Innlent

„Við værum klaufa­leg ef það væri ekki“

Eiður Þór Árnason skrifar
Engir stórbrunar loguðu á höfuðborgarsvæðinu síðasta sólarhringinn.
Engir stórbrunar loguðu á höfuðborgarsvæðinu síðasta sólarhringinn. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins

Eldur kviknaði í litlum skúr við Rauðavatn nærri Hádegismóum í Reykjavík í nótt. Um minniháttar eld var að ræða og tók skamman tíma að ráða niðurlögum hans.

„Við værum klaufaleg ef það væri ekki,“ segir varðstjóri í samtali við fréttastofu en tilkynning barst um brunann um fjögur leytið í nótt. Alls voru fimm útköll á dælubíla slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins síðasta sólarhring og var ekkert þeirra svo stórt að það kallaði á mannskap frá fleiri en einni slökkvistöð.

Þar að auki komu rúmlega níutíu sjúkraflutningar inn á borð slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins síðastliðinn sólarhring.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×