Öryggi verði minna í fangelsinu og dómar muni fyrnast Lovísa Arnardóttir skrifar 18. desember 2024 17:47 Stjórn Fangavarðafélags Íslands skorar á stjórnvöld að skera ekki meira niður til Fangelsismálastofnunar. Vísir/Arnar Stjórn Fangavarðafélags Íslands, FVFÍ, harmar í yfirlýsingu að enn sé gerð hagræðingarkrafa á Fangelsismálastofnun. Stjórn félagsins skorar á stjórnvöld að draga hagræðingarkröfu til baka og tryggja Fangelsismálastofnun það fjármagn sem þarf til að tryggja lágmarks öryggi og velferð starfsfólks og skjólstæðinga í fangelsiskerfinu. Þau segja hagræðinguna líklega valda því að ekki verði hægt að boða einstaklinga í afplánun og að líklegt sé að dómar muni fyrnast. Greint var frá því fyrr í dag að skammtímaráðningarsamningar við starfsfólk Fangelsismálastofnunar yrðu ekki endurnýjaðir vegna niðurskurðaaðgerða sem voru kynntar starfsfólki í dag. Settur fangelsismálastjóri sagði ástæðuna fyrir þessu tug milljóna króna hallarekstur. Stofnunin hafi verið skorin niður inn að beini og sé komin algerlega að þolmörkum. Í yfirlýsingu Fangavarðafélags Íslands segir að frá árinu 2009 hafi fjármagn til Fangelsismálastofnunar verið skorið niður árlega. Það sé löngu ljóst að niðurskurðurinn komi niður á lögbundinni starfsemi stofnunarinnar. Einu fangelsi hafi verið lokað og að í fyrra hafi verið veitt sérstakt fjármagn úr ríkissjóði til Fangelsismálastofnunar vegna niðurskurðar fyrri ára. Fimm og hálft stöðugildi Félagið segir að í núverandi hagræðingartillögum sé lagt til að fangavörðum verði fækkað um það sem jafngildir fimm og hálfu stöðugildi. Það muni skerða starf og öryggi í fangelsunum og þjónustuna við þau sem afplána innan þeirra. „FVFÍ hefur í nokkur ár bent á alvarlega misbresti í aðbúnaði og öryggismálum í fangelsiskerfinu sem hafi náð hámæli á liðnu ári. Skýtur það óneitanlega skökku við að ætla að skera enn meira niður í kerfi sem er búið að þola viðvarandi undirmönnum, bresti í öryggismálum, þjálfunarmálum og óviðunandi aðbúnað starfsfólks áraraðir. Mun tilvonandi fækkun í liði fangavarða einungis auka álagið enn meir á það starfsfólk sem eftir stendur og er það nú þegar komið að þolmörkum. Ætla má að tilvonandi niðurskurður gera Fangelsismálastofnun enn erfiðara fyrir að þjóna sínum tilgangi gagnvart samfélaginu sem er að fullnusta fangelsisdóma,“ segir í yfirlýsingunni. Dómar muni fyrnast Þá segir að þetta þýði einnig að hætt verði að boða nýja fanga í afplánun á boðunarlista vegna fjárskorts. „Langur biðlisti er til staðar af einstaklingum sem bíða eftir að hefja afplánun vegna viðvarandi plássleysis í fangelsum og líkur eru á að margir fangelsisdómar fyrnist,“ segir í yfirlýsingunni. Fangelsismál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Dómsmál Tengdar fréttir Leggja til þjónustukjarna fyrir hættulega og veika fanga Starfshópur sjö ráðuneyta leggur til að byggður verði upp miðlægur þjónustukjarni fyrir einstaklinga sem hafa brotið af sér en eru ýmist dæmdir sakhæfir og hættulegir eftir afplánun, ósakhæfir eða talið að refsing beri engan árangur. 13. desember 2024 17:17 Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Innlent Fleiri fréttir Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Sjá meira
Þau segja hagræðinguna líklega valda því að ekki verði hægt að boða einstaklinga í afplánun og að líklegt sé að dómar muni fyrnast. Greint var frá því fyrr í dag að skammtímaráðningarsamningar við starfsfólk Fangelsismálastofnunar yrðu ekki endurnýjaðir vegna niðurskurðaaðgerða sem voru kynntar starfsfólki í dag. Settur fangelsismálastjóri sagði ástæðuna fyrir þessu tug milljóna króna hallarekstur. Stofnunin hafi verið skorin niður inn að beini og sé komin algerlega að þolmörkum. Í yfirlýsingu Fangavarðafélags Íslands segir að frá árinu 2009 hafi fjármagn til Fangelsismálastofnunar verið skorið niður árlega. Það sé löngu ljóst að niðurskurðurinn komi niður á lögbundinni starfsemi stofnunarinnar. Einu fangelsi hafi verið lokað og að í fyrra hafi verið veitt sérstakt fjármagn úr ríkissjóði til Fangelsismálastofnunar vegna niðurskurðar fyrri ára. Fimm og hálft stöðugildi Félagið segir að í núverandi hagræðingartillögum sé lagt til að fangavörðum verði fækkað um það sem jafngildir fimm og hálfu stöðugildi. Það muni skerða starf og öryggi í fangelsunum og þjónustuna við þau sem afplána innan þeirra. „FVFÍ hefur í nokkur ár bent á alvarlega misbresti í aðbúnaði og öryggismálum í fangelsiskerfinu sem hafi náð hámæli á liðnu ári. Skýtur það óneitanlega skökku við að ætla að skera enn meira niður í kerfi sem er búið að þola viðvarandi undirmönnum, bresti í öryggismálum, þjálfunarmálum og óviðunandi aðbúnað starfsfólks áraraðir. Mun tilvonandi fækkun í liði fangavarða einungis auka álagið enn meir á það starfsfólk sem eftir stendur og er það nú þegar komið að þolmörkum. Ætla má að tilvonandi niðurskurður gera Fangelsismálastofnun enn erfiðara fyrir að þjóna sínum tilgangi gagnvart samfélaginu sem er að fullnusta fangelsisdóma,“ segir í yfirlýsingunni. Dómar muni fyrnast Þá segir að þetta þýði einnig að hætt verði að boða nýja fanga í afplánun á boðunarlista vegna fjárskorts. „Langur biðlisti er til staðar af einstaklingum sem bíða eftir að hefja afplánun vegna viðvarandi plássleysis í fangelsum og líkur eru á að margir fangelsisdómar fyrnist,“ segir í yfirlýsingunni.
Fangelsismál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Dómsmál Tengdar fréttir Leggja til þjónustukjarna fyrir hættulega og veika fanga Starfshópur sjö ráðuneyta leggur til að byggður verði upp miðlægur þjónustukjarni fyrir einstaklinga sem hafa brotið af sér en eru ýmist dæmdir sakhæfir og hættulegir eftir afplánun, ósakhæfir eða talið að refsing beri engan árangur. 13. desember 2024 17:17 Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Innlent Fleiri fréttir Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Sjá meira
Leggja til þjónustukjarna fyrir hættulega og veika fanga Starfshópur sjö ráðuneyta leggur til að byggður verði upp miðlægur þjónustukjarni fyrir einstaklinga sem hafa brotið af sér en eru ýmist dæmdir sakhæfir og hættulegir eftir afplánun, ósakhæfir eða talið að refsing beri engan árangur. 13. desember 2024 17:17