Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Samúel Karl Ólason skrifar 2. janúar 2025 19:25 Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur Íslandsbanka. Vísir/Vilhelm Stýrivextir hér á landi gætu verið komnir niður í 6,5 prósent fyrir lok ársins 2025. Þá er búið að skattleggja veip og nikótínpúða, auk þess sem virðisaukaskattur hefur aftur verið settur á hjól af ýmsum gerðum og verð á eldsneyti hækkar um sirka fimm prósent vegna gjaldahækkana. Þetta er meðal þess sem segir Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur Íslandsbanka, nefnir varðandi helstu breytingarnar fyrir buddur Íslendinga á nýju ári. Rætt var við hann í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Hann byrjaði á því að nefna að á nýju ári hækka ýmis opinber gjöld en að þessu sinni sé hækkunin í mörgum tilfellum mjög hófleg. Ákvörðun hafi verið tekin um að hækka útvarpsgjald (um 2,5 prósent í 21.400 krónur), gjald í framkvæmdasjóð aldraðra, áfengisgjald og ýmis önnur slík fastagjöld. Jón Bjarki ræddi einnig fyrirhugaðar breytingar á eldsneytisgjaldi. Til hefur staðið að breyta því töluvert og að setja kílómetragjald á alla bíla, eins og rafmagnsbíla, og í staðinn lækka álögur á eldsneyti. Það náðist þó ekki fyrir stjórnarslit og kosningar. „Fyrir bragðið er verið að hækka svolítið gjöldin á bensín og dísel og sér í lagi kolefnisgjald, sem hækkar um alveg sextíu prósent. Það hljómar ekki vel en svo vill til að þetta gjald er ekkert svakalega hátt,“ sagði Jón Bjarki og benti á að þetta væri bara lítill hluti af allskonar álögum sem lagðar væru á eldsneyti, auk virðisaukaskatts. Jón Bjarki sagði að honum reiknaðist til að eldsneytisverð væri að fara að hækka um rúmar tíu krónur á lítra, vegna gjaldabreytinga. „Við erum að tala um kannski svona fimm prósenta hækkun á eldsneytinu, þegar þessu öllu er haldið til haga,“ sagði Jón Bjarki. Síðasta ár skárra en hann óttaðist Jón Bjarki sagði síðasta ár að sumu leyti hafa farið skár en hann óttaðist í snemma í fyrra. Ferðamannaárið hafi „sloppið fyrir horn“ og þar að auki hafi fyrstu skrefin verið tekin í vaxtalækkunum. Ekki hafi verið öruggt að svo yrði um mitt ár. „Jújú. Við erum að stefna í áttina að jafnvægi og ennþá er allt svona frekar traust, bæði hjá heimilum og fyrirtækjum og auðvitað almennt, auðvitað er misjöfn staða, en almennt held ég að þessir aðilar hafi það gott.“ Hvað varðaði stöðu vaxta og verðbólgu sagði Jón Bjarki að búast mætti við því að einhverjir breyttu yfir í verðtryggð lán en aðrir færu í blöndu og reyndu að bíða af sér hátt vaxtastig. Hann sagðist búast við því að vextir færu hægt og rólega niður út árið. „Þessi tilvist verðtryggðra lána er bæði blessun og bölvun að þessu leyti. Það er vissulega valkostur sem fólk getur nýtt sér til að lækka greiðslubyrðina en við þekkjum öll hvernig verðtryggðu lánin haga sér. Eignamyndunin verður þeim mun hægari,“ sagði Jón Bjarki. Hann sagðist nokkuð bjartsýnn fyrir nýju ári. Bæði almenningur og stjórnendur fyrirtækja virtust bjartsýnni, samkvæmt viðhorfskönnunum. Hlusta má á spjallið við Jón Bjarka í spilaranum hér að neðan. Skattur á veipið og púða Þegar kemur að nýjum sköttum eða gjöldum sagði Jón Bjarki helst hægt að benda á tvennt þar. Aftur væri verið að leggja virðisaukaskatt á hjól. Allt frá hlaupahjólum upp í rafmagnshjól en þessi tæki hafa verið án vsk í fjögur ár. Jón Bjarki segir að á móti eigi að taka upp einhverskonar styrk fyrir kaupendur rafhjóla, svipað og kaupendur rafmagnsbíla fá. Það sé þó „sýnd veiði en ekki gefin“ að svo stöddu. Einnig sé verið að skattleggja á veipið og nikótínpúða með svo kölluðu nikótíngjaldi. „Það er auðvelt að færa lýðheilsurök fyrir þessu og væntanlega verða ekki háværar mótmælaraddir við þessu tiltekna gjaldi,“ sagði Jón Bjarki. Hann sagði að þetta gjald ætti að skila einhverjum milljörðum í ríkiskassann á árinu. Neytendur Fjármál heimilisins Skattar og tollar Reykjavík síðdegis Mest lesið Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Innlent „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Innlent Mildari spá í kortunum Veður Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Fleiri fréttir Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Sjá meira
Þetta er meðal þess sem segir Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur Íslandsbanka, nefnir varðandi helstu breytingarnar fyrir buddur Íslendinga á nýju ári. Rætt var við hann í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Hann byrjaði á því að nefna að á nýju ári hækka ýmis opinber gjöld en að þessu sinni sé hækkunin í mörgum tilfellum mjög hófleg. Ákvörðun hafi verið tekin um að hækka útvarpsgjald (um 2,5 prósent í 21.400 krónur), gjald í framkvæmdasjóð aldraðra, áfengisgjald og ýmis önnur slík fastagjöld. Jón Bjarki ræddi einnig fyrirhugaðar breytingar á eldsneytisgjaldi. Til hefur staðið að breyta því töluvert og að setja kílómetragjald á alla bíla, eins og rafmagnsbíla, og í staðinn lækka álögur á eldsneyti. Það náðist þó ekki fyrir stjórnarslit og kosningar. „Fyrir bragðið er verið að hækka svolítið gjöldin á bensín og dísel og sér í lagi kolefnisgjald, sem hækkar um alveg sextíu prósent. Það hljómar ekki vel en svo vill til að þetta gjald er ekkert svakalega hátt,“ sagði Jón Bjarki og benti á að þetta væri bara lítill hluti af allskonar álögum sem lagðar væru á eldsneyti, auk virðisaukaskatts. Jón Bjarki sagði að honum reiknaðist til að eldsneytisverð væri að fara að hækka um rúmar tíu krónur á lítra, vegna gjaldabreytinga. „Við erum að tala um kannski svona fimm prósenta hækkun á eldsneytinu, þegar þessu öllu er haldið til haga,“ sagði Jón Bjarki. Síðasta ár skárra en hann óttaðist Jón Bjarki sagði síðasta ár að sumu leyti hafa farið skár en hann óttaðist í snemma í fyrra. Ferðamannaárið hafi „sloppið fyrir horn“ og þar að auki hafi fyrstu skrefin verið tekin í vaxtalækkunum. Ekki hafi verið öruggt að svo yrði um mitt ár. „Jújú. Við erum að stefna í áttina að jafnvægi og ennþá er allt svona frekar traust, bæði hjá heimilum og fyrirtækjum og auðvitað almennt, auðvitað er misjöfn staða, en almennt held ég að þessir aðilar hafi það gott.“ Hvað varðaði stöðu vaxta og verðbólgu sagði Jón Bjarki að búast mætti við því að einhverjir breyttu yfir í verðtryggð lán en aðrir færu í blöndu og reyndu að bíða af sér hátt vaxtastig. Hann sagðist búast við því að vextir færu hægt og rólega niður út árið. „Þessi tilvist verðtryggðra lána er bæði blessun og bölvun að þessu leyti. Það er vissulega valkostur sem fólk getur nýtt sér til að lækka greiðslubyrðina en við þekkjum öll hvernig verðtryggðu lánin haga sér. Eignamyndunin verður þeim mun hægari,“ sagði Jón Bjarki. Hann sagðist nokkuð bjartsýnn fyrir nýju ári. Bæði almenningur og stjórnendur fyrirtækja virtust bjartsýnni, samkvæmt viðhorfskönnunum. Hlusta má á spjallið við Jón Bjarka í spilaranum hér að neðan. Skattur á veipið og púða Þegar kemur að nýjum sköttum eða gjöldum sagði Jón Bjarki helst hægt að benda á tvennt þar. Aftur væri verið að leggja virðisaukaskatt á hjól. Allt frá hlaupahjólum upp í rafmagnshjól en þessi tæki hafa verið án vsk í fjögur ár. Jón Bjarki segir að á móti eigi að taka upp einhverskonar styrk fyrir kaupendur rafhjóla, svipað og kaupendur rafmagnsbíla fá. Það sé þó „sýnd veiði en ekki gefin“ að svo stöddu. Einnig sé verið að skattleggja á veipið og nikótínpúða með svo kölluðu nikótíngjaldi. „Það er auðvelt að færa lýðheilsurök fyrir þessu og væntanlega verða ekki háværar mótmælaraddir við þessu tiltekna gjaldi,“ sagði Jón Bjarki. Hann sagði að þetta gjald ætti að skila einhverjum milljörðum í ríkiskassann á árinu.
Neytendur Fjármál heimilisins Skattar og tollar Reykjavík síðdegis Mest lesið Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Innlent „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Innlent Mildari spá í kortunum Veður Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Fleiri fréttir Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Sjá meira