Innlent

Flæddi inn í hús á Arnar­nesi

Atli Ísleifsson skrifar
Stórir pollar hafa víða myndast á götum borgarinnar. Myndin er úr safni.
Stórir pollar hafa víða myndast á götum borgarinnar. Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins hefur verið kallað inn eftir að vatn tók að flæða inn í hús á Arnarnesi í Garðabæ snemma í morgun. Stífla hafði þar myndast í götunni og flæddi vatn inn í húsið.

Varðstjóri hjá slökkviliði segir að enn sem komið er sé þetta eina útkallið vegna vatnstjóns en að slíkt komi oft í ljós þegar fólk fer á fætur og að þá sé skaðinn oft þegar skeður.

Það hefur verið slydda og rigning í nótt og nokkur hlýindi sem hefur leitt til þess að snjór hefur bráðnað. Mikið slabb er því á götum og pollar myndast.

Varðstjóri hvetur fólk til að hreinsa vel frá niðurföllum til að koma í veg fyrir tjón.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×