Lamine Yamal aftur meiddur og nú frá í margar vikur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. desember 2024 20:17 Lamine Yamal liggur hér sárþjáður í grasinu eftir að hann meiddist á ökkla í tapleik Barcelona á móti Leganes um helgina. Getty/Pedro Salado Lamine Yamal hefur verið óheppinn með meiðsli á þessu tímabili og er nú enn á ný kominn á meiðslalistann. Hinn sautján ára gamli Yamal meiddist á ökkla í tapinu á móti Leganés í gær. Hann fór af velli eftir 75 mínútur. Hann meiddist samt í fyrri hálfleik og bað þá um skiptingu. Yamal var samt ekki tekinn af velli og spilaði í hálftíma til viðbótar. Hann verður nú frá í þrjár til fjórar vikur vegna meiðslanna. Barcelona sagði það vera niðurstöðuna eftir nákvæma rannsókn á alvarleika þeirra. Tapleikurinn á móti Leganés varð fyrir vikið enn verri því hann kostaði Barcelona liðið líka einn sinn besta leikmann. Ökklinn hjá Yamal var líka til vandræða í byrjun nóvember og hann missti þá af þremur leikjum Barcelona og tveimur leikjum spænska landsliðsins. Yamal missir því af stórleiknum á móti Atlético Madrid um næstu helgi en þar mætast tvö efstu lið deildarinnar. Það kemur sér vel að spænska deildin er á leiðinni í jólafrí eftir leikina um næstu helgi og fyrsti leikur á nýju ári er síðan á móti D-deildarliði Barbastro í bikarnum 4. janúar. Barcelona ferðast síðan til Sádí-Arabíu til að taka þátt í spænska Ofurbikarnum en það er ólíklegt að hann verði með í þeim tveimur leikjum. Hann gæti aftur á móti náð deildarleik á móti Getafe 18. janúar. MEDICAL NEWS ❗️The first team player Lamine Yamal received a blow to the right ankle during the game against CD Leganés on Sunday. Tests carried out on Monday have revealed that the player has a grade 1 injury to a ligament in the ankle. The player is expected to be out for 3… pic.twitter.com/IAFD0pWFSS— FC Barcelona (@FCBarcelona) December 16, 2024 Spænski boltinn Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Íslenski boltinn Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Fótbolti Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Enski boltinn Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Fótbolti Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Íslenski boltinn Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Fleiri fréttir Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Sjá meira
Hinn sautján ára gamli Yamal meiddist á ökkla í tapinu á móti Leganés í gær. Hann fór af velli eftir 75 mínútur. Hann meiddist samt í fyrri hálfleik og bað þá um skiptingu. Yamal var samt ekki tekinn af velli og spilaði í hálftíma til viðbótar. Hann verður nú frá í þrjár til fjórar vikur vegna meiðslanna. Barcelona sagði það vera niðurstöðuna eftir nákvæma rannsókn á alvarleika þeirra. Tapleikurinn á móti Leganés varð fyrir vikið enn verri því hann kostaði Barcelona liðið líka einn sinn besta leikmann. Ökklinn hjá Yamal var líka til vandræða í byrjun nóvember og hann missti þá af þremur leikjum Barcelona og tveimur leikjum spænska landsliðsins. Yamal missir því af stórleiknum á móti Atlético Madrid um næstu helgi en þar mætast tvö efstu lið deildarinnar. Það kemur sér vel að spænska deildin er á leiðinni í jólafrí eftir leikina um næstu helgi og fyrsti leikur á nýju ári er síðan á móti D-deildarliði Barbastro í bikarnum 4. janúar. Barcelona ferðast síðan til Sádí-Arabíu til að taka þátt í spænska Ofurbikarnum en það er ólíklegt að hann verði með í þeim tveimur leikjum. Hann gæti aftur á móti náð deildarleik á móti Getafe 18. janúar. MEDICAL NEWS ❗️The first team player Lamine Yamal received a blow to the right ankle during the game against CD Leganés on Sunday. Tests carried out on Monday have revealed that the player has a grade 1 injury to a ligament in the ankle. The player is expected to be out for 3… pic.twitter.com/IAFD0pWFSS— FC Barcelona (@FCBarcelona) December 16, 2024
Spænski boltinn Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Íslenski boltinn Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Fótbolti Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Enski boltinn Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Fótbolti Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Íslenski boltinn Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Fleiri fréttir Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Sjá meira