Handbolti

Al­freð setur Þýska­land og Ís­land í sama flokk fyrir HM

Aron Guðmundsson skrifar
Alfreð Gíslason, landsliðsþjálfari Þýskalands og Snorri Steinn Guðjónsson, landsliðsþjálfari Íslands
Alfreð Gíslason, landsliðsþjálfari Þýskalands og Snorri Steinn Guðjónsson, landsliðsþjálfari Íslands Vísir/Samsett mynd

Al­freð Gísla­son, þjálfari þýska karla­lands­liðsins í hand­bolta, segir þrjú lands­lið vera lík­legri en önnur til að standa uppi sem heims­meistari á komandi stór­móti í janúar. Al­freð setur Ís­land og Þýska­land í sama flokk. Lið sem geta strítt þeim lík­legustu.

Þjóðverjar enduðu í fjórða sæti á Evrópumótinu fyrir rétt tæpu ári síðan og nældu sér svo í silfur­verð­laun á Ólympíu­leikunum í París í sumar og spurði blaðamaður Bild Al­freð að því hvort það þýddi að gull­verð­launin kæmu á komandi heims­meistaramóti.

Al­freð svaraði því hlæjandi: „Nei það eru þrjú lands­lið sem eru á toppnum. Danska lands­liðið er sem stendur á undan öðrum, meira að segja án Niklas landin og Mikkel Han­sen (sem hættu eftir Ólympíu­leikana). Frakkarnir gætu þurft að finna leið án Dika Mem en ég sé þá þarna við toppinn rétt eins og sænska lands­liðið. Á eftir þessum liðum ertu með fjögur til sex lið sem geta strítt þessum topp þremur liðum. Við erum eitt þeirra liða.“

Al­freð var þá inntur eftir svörum varðandi það hvaða önnur lið væru á sama stað og Þýska­land.

„Króatía, Ís­land, Noregur og jafn­vel Egypta­land. Ég sé króatíska lands­liðið sem eitt af lík­legustu liðunum til af­reka. Þeirra lið býr yfir mikilli reynslu,“ svaraði Al­freð en Ís­lendingurinn Dagur Sigurðs­son er lands­liðsþjálfari Króatíu.“

Að­spurður um mark­mið þýska lands­liðsins á komandi heims­meistaramóti hafði Al­freð þetta að segja en Þýska­land er í Evrópuriðli með lands­liðum Tékk­lands, Póllands og Sviss:

„Fyrsta mark­mið er að við vinnum okkar riðil og tökum svo stöðuna. Auðvitað langar okkur að komast í undanúr­slit aftur. Vonir okkar standa til þess. Árangur okkar á Ólympíu­leikunum sýndi mínum leik­mönnum að þeir geta unnið þessi svo­kölluðu stóru lið. Það gefur þeim meira sjálf­s­traust. En þessa frammistöðu þurfum við að sýna aftur og aftur.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×