Unga fólkið flytur austur fyrir fjall Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 29. desember 2024 14:03 Mjög mikið er byggt af nýju húsnæði í Hveragerði og sömu sögu er að segja um Sveitarfélagið Ölfuss og Sveitarfélagið Árborg. Magnús Hlynur Hreiðarsson Sjaldan eða aldrei hefur verið byggt eins mikið af nýju íbúðarhúsnæði í Hveragerði eins og á þessu ári enda fjölgar fólki ört í bæjarfélaginu. Bæjarstjórinn segir greinilegt að ungt fólk sé að horfa frá höfuðborgarsvæðinu austur fyrir fjall. Mikil uppbygging hefur átt sér á Árborgarsvæðinu á árinu 2024, sem er nú senn að ljúka en þá er átt við Sveitarfélagið Árborg, Sveitarfélagið Ölfus og Hveragerðisbæ. Öll sveitarfélögin hafa samþykkt fjárhagsáætlun fyrir nýtt ár og gefa þær allar fyrirheit um áframhaldandi uppbyggingu og vöxt í sveitarfélögunum. Pétur G. Markan, bæjarstjóri Hveragerðisbæjar segir að nýtt ár líti mjög vel út hjá Hveragerðisbæ. „Það er náttúrulega mikið af verkefnum, mikið af fjárfestingum hérna. Við erum í heilmikilli uppbyggingu íþróttamannvirkja, íþróttahús og gervigrasvöllur og svo erum við að brjóta land og götur. Þannig að það er mikið um að vera og þetta svæði í heildinni verður örugglega það svæði á sveitarstjórnarstiginu, sem er mest spenna fyrir næstu 10 til 20 árin og jafnvel lengur. Það er bara ofboðsleg gæði hérna og Hveragerðisbær hefur alveg ótrúlegan reit, ótrúlegt hreiður, sem að skapar okkur sérstöðu og hér mun fólk vilja búa í meira mæli,” segir Pétur. Pétur G. Markan, bæjarstjóri Hveragerðisbæjar, sem segir að ungt fólk sé að horfa frá höfuðborgarsvæðinu yfir heiðina austur yfir og koma fyrir sér fótunum og byggja.Magnús Hlynur Hreiðarsson Pétur hrósar bæjarfulltrúum í Hveragerði, þar sé góð eining og allir vinni saman, sem sé mjög mikilvægt eins og í kringum fjárhagsáætlunargerð og fleiri stór verkefni. Og íbúum í Hveragerði fjölgar og fjölgar enda byggt og byggt. „Já og maður finnur að ungt fólk er að horfa frá höfuðborgarsvæðinu yfir heiðina austur yfir og koma fyrir sér fótunum og byggja”, segir bæjarstjóri Hveragerðisbæjar. Hveragerði Árborg Ölfus Mest lesið Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent Fleiri fréttir Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrða kafbáta „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Sjá meira
Mikil uppbygging hefur átt sér á Árborgarsvæðinu á árinu 2024, sem er nú senn að ljúka en þá er átt við Sveitarfélagið Árborg, Sveitarfélagið Ölfus og Hveragerðisbæ. Öll sveitarfélögin hafa samþykkt fjárhagsáætlun fyrir nýtt ár og gefa þær allar fyrirheit um áframhaldandi uppbyggingu og vöxt í sveitarfélögunum. Pétur G. Markan, bæjarstjóri Hveragerðisbæjar segir að nýtt ár líti mjög vel út hjá Hveragerðisbæ. „Það er náttúrulega mikið af verkefnum, mikið af fjárfestingum hérna. Við erum í heilmikilli uppbyggingu íþróttamannvirkja, íþróttahús og gervigrasvöllur og svo erum við að brjóta land og götur. Þannig að það er mikið um að vera og þetta svæði í heildinni verður örugglega það svæði á sveitarstjórnarstiginu, sem er mest spenna fyrir næstu 10 til 20 árin og jafnvel lengur. Það er bara ofboðsleg gæði hérna og Hveragerðisbær hefur alveg ótrúlegan reit, ótrúlegt hreiður, sem að skapar okkur sérstöðu og hér mun fólk vilja búa í meira mæli,” segir Pétur. Pétur G. Markan, bæjarstjóri Hveragerðisbæjar, sem segir að ungt fólk sé að horfa frá höfuðborgarsvæðinu yfir heiðina austur yfir og koma fyrir sér fótunum og byggja.Magnús Hlynur Hreiðarsson Pétur hrósar bæjarfulltrúum í Hveragerði, þar sé góð eining og allir vinni saman, sem sé mjög mikilvægt eins og í kringum fjárhagsáætlunargerð og fleiri stór verkefni. Og íbúum í Hveragerði fjölgar og fjölgar enda byggt og byggt. „Já og maður finnur að ungt fólk er að horfa frá höfuðborgarsvæðinu yfir heiðina austur yfir og koma fyrir sér fótunum og byggja”, segir bæjarstjóri Hveragerðisbæjar.
Hveragerði Árborg Ölfus Mest lesið Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent Fleiri fréttir Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrða kafbáta „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Sjá meira