Þetta kemur fram á vef Veðurstofunnar þar, umferdin.is, þar sem nálgast má yfirlit yfir færð á vegum landsins.
Holtavörðuheiði verður lokað kl. 19:30, að því er fram kemur í tilkynningu. Það sé vegna slæmrar veðurspá sem verður til þess að ófært verður á veginum um heiðina. Öxnadalsheiði er enn opin en þar er unnið að mokstri.
Víða á Vestfjörðum er ófært. Veginum um Súðarvíkurhlíð var lokað klukkan 16 vegna snjóflóðahættu. Í dag hefur verið ófært um Ísafjarðardjúp og unnið að mokstri á Steingrímsfjarðarheiði.
Á Austfjörðum er ófært um Öxi, Breiðdalsheiði, Mjóafjarðarheiði og Hellisheiði eystri. Víða eru hálkublettir og varað við skafrenningi.