðustu vikur. Amorim tók við United fyrir mánuði síðan, eftir að Erik ten Hag var rekinn. Portúgalinn hafði áður verið nefndur sem mögulegur arftaki Pep Guardiola hjá City en fullyrðir að það hafi aldrei verið inni í myndinni. „Aldrei. Ég átti aldrei [í viðræðum við City]. Þetta var eini kosturinn hjá mér,“ sagði Amorim á blaðamannafundi á föstudaginn. „Þegar Manchester United hafði samband við mig þá var ég ekki í vafa, því ég var þá þegar með í huga að þetta gæti verið möguleiki,“ sagði Amorim. 🚨 Rúben Amorim on chances to be new Man City manager before Man United call: “Never. Never heard from them and Man United was my only option”.“When Man Utd talked to me I had no doubts. I had already something in my mind that could be a possibility”.@BeanymanSports 🎥 pic.twitter.com/ueDrP42xV6— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) December 13, 2024 Samningur Peps Guardiola við City átti að renna út næsta sumar en hann skrifaði undir eins árs framlengingu eins og tilkynnt var um í síðasta mánuði. Amorim hefur ekki átt neina draumabyrjun í starfi hjá United, en að sama skapi hefur allt gengið á afturfótunum hjá City. Liðin ætti því svo sannarlega að hungra í sigur í dag. Amorim hefur stýrt United í fjórum deildarleikjum og er uppskeran aðeins fjögur stig, en auk þess hefur liðið unnið tvo leiki í Evrópudeildinni. Sé horft til síðustu tíu leikja City, í öllum keppnum, er eini sigur liðsins 3-0 sigurinn gegn Nottingham Forest fyrir tíu dögum. Um síðustu helgi gerði liðið 2-2 jafntefli við Crystal Palace og tapaði svo 2-0 gegn Juventus í Meistaradeildinni á miðvikudag. Segir City-menn á betri stað í dag „Ég hugsa aldrei um þessa hluti. Við spilum við frábært lið og ég er meira að hugsa um okkar vandræði, því við glímum við margt sjálfir,“ sagði Amorim spurður út í slæmt gengi City. „Ég einbeiti mér bara að því sem við þurfum til að vinna á sunnudaginn, og er mjög einbeittur á mitt lið,“ bætti hann við. Rétt áður en Amorim hætti með Sporting Lissabon stýrði hann liðinu til 4-1 sigurs gegn City í Meistaradeildinni. Það veitir honum þó enga hugarró núna. „Bestu liðin geta svarað fyrir sig hvenær sem er, og ég held að þeir séu á betri stað en við varðandi sinn skilning á leiknum, hvernig eigi að spila og varðandi sjálfstraust. Jafnvel eftir það sem á undan er gengið,“ sagði Amorim. Enski boltinn Mest lesið „Ég er langbesti körfubolta þjálfari á landinu og það vita það allir” Körfubolti Manchester United reynir að skrúfa fyrir lekann Enski boltinn Lettneskur landsliðsmaður fannst látinn í Moskvu Körfubolti Sveindís Jane fékk að byrja í Meistaradeildinni Fótbolti Liðsfélagi Alberts gefur út rappplötu Fótbolti Conor McGregor ætlar að berjast við YouTube stjörnu Sport Freyr rekinn frá Kortrijk í kvöld Fótbolti Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Handbolti Juventus enn taplaust og áfram í bikarnum Fótbolti Bleikur Lamine Yamal kynnti nýju skóna sína Fótbolti Fleiri fréttir Manchester United reynir að skrúfa fyrir lekann Mudryk í áfalli eftir að hafa fallið á lyfjaprófinu United hefur áhuga á framherja sem er í frystinum hjá PSG Vill að Liverpool kaupi vinstri bakvörð Bournemouth Draumurinn að spila fyrir Liverpool Mudryk féll á lyfjaprófi Stuðningsmaður City lést á leiknum gegn United Handtekin vegna andláts barnabarns Steve Bruce Stríddu leikmanni Man. City með því kjósa hann mann leiksins Frábær aukaspyrna Unal tryggði Bournemouth stig Ekkert lið fengið færri stig en City Nunes valinn maður leiksins hjá BBC Keane segir Rashford að fara: „Lítur ekki vel út“ Úlfarnir búnir að finna manninn sem á að bjarga þeim Sendi Walker pillu: „Óskarinn fer til ...“ Segja að Alexander-Arnold hafi hafnað þremur tilboðum frá Liverpool Þórir vildi Haaland í handboltann „Ég er ekki að standa mig vel“ Sparkað eftir skelfilegt gengi Dýrlingunum slátrað á leikvangi heilagrar Maríu Minnka forskot Liverpool í tvö stig Jólin verða rauð í Manchesterborg Sarr sá um fyrsta tap Brighton á heimavelli Úlfastjórinn rekinn Segist ekkert hafa rætt við Man. City Ýtti öryggisverði eftir tapið gegn Ipswich „Leikmaður þeirra hefði getað fengið annað gult spjald“ Stefán Teitur og félagar grátlega nálægt sigri á Leeds Stórsigur Newcastle en O'Neil gæti fengið sparkið Frábær endurkoma spútnikliðsins úr Skírisskógi Sjá meira
Amorim tók við United fyrir mánuði síðan, eftir að Erik ten Hag var rekinn. Portúgalinn hafði áður verið nefndur sem mögulegur arftaki Pep Guardiola hjá City en fullyrðir að það hafi aldrei verið inni í myndinni. „Aldrei. Ég átti aldrei [í viðræðum við City]. Þetta var eini kosturinn hjá mér,“ sagði Amorim á blaðamannafundi á föstudaginn. „Þegar Manchester United hafði samband við mig þá var ég ekki í vafa, því ég var þá þegar með í huga að þetta gæti verið möguleiki,“ sagði Amorim. 🚨 Rúben Amorim on chances to be new Man City manager before Man United call: “Never. Never heard from them and Man United was my only option”.“When Man Utd talked to me I had no doubts. I had already something in my mind that could be a possibility”.@BeanymanSports 🎥 pic.twitter.com/ueDrP42xV6— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) December 13, 2024 Samningur Peps Guardiola við City átti að renna út næsta sumar en hann skrifaði undir eins árs framlengingu eins og tilkynnt var um í síðasta mánuði. Amorim hefur ekki átt neina draumabyrjun í starfi hjá United, en að sama skapi hefur allt gengið á afturfótunum hjá City. Liðin ætti því svo sannarlega að hungra í sigur í dag. Amorim hefur stýrt United í fjórum deildarleikjum og er uppskeran aðeins fjögur stig, en auk þess hefur liðið unnið tvo leiki í Evrópudeildinni. Sé horft til síðustu tíu leikja City, í öllum keppnum, er eini sigur liðsins 3-0 sigurinn gegn Nottingham Forest fyrir tíu dögum. Um síðustu helgi gerði liðið 2-2 jafntefli við Crystal Palace og tapaði svo 2-0 gegn Juventus í Meistaradeildinni á miðvikudag. Segir City-menn á betri stað í dag „Ég hugsa aldrei um þessa hluti. Við spilum við frábært lið og ég er meira að hugsa um okkar vandræði, því við glímum við margt sjálfir,“ sagði Amorim spurður út í slæmt gengi City. „Ég einbeiti mér bara að því sem við þurfum til að vinna á sunnudaginn, og er mjög einbeittur á mitt lið,“ bætti hann við. Rétt áður en Amorim hætti með Sporting Lissabon stýrði hann liðinu til 4-1 sigurs gegn City í Meistaradeildinni. Það veitir honum þó enga hugarró núna. „Bestu liðin geta svarað fyrir sig hvenær sem er, og ég held að þeir séu á betri stað en við varðandi sinn skilning á leiknum, hvernig eigi að spila og varðandi sjálfstraust. Jafnvel eftir það sem á undan er gengið,“ sagði Amorim.
Enski boltinn Mest lesið „Ég er langbesti körfubolta þjálfari á landinu og það vita það allir” Körfubolti Manchester United reynir að skrúfa fyrir lekann Enski boltinn Lettneskur landsliðsmaður fannst látinn í Moskvu Körfubolti Sveindís Jane fékk að byrja í Meistaradeildinni Fótbolti Liðsfélagi Alberts gefur út rappplötu Fótbolti Conor McGregor ætlar að berjast við YouTube stjörnu Sport Freyr rekinn frá Kortrijk í kvöld Fótbolti Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Handbolti Juventus enn taplaust og áfram í bikarnum Fótbolti Bleikur Lamine Yamal kynnti nýju skóna sína Fótbolti Fleiri fréttir Manchester United reynir að skrúfa fyrir lekann Mudryk í áfalli eftir að hafa fallið á lyfjaprófinu United hefur áhuga á framherja sem er í frystinum hjá PSG Vill að Liverpool kaupi vinstri bakvörð Bournemouth Draumurinn að spila fyrir Liverpool Mudryk féll á lyfjaprófi Stuðningsmaður City lést á leiknum gegn United Handtekin vegna andláts barnabarns Steve Bruce Stríddu leikmanni Man. City með því kjósa hann mann leiksins Frábær aukaspyrna Unal tryggði Bournemouth stig Ekkert lið fengið færri stig en City Nunes valinn maður leiksins hjá BBC Keane segir Rashford að fara: „Lítur ekki vel út“ Úlfarnir búnir að finna manninn sem á að bjarga þeim Sendi Walker pillu: „Óskarinn fer til ...“ Segja að Alexander-Arnold hafi hafnað þremur tilboðum frá Liverpool Þórir vildi Haaland í handboltann „Ég er ekki að standa mig vel“ Sparkað eftir skelfilegt gengi Dýrlingunum slátrað á leikvangi heilagrar Maríu Minnka forskot Liverpool í tvö stig Jólin verða rauð í Manchesterborg Sarr sá um fyrsta tap Brighton á heimavelli Úlfastjórinn rekinn Segist ekkert hafa rætt við Man. City Ýtti öryggisverði eftir tapið gegn Ipswich „Leikmaður þeirra hefði getað fengið annað gult spjald“ Stefán Teitur og félagar grátlega nálægt sigri á Leeds Stórsigur Newcastle en O'Neil gæti fengið sparkið Frábær endurkoma spútnikliðsins úr Skírisskógi Sjá meira