Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Tómas Arnar Þorláksson skrifar 22. desember 2024 12:06 Ríkharður Daði Ólafsson, sjúkraflutningamaður og sjálfstæður verktaki í sjúkragæslu. Mynd/Róbert Arnar Sjúkraflutningamaður og sjálfstæður verktaki í sjúkragæslu sem hefur starfað á fjölda viðburða hér á landi segir nægilegt sjúkraeftirlit skorta á ýmsum stórum viðburðum og tónleikum. Það skapi óþarfa hættu fyrir gesti og geti haft neikvæð áhrif á neyðarþjónustu Fréttastofa greindi frá því í gær að kona á þrítugsaldri hafði fallið fram fyrir sig á tónleikum Julevenner á föstudagskvöldið með þeim afleiðingum að hún missti meðvitund um stundarsakir og brotnaði á handarbaki. Öryggisgæslan á svæðinu var fljót að bregðast við og yfirgaf konan tónleikanna í sjúkrabíl skömmu síðar. Aðstæður geti verið mjög krefjandi Ríkharður Daði Ólafsson, sjúkraflutningamaður, sjálfstæður verktaki í sjúkragæslu og hjúkrunarfræðinemi, segir að ekki sé gerð nægileg krafa hér á landi um sjúkragæslu á stórum viðburðum, hann á þá við standandi viðburði þar sem mörg hundruð manns koma saman. „Mín helstu áhyggjuefni liggja í því að þetta sé ekki menntað fólk. Heilbrigðismenntað sérstaklega. Því með heilbrigðismenntun, ef þú færð starfsleyfi frá landlækni þá ber þér skylda gagnvart lögum sem heita lög um heilbrigðisstarfsmenn.“ Ríkharður minnir á að þeir sem starfa án starfsleyfis frá Landlækni séu ekki bundnir þagnarskyldu. Á stórum viðburðum geti aðstæður verið krefjandi og þá þurfi að kunna vel til verka. „Þú ert með mikinn fólksfjölda og hrúgu af fólki. Ef eitthvað slys gerist þá ertu komin með fólk ofan í hópinn strax. Það þarf að vera manneskja sem er vel merkt og getur komið inn í aðstæður og fundið út hvað vandamálið er. Ég hef fundið fólk í alls konar ástandi sem að enginn hefði tekið eftir, því ég er með þennan heilbrigðisbakgrunn.“ Slys á viðburðum ekki alltaf skráð Ríkharður segir að þegar stórir viðburðir séu án sjúkragæslu geti álag aukist á neyðarþjónustu. Í mörgum tilvikum sé hægt sé að afgreiða mál á staðnum með réttum handtökum. „Standandi viðburðir, svona þúsund, tvö þúsund manns, sem heldur inn í nóttina. Þar byrjar ballið. Ég hef unnið einn viðburð sem er mjög eftirminnilegur. Eitt árið var ekki sjúkragæsla og hitt árið var. Það sést bara að hringingum í sjúkrabíl hríðlækkaði frá, ég man ekki nákvæma tölu en það voru yfir 40 útköll á fjórum tímum en þegar við vorum staðsett þarna vorum við með fjögur útköll. Við gátum afgreitt málin og metið aðstæður.“ Hann bendir á að stundum sé hringt á sjúkrabíl þó það sé óþarfi. „Ég hef heyrt rosa oft að fólk hringi á sjúkrabíl bara til að tryggja sjálfan sig.“ Er eitthvað sem þú myndir vilja brýna fyrir viðburðarhöldurum? „Það eru til dæmis ekki skráð niður öll slys. Sumir viðburðir gera þá kröfu að það sé skráð niður skýrsla um öll slys en aðrir viðburðir gera það ekki. Viðburðarhaldarar vita kannski ekki endilega hvort það séu einhverjir ákveðnir slysapunktar. Hvort það verði meiri slys á sumum stöðum en annars staðar. Þá væri hægt að hagræða einhverju þannig að þetta verði öruggara næst. Ég sé alveg að það er vilji til þess að gera betur en ég held að það vanti bara svona skilning á hvað heilbrigðisstarfsfólk getur bætt þjónustuna mikið.“ Mest lesið Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Erlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira
Fréttastofa greindi frá því í gær að kona á þrítugsaldri hafði fallið fram fyrir sig á tónleikum Julevenner á föstudagskvöldið með þeim afleiðingum að hún missti meðvitund um stundarsakir og brotnaði á handarbaki. Öryggisgæslan á svæðinu var fljót að bregðast við og yfirgaf konan tónleikanna í sjúkrabíl skömmu síðar. Aðstæður geti verið mjög krefjandi Ríkharður Daði Ólafsson, sjúkraflutningamaður, sjálfstæður verktaki í sjúkragæslu og hjúkrunarfræðinemi, segir að ekki sé gerð nægileg krafa hér á landi um sjúkragæslu á stórum viðburðum, hann á þá við standandi viðburði þar sem mörg hundruð manns koma saman. „Mín helstu áhyggjuefni liggja í því að þetta sé ekki menntað fólk. Heilbrigðismenntað sérstaklega. Því með heilbrigðismenntun, ef þú færð starfsleyfi frá landlækni þá ber þér skylda gagnvart lögum sem heita lög um heilbrigðisstarfsmenn.“ Ríkharður minnir á að þeir sem starfa án starfsleyfis frá Landlækni séu ekki bundnir þagnarskyldu. Á stórum viðburðum geti aðstæður verið krefjandi og þá þurfi að kunna vel til verka. „Þú ert með mikinn fólksfjölda og hrúgu af fólki. Ef eitthvað slys gerist þá ertu komin með fólk ofan í hópinn strax. Það þarf að vera manneskja sem er vel merkt og getur komið inn í aðstæður og fundið út hvað vandamálið er. Ég hef fundið fólk í alls konar ástandi sem að enginn hefði tekið eftir, því ég er með þennan heilbrigðisbakgrunn.“ Slys á viðburðum ekki alltaf skráð Ríkharður segir að þegar stórir viðburðir séu án sjúkragæslu geti álag aukist á neyðarþjónustu. Í mörgum tilvikum sé hægt sé að afgreiða mál á staðnum með réttum handtökum. „Standandi viðburðir, svona þúsund, tvö þúsund manns, sem heldur inn í nóttina. Þar byrjar ballið. Ég hef unnið einn viðburð sem er mjög eftirminnilegur. Eitt árið var ekki sjúkragæsla og hitt árið var. Það sést bara að hringingum í sjúkrabíl hríðlækkaði frá, ég man ekki nákvæma tölu en það voru yfir 40 útköll á fjórum tímum en þegar við vorum staðsett þarna vorum við með fjögur útköll. Við gátum afgreitt málin og metið aðstæður.“ Hann bendir á að stundum sé hringt á sjúkrabíl þó það sé óþarfi. „Ég hef heyrt rosa oft að fólk hringi á sjúkrabíl bara til að tryggja sjálfan sig.“ Er eitthvað sem þú myndir vilja brýna fyrir viðburðarhöldurum? „Það eru til dæmis ekki skráð niður öll slys. Sumir viðburðir gera þá kröfu að það sé skráð niður skýrsla um öll slys en aðrir viðburðir gera það ekki. Viðburðarhaldarar vita kannski ekki endilega hvort það séu einhverjir ákveðnir slysapunktar. Hvort það verði meiri slys á sumum stöðum en annars staðar. Þá væri hægt að hagræða einhverju þannig að þetta verði öruggara næst. Ég sé alveg að það er vilji til þess að gera betur en ég held að það vanti bara svona skilning á hvað heilbrigðisstarfsfólk getur bætt þjónustuna mikið.“
Mest lesið Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Erlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira