Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Kristín Ólafsdóttir skrifar 4. janúar 2025 14:21 Díana Óskarsdóttir, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurlands. Einkasafn Forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurlands hafnar því að stofnunin bjóði læknum verri kjör en þekkist annars staðar, eins og læknir sem áður starfaði hjá stofnuninni heldur fram. Forstjórinn segir það þó gríðarlegt áhyggjuefni að ekki náist að manna stöður í minni bæjum. Mál manns í Rangárþingi sem vakið hefur athygli sé vissulega óforsvaranlegt. Læknarnir Oddur Þórir Þórarinsson og Hafsteinn Daníel Þorsteinsson, sem störfuðu báðir hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands, HSU, um árabil viðruðu þungar áhyggjur sínar af stöðu heilbrigðismála á Suðurlandi í fréttum Stöðvar 2 í gær. Þeir gagnrýndu stjórn HSU fyrir að bjóða læknum lakari kjör en þekkist annars staðar og bregðast illa við mönnunarvanda sem sé gegnumgangandi á svæðinu. Díana Óskarsdóttir forstjóri HSU vísar ýmsu í málflutningi læknanna á bug. „Almennt gengur okkur vel að manna stöðurnar okkar, þó svo að í einhverjum tilfellum reynist erfitt að manna læknastöður á minni heilsugæslustöðvum. Og það er náttúrulega gríðarlegt áhyggjuefni þegar það gerist. Mér finnst líka mikilvægt í þessari umræðu að fólk upplifi ekki óöryggi, það er afar mikilvægt að íbúar á Suðurlandi og aðrir skjólstæðingar sem til okkar leita geti treyst að öryggi þeirra sé tryggt,“ segir Díana. Greiðslurnar í samræmi við aðrar stofnanir Þá hafnar Díana fullyrðingum um að kjör hjá HSU séu lakari en annars staðar. „Greiðslurnar eru að okkar mati í samræmi við þá taxta sem ég sé frá öðrum stofnunum. Og við höfum alveg átt samtal ég og forstjórar annarra heilbrigðisstofnana. Við erum mjög meðvitð um þetta og þetta er bara mjög erfið staða. Ég get ekki séð að við séum að gera verr en aðrir,“ segir Díana. Mál aldraðs manns í Rangárþingi sem ekki var hægt að úrskurða látinn um jólin vegna læknaskorts hefur verið í brennidepli, og þótt ákveðin táknmynd vandans. Díana segir verið að vinna í að koma málum þar í betra horf. Er ekki óforsvaranlegt að ekki sé hægt að bregðast við svona tilviki? „Jú, það má klárlega segja það. Það er náttúrulega miður að úrskurður látins manns hafi þurft að bíða og að vottorðið hafi ekki fengist afgreitt strax með þeim hætti sem til er ætlast. Og mér þykir þetta miður. Það var líka um misskilning í þessu ferli að ræða og það hefði ekki þurft að taka svona langan tíma að afgreiða málið.“ Funda eftir helgi Annar læknirinn orðaði þetta þannig í gær að hann óttaðist að Suðurlandið yrði eyðimörk í heilbrigðisþjónustu ef fram heldur sem horfir. Þú tekur ekki undir það? „Guð minn góður. Við erum náttúrulega stór stofnun eins og ég sagði, 850 starfsmenn, og við erum að mestu mjög vel mönnuð nema, þar sem áhyggjuefnin eru, á minni heilsugæslum á landsbyggðinni þar sem vantar lækna til að setjast að og vera.“ Díana segir þó ljóst að bregðast þurfi við mönnunarvandanum þar sem hann sé til staðar. Hún hafi rætt við heilbrigðisráðherra, fyrrverandi og núverandi, um aðgerðir til að laða að lækna. Þar megi nefna afslátt á námslánum eða skattaívilnanir. Þá mun HSU funda með forsvarsmönnum Ásahrepps og Rángarþings eystra og ytra um stöðu mála eftir helgi. Heilbrigðismál Heilbrigðisstofnun Suðurlands Kjaramál Tengdar fréttir Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Ekki náðist í lækni til að úrskurða mann látinn þegar hann lést á hjúkrunar- og dvalarheimilinu Kirkjuhvoli á Hvolsvelli á aðfangadagskvöld. Sveitarstjórnarfulltrúi segir stöðu heilbrigðismála í Rangárþingi vera ólíðandi en enginn læknir er að störfum í sýslunni. 3. janúar 2025 06:45 „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Læknir segir læknalaust á Rangárvallasýslu vegna þess að Heilbrigðisstofnun Suðurlands hefur markvisst auglýst starfið með kjörum undir gildandi kjarasamningum til að fæla frá verktaka. Hérað HSU sé eyðimörk hvað varðar mönnun í dag. 28. desember 2024 17:00 Enginn læknir á vaktinni Íbúar í Rangárvallasýslu krefjast úrbóta í læknamálum en enginn læknir var á vakt yfir jólin í sýslunni. Skorað er á stjórnvöld að standa við gefin loforð og tryggja eflingu heilsugæslunnar á landsbyggðinni án tafar. 28. desember 2024 13:04 Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Fleiri fréttir Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Sjá meira
Læknarnir Oddur Þórir Þórarinsson og Hafsteinn Daníel Þorsteinsson, sem störfuðu báðir hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands, HSU, um árabil viðruðu þungar áhyggjur sínar af stöðu heilbrigðismála á Suðurlandi í fréttum Stöðvar 2 í gær. Þeir gagnrýndu stjórn HSU fyrir að bjóða læknum lakari kjör en þekkist annars staðar og bregðast illa við mönnunarvanda sem sé gegnumgangandi á svæðinu. Díana Óskarsdóttir forstjóri HSU vísar ýmsu í málflutningi læknanna á bug. „Almennt gengur okkur vel að manna stöðurnar okkar, þó svo að í einhverjum tilfellum reynist erfitt að manna læknastöður á minni heilsugæslustöðvum. Og það er náttúrulega gríðarlegt áhyggjuefni þegar það gerist. Mér finnst líka mikilvægt í þessari umræðu að fólk upplifi ekki óöryggi, það er afar mikilvægt að íbúar á Suðurlandi og aðrir skjólstæðingar sem til okkar leita geti treyst að öryggi þeirra sé tryggt,“ segir Díana. Greiðslurnar í samræmi við aðrar stofnanir Þá hafnar Díana fullyrðingum um að kjör hjá HSU séu lakari en annars staðar. „Greiðslurnar eru að okkar mati í samræmi við þá taxta sem ég sé frá öðrum stofnunum. Og við höfum alveg átt samtal ég og forstjórar annarra heilbrigðisstofnana. Við erum mjög meðvitð um þetta og þetta er bara mjög erfið staða. Ég get ekki séð að við séum að gera verr en aðrir,“ segir Díana. Mál aldraðs manns í Rangárþingi sem ekki var hægt að úrskurða látinn um jólin vegna læknaskorts hefur verið í brennidepli, og þótt ákveðin táknmynd vandans. Díana segir verið að vinna í að koma málum þar í betra horf. Er ekki óforsvaranlegt að ekki sé hægt að bregðast við svona tilviki? „Jú, það má klárlega segja það. Það er náttúrulega miður að úrskurður látins manns hafi þurft að bíða og að vottorðið hafi ekki fengist afgreitt strax með þeim hætti sem til er ætlast. Og mér þykir þetta miður. Það var líka um misskilning í þessu ferli að ræða og það hefði ekki þurft að taka svona langan tíma að afgreiða málið.“ Funda eftir helgi Annar læknirinn orðaði þetta þannig í gær að hann óttaðist að Suðurlandið yrði eyðimörk í heilbrigðisþjónustu ef fram heldur sem horfir. Þú tekur ekki undir það? „Guð minn góður. Við erum náttúrulega stór stofnun eins og ég sagði, 850 starfsmenn, og við erum að mestu mjög vel mönnuð nema, þar sem áhyggjuefnin eru, á minni heilsugæslum á landsbyggðinni þar sem vantar lækna til að setjast að og vera.“ Díana segir þó ljóst að bregðast þurfi við mönnunarvandanum þar sem hann sé til staðar. Hún hafi rætt við heilbrigðisráðherra, fyrrverandi og núverandi, um aðgerðir til að laða að lækna. Þar megi nefna afslátt á námslánum eða skattaívilnanir. Þá mun HSU funda með forsvarsmönnum Ásahrepps og Rángarþings eystra og ytra um stöðu mála eftir helgi.
Heilbrigðismál Heilbrigðisstofnun Suðurlands Kjaramál Tengdar fréttir Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Ekki náðist í lækni til að úrskurða mann látinn þegar hann lést á hjúkrunar- og dvalarheimilinu Kirkjuhvoli á Hvolsvelli á aðfangadagskvöld. Sveitarstjórnarfulltrúi segir stöðu heilbrigðismála í Rangárþingi vera ólíðandi en enginn læknir er að störfum í sýslunni. 3. janúar 2025 06:45 „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Læknir segir læknalaust á Rangárvallasýslu vegna þess að Heilbrigðisstofnun Suðurlands hefur markvisst auglýst starfið með kjörum undir gildandi kjarasamningum til að fæla frá verktaka. Hérað HSU sé eyðimörk hvað varðar mönnun í dag. 28. desember 2024 17:00 Enginn læknir á vaktinni Íbúar í Rangárvallasýslu krefjast úrbóta í læknamálum en enginn læknir var á vakt yfir jólin í sýslunni. Skorað er á stjórnvöld að standa við gefin loforð og tryggja eflingu heilsugæslunnar á landsbyggðinni án tafar. 28. desember 2024 13:04 Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Fleiri fréttir Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Sjá meira
Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Ekki náðist í lækni til að úrskurða mann látinn þegar hann lést á hjúkrunar- og dvalarheimilinu Kirkjuhvoli á Hvolsvelli á aðfangadagskvöld. Sveitarstjórnarfulltrúi segir stöðu heilbrigðismála í Rangárþingi vera ólíðandi en enginn læknir er að störfum í sýslunni. 3. janúar 2025 06:45
„Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Læknir segir læknalaust á Rangárvallasýslu vegna þess að Heilbrigðisstofnun Suðurlands hefur markvisst auglýst starfið með kjörum undir gildandi kjarasamningum til að fæla frá verktaka. Hérað HSU sé eyðimörk hvað varðar mönnun í dag. 28. desember 2024 17:00
Enginn læknir á vaktinni Íbúar í Rangárvallasýslu krefjast úrbóta í læknamálum en enginn læknir var á vakt yfir jólin í sýslunni. Skorað er á stjórnvöld að standa við gefin loforð og tryggja eflingu heilsugæslunnar á landsbyggðinni án tafar. 28. desember 2024 13:04