Segir engan hafa sagt neitt fyrr en nágranni fór í stríð við ísbúðina Jón Þór Stefánsson skrifar 17. desember 2024 15:59 Skúbb Ísgerð er til húsa við Laugarásveg. Vísir Framkvæmdastjóri Skúbb Ísgerðar hefur kært ákvörðun byggingarfulltrúans í Reykjavík um að honum sé skylt að fjarlægja ljósaskilti sem er við ísbúð Skúbb, sem er við Laugarásveg í Reykjavík. Í kærunni segir að nágranni heyi stríð gegn ísbúðinni. Umhverfis- og skipulagsráð Reykjavíkurborgar hefur borist erindi vegna málsins. Ákvörðun byggingarfulltrúa er á þann veg að verði skiltið ekki fjarlægt mun Skúbb þurfa að greiða dagsektir. Í stjórnsýslukæru eigandans til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála segir að byggingarfulltrúanum hafi borist ábending frá íbúa á Laugarásvegi 1, sem er sama húsnæði og ísbúðin er starfrækt í. Þessi nágranni er sagður hafa „kvartað til allra yfirvalda með engum árangri“, en hann hafi þó fundið „glufu“ þar sem leyfi vegna skiltsins vantaði. „Sá einstaklingur er mikið í nöp við ísbúðina Skúbb,“ segir í kærunni þar sem nágranninn er sakaður um ýmislegt. „Umræddur einstaklingur hefur unnið skemmdarverk á bíl fyrirtækisins, starfsfólk Skúbb er hrætt við þennan einstakling vegna hótanna í garð þeirra. Viðkomandi notar bílastæði sem ætluð eru viðskiptavinum þjónustukjarna og margt fleira er hægt að telja upp.“ Innan úr ísbúð Skúbbs.Vísir/Vilhelm Fram kemur að ísbúðin hafi gert ráðstafanir til að merkja ísbúðina með öðrum hætti, en enn sé beðið eftir því sem pantað hafi verið. Að mati framkvæmdastjórans hefur ljósaskiltabannið mikil áhrif á fyrirtækið þar sem viðskiptavinir gætu haldið að búið væri að loka ísbúðinni yrði það tekið í burtu. Þá segir hann að fella ætti ákvörðunina úr gildi vegna tómlætis. Skiltið hafi verið upp í meira en fimm ár áður en kvartað var yfir því. „Enginn hafði gert athugasemdir fyrr en tiltekinn einstaklingur fór í stríð við ísbúðina Skúbb.“ Ís Nágrannadeilur Reykjavík Stjórnsýsla Auglýsinga- og markaðsmál Málefni fjölbýlishúsa Mest lesið Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Sigurræða Trump í heild sinni Erlent Ferðamaður fórst í Reynisfjöru Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Íþróttamaður ársins fékk ekki að líftryggja sig vegna BMI-stuðulsins Innlent Fleiri fréttir Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Sjá meira
Umhverfis- og skipulagsráð Reykjavíkurborgar hefur borist erindi vegna málsins. Ákvörðun byggingarfulltrúa er á þann veg að verði skiltið ekki fjarlægt mun Skúbb þurfa að greiða dagsektir. Í stjórnsýslukæru eigandans til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála segir að byggingarfulltrúanum hafi borist ábending frá íbúa á Laugarásvegi 1, sem er sama húsnæði og ísbúðin er starfrækt í. Þessi nágranni er sagður hafa „kvartað til allra yfirvalda með engum árangri“, en hann hafi þó fundið „glufu“ þar sem leyfi vegna skiltsins vantaði. „Sá einstaklingur er mikið í nöp við ísbúðina Skúbb,“ segir í kærunni þar sem nágranninn er sakaður um ýmislegt. „Umræddur einstaklingur hefur unnið skemmdarverk á bíl fyrirtækisins, starfsfólk Skúbb er hrætt við þennan einstakling vegna hótanna í garð þeirra. Viðkomandi notar bílastæði sem ætluð eru viðskiptavinum þjónustukjarna og margt fleira er hægt að telja upp.“ Innan úr ísbúð Skúbbs.Vísir/Vilhelm Fram kemur að ísbúðin hafi gert ráðstafanir til að merkja ísbúðina með öðrum hætti, en enn sé beðið eftir því sem pantað hafi verið. Að mati framkvæmdastjórans hefur ljósaskiltabannið mikil áhrif á fyrirtækið þar sem viðskiptavinir gætu haldið að búið væri að loka ísbúðinni yrði það tekið í burtu. Þá segir hann að fella ætti ákvörðunina úr gildi vegna tómlætis. Skiltið hafi verið upp í meira en fimm ár áður en kvartað var yfir því. „Enginn hafði gert athugasemdir fyrr en tiltekinn einstaklingur fór í stríð við ísbúðina Skúbb.“
Ís Nágrannadeilur Reykjavík Stjórnsýsla Auglýsinga- og markaðsmál Málefni fjölbýlishúsa Mest lesið Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Sigurræða Trump í heild sinni Erlent Ferðamaður fórst í Reynisfjöru Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Íþróttamaður ársins fékk ekki að líftryggja sig vegna BMI-stuðulsins Innlent Fleiri fréttir Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Sjá meira