Sport

Conor McGregor ætlar að berjast við YouTube stjörnu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Írinn Conor McGregor ætlar að berjast aftur í MMA en fyrst er það hnefaleikabardagi á Indlandi.
Írinn Conor McGregor ætlar að berjast aftur í MMA en fyrst er það hnefaleikabardagi á Indlandi. Getty/ Jeff Bottari

Conor McGregor ætlar sér að snúa aftur í MMA búrið í næstu framtíð en næst á dagskrá hjá honum er hins vegar hnefaleikabardagi við YouTube stjörnuna Logan Paul.

McGregor er fyrrum tvöfaldur meistari í UFC og einn allra vinsælasti bardagamaður heims. Það er því mikill áhugi á hvað hann gerir næst eftir erfiða mánuði upp á síðkastið, bæði innan og utan búrsins.

McGregor hafði samþykkt að berjast við Michael Chandler á UFC 303 í júní en varð að hætta við bardagann vegna meiðsla.

Á dögunum var hann dæmdur sekur fyrir kynferðisbrot gegn konu í einkamáli sem hún höfðaði gegn honum fyrir dómstól í Dublin. McGregor sagði konuna hafa veitt samþykki sitt og að hann ætli að áfrýja dómnum.

McGregor notaði samfélagsmiðla sína í dag til að segja frá næsta bardaga.

„Orðrómur um að bardaga við [Ilia] Topurio er falskur,“ skrifaði Conor McGregor á samfélagsmiðilinn X.

„Ég er byrjaður í viðræðum við Ambani fjölskylduna um að berjast við Logan Paul í hnefaleikabardaga á Indlandi. Ég hef samþykkt að taka þátt í honum. Ég mun síðan í framhaldinu leitast eftir endurkomu í búrið,“ skrifaði McGregor.

Logan Paul er YouTube stjarna og áhrifavaldur. Hann hefur barist fjórum sinnum í hnefaleikum og einn þeirra tapaði hann á móti KSI. Þeir skildu jafnir í hinum bardaga sínum. Paul gerði einnig jafntefli við Floyd Mayweather og vann síðan MMA bardagamanninn Dillon Danis.

Logan Paul hefur samt að undanförnu skapað sér stærra nafn í fjölbragðaglímuheiminum þar sem hann vann bandaríska meistaramótið í nóvember 2023.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×