Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar 23. desember 2024 10:00 Síðustu daga hefur verið töluverð umræða um kaup Hafnarfjarðarbæjar á Skessunni, knatthúsi FH, sem á sér meira en sex ára sögu. Árið 2018 ákváðu bæjaryfirvöld að byggja knatthús á félagssvæði FH og var verkið boðið út. Aðeins þrjú tilboð bárust sem öllum var hafnað þar sem lægsta tilboð var 53% yfir kostnaðaráætlun. Málið keyrt í gegn af meirihluta Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks Þetta gerðist á vordögum 2018 og eftir kosningar tók við meirihluti Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks. Meðal fyrstu verka meirihlutans var að ganga frá málum við FH og í miklum flýti var gengið frá rammasamkomulagi við félagið um kaup bæjarins á íþróttamannvirkjum á svæði FH fyrir 790 milljónir. Samkvæmt samkomulaginu átti andvirði sölu eigna að renna til byggingar knatthússins, sem FH átti að eiga og reka sjálft. Með því móti átti að nást hagkvæmni og samlegð við aðrar framkvæmdir við Kaplakrika. Þessu mótmæltu fulltrúar Samfylkingarinnar harðlega á sínum tíma, enda ekki talið í samræmi við ráðstöfun opinbers fjár og jafnframt kúvending á stefnu sveitarfélagsins um eignarhald á íþróttamannvirkjum sem samþykkt var árið 2017. Þá voru gerðar alvarlegar athugasemdir við eignarhlut eigna sem átti að kaupa af FH sem lá ekki að fullu fyrir. Rammasamkomulagið var samþykkt af meirihluta Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks á bæjarráðsfundi um mitt sumar. Minnihlutinn kærði ákvörðunina til samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytis. Skessan eina íþróttamannvirkið í eigu félags Knatthús FH reis og var tekið í notkun haustið 2019 og fékk nafnið Skessan og bætti til muna aðstöðu til knattspyrnuiðkunar. Fyrir rúmlega tveimur árum síðan var samþykkt að hefja byggingu knatthús Hauka fyrir rúma 4 milljarða sem verður tekið í notkun núna í byrjun árs. Húsið er byggt af Hafnarfjarðarbæ. Skessan er eina íþróttamannvirkið í Hafnarfirði sem er í eigu félags. Það er eðlilegt að öll íþróttafélög sitji við sama borð og njóti jafnræðis og það lendi ekki á foreldrum iðkenda að greiða fyrir rekstur íþróttamannvirkja. Því hófust samningaviðræður FH og Hafnarfjarðarbæjar um kaup bæjarins á Skessunni, en reksturinn hefur reynst félaginu þungur og auk þess var ráðist í byggingu nauðsynlegrar búningaaðstöðu við knatthúsið sem ekki var í fyrri áætlunum. Áætlaður kostnaður bæjarins vegna kaupa Skessunar er um 1.2 milljarður. Meirihlutinn slær ryki í augu bæjarbúa Niðurstaðan er að þegar allt er talið saman þá hefur bærinn lagt til Skessunar meira en 2 milljarða. Ef staðið hefði verið að uppbyggingu Skessunnar eins og Samfylkingin lagði til fyrir sex árum, þá væri staðan allt önnur. Það er ljóst að þessir fordæmalausu fjármálagjörningar sem gerðir voru fyrir sex árum eru að koma í bakið á bæjaryfirvöldum í dag og vitna um óráðsíu meirihluta Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks í fjármálum bæjarins. Það vita fulltrúar Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks og reyna því allt hvað þeir geta að slá ryki í augu bæjarbúa og víkja undan ábyrgði með því að skella skuldinni á forystu FH. Það er er ekki stórmannlegt. Ábyrgðin liggur hjá meirihluta Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks Meirihluti Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks í Hafnarfirði ber fulla ábyrgð á því hvernig komið er. Nú þarf að taka höndum saman um að ljúka þessu máli. Skessan er gott hús og hagkvæmt hús og mikil lyftistöng fyrir félags- og íþróttastarf í Hafnarfirði. Hvort meirihlutanum tekst að ljúka þessu máli af reisn fyrir Hafnarfjörð má stórlega efast um, nema að stefnubreyting eigi sér stað í störfum hans. Höfundur er bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stefán Már Gunnlaugsson Hafnarfjörður FH Úttekt á byggingu Skessunnar í Hafnarfirði Mest lesið Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Halldór 29.11.2025 Halldór Skoðun Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson skrifar Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal skrifar Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Sjá meira
Síðustu daga hefur verið töluverð umræða um kaup Hafnarfjarðarbæjar á Skessunni, knatthúsi FH, sem á sér meira en sex ára sögu. Árið 2018 ákváðu bæjaryfirvöld að byggja knatthús á félagssvæði FH og var verkið boðið út. Aðeins þrjú tilboð bárust sem öllum var hafnað þar sem lægsta tilboð var 53% yfir kostnaðaráætlun. Málið keyrt í gegn af meirihluta Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks Þetta gerðist á vordögum 2018 og eftir kosningar tók við meirihluti Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks. Meðal fyrstu verka meirihlutans var að ganga frá málum við FH og í miklum flýti var gengið frá rammasamkomulagi við félagið um kaup bæjarins á íþróttamannvirkjum á svæði FH fyrir 790 milljónir. Samkvæmt samkomulaginu átti andvirði sölu eigna að renna til byggingar knatthússins, sem FH átti að eiga og reka sjálft. Með því móti átti að nást hagkvæmni og samlegð við aðrar framkvæmdir við Kaplakrika. Þessu mótmæltu fulltrúar Samfylkingarinnar harðlega á sínum tíma, enda ekki talið í samræmi við ráðstöfun opinbers fjár og jafnframt kúvending á stefnu sveitarfélagsins um eignarhald á íþróttamannvirkjum sem samþykkt var árið 2017. Þá voru gerðar alvarlegar athugasemdir við eignarhlut eigna sem átti að kaupa af FH sem lá ekki að fullu fyrir. Rammasamkomulagið var samþykkt af meirihluta Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks á bæjarráðsfundi um mitt sumar. Minnihlutinn kærði ákvörðunina til samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytis. Skessan eina íþróttamannvirkið í eigu félags Knatthús FH reis og var tekið í notkun haustið 2019 og fékk nafnið Skessan og bætti til muna aðstöðu til knattspyrnuiðkunar. Fyrir rúmlega tveimur árum síðan var samþykkt að hefja byggingu knatthús Hauka fyrir rúma 4 milljarða sem verður tekið í notkun núna í byrjun árs. Húsið er byggt af Hafnarfjarðarbæ. Skessan er eina íþróttamannvirkið í Hafnarfirði sem er í eigu félags. Það er eðlilegt að öll íþróttafélög sitji við sama borð og njóti jafnræðis og það lendi ekki á foreldrum iðkenda að greiða fyrir rekstur íþróttamannvirkja. Því hófust samningaviðræður FH og Hafnarfjarðarbæjar um kaup bæjarins á Skessunni, en reksturinn hefur reynst félaginu þungur og auk þess var ráðist í byggingu nauðsynlegrar búningaaðstöðu við knatthúsið sem ekki var í fyrri áætlunum. Áætlaður kostnaður bæjarins vegna kaupa Skessunar er um 1.2 milljarður. Meirihlutinn slær ryki í augu bæjarbúa Niðurstaðan er að þegar allt er talið saman þá hefur bærinn lagt til Skessunar meira en 2 milljarða. Ef staðið hefði verið að uppbyggingu Skessunnar eins og Samfylkingin lagði til fyrir sex árum, þá væri staðan allt önnur. Það er ljóst að þessir fordæmalausu fjármálagjörningar sem gerðir voru fyrir sex árum eru að koma í bakið á bæjaryfirvöldum í dag og vitna um óráðsíu meirihluta Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks í fjármálum bæjarins. Það vita fulltrúar Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks og reyna því allt hvað þeir geta að slá ryki í augu bæjarbúa og víkja undan ábyrgði með því að skella skuldinni á forystu FH. Það er er ekki stórmannlegt. Ábyrgðin liggur hjá meirihluta Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks Meirihluti Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks í Hafnarfirði ber fulla ábyrgð á því hvernig komið er. Nú þarf að taka höndum saman um að ljúka þessu máli. Skessan er gott hús og hagkvæmt hús og mikil lyftistöng fyrir félags- og íþróttastarf í Hafnarfirði. Hvort meirihlutanum tekst að ljúka þessu máli af reisn fyrir Hafnarfjörð má stórlega efast um, nema að stefnubreyting eigi sér stað í störfum hans. Höfundur er bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í Hafnarfirði.
Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar