Innlent

Glit­ský prýddu himin höfuðborgarbúa í morguns­árið

Tómas Arnar Þorláksson skrifar
Glitský yfir Salahverfi í Kópavogi.
Glitský yfir Salahverfi í Kópavogi. vísir/vilhelm

Stærðarinnar glitský blöstu við borgarbúum á himni er þeir nudduðu stýrurnar úr augunum í morgunsárið. Ljósmyndari Vísis lét ekki spyrja sig tvisvar heldur nældi sér í nokkrar frábærar myndir af þessari fögru sjón.

„Glitský myndast upp í heiðhvolfinu, sem sagt ekki þessu hefðbundna veðrahvolfi sem við búum í, á svona fimmtán til 30 kílómetra hæð. Þau myndast þegar það er einstaklega kalt og það þarf að vera svona 70 til 90 stiga frost svo þau myndist. Þá myndast ískristallar beint. Vegna þess að þetta eru kristallar, brotnar ljósið svona og skýin verða svona marglitt.“

Þetta segir Eiríkur Örn Jóhannesson, veðurfræðingur á vakt hjá Veðurstofu Íslands um glitskýin. Hægt er lesa sér nánar til um skýin hér. Eiríkur segir þessa sjón ekkert sérstaklega sjaldgæfa en glitský spretta upp kollinum nær hvern vetur. Sjónin sé þó alltaf jafn fögur. 

Er eitthvað sérstakt við þessi tilteknu glitský?

„Nei þetta er bara hefðbundið sko. Lykilatriðið er bara að sólin þarf að vera lágt á lofti svo við sjáum þau. Hún þarf ða lýsa upp undir þau.“

Glitský yfir Lindakirkju í Kópavogi.vísir/vilhelm
Ís kristallar í skýjunum mynda hálfgerðan regnboga er sólin lýsir þau upp.vísir/vilhelm



Fleiri fréttir

Sjá meira


×