Þorgerður Katrín í Úkraínu Samúel Karl Ólason skrifar 7. janúar 2025 11:00 Þorgerðure Katrín og Andrí Sybíha, utanríkisráðherra Úkraínu. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra, er í Úkraínu. Þangað fór hún í vinnuheimsókn og mun hún funda með ráðamönnum þar, kynna sér stöðu mála og árétta stuðning Íslands við varnarbaráttu landsins gegn innrás Rússa. Í yfirlýsingu frá utanríkisráðuneytinu segir að Þorgerður Katrín hafi í morgun fundað með Andrí Sybíha, utanríkisráðherra Úkraínu, og frekari fundir séu fyrirhugaðir. Þá segir í yfirlýsingunni að ítarlegri fréttatilkynning verði send síðar í dag. Fyrsti símafundur Þorgerðar Katrínar í embætti var við Andrí Sybíha en það var á gamlársdag. Þá ítrekaði hún stuðning Íslands við Úkraínu og ræddu þau samstarf ríkjanna á alþjóðavettvangi. Þau Þorgerður Katrín og Andrí Sybíha eru stödd í Kænugarði. Sybíha hefur þakkað Þorgerði Katrínu fyrir heimsóknina og þakkað Íslendingum fyrir stuðning þeirra við Úkraínu. Hann nefnir einnig að þau hafi meðal annars talað um mögulegar fjárfestingar í hergagnaiðnaði Úkraínu og kornútflutningi ríkisins. Welcomed my Icelandic colleague @thorgkatrin in Kyiv. I appreciate that her first foreign call and visit are to Ukraine. We discussed further cooperation, including investment in Ukraine’s defense industry and “Grain From Ukraine” program. I thank Iceland for its strong support. pic.twitter.com/FLAhGWhiKV— Andrii Sybiha 🇺🇦 (@andrii_sybiha) January 7, 2025 Úkraínumenn og margir af bakhjörlum þeirra hafa lagt kapp á að styrkja hergagnaframleiðslu ríkisins þar sem búið er að ganga mjög á vopnabúr Evrópu og hergagnaverksmiðjur Evrópu hafa verið á yfirsnúningi. Á sama tíma hefur Úkraína burði til að auka framleiðslu töluvert og hafa Danir vakið athygli með fordæmi þeirra í að styðja við bakið á Úkraínu á því sviði. Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Utanríkismál Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Úkraínumenn eru sagðir hafa náð tökum á að minnsta kosti þremur þorpum í Kúrskhéraði, eftir skyndisókn sem hófst í gær. Samhliða henni munu Rússar þó hafa gert sína eigin stórsókn gegn Úkraínumönnum annarsstaðar í héraðinu og þykir það benda til þess að Rússar hafi átt von á sókn Úkraínumanna. 6. janúar 2025 10:11 Mest lesið Áhugi á Valhöll Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Erlent Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Innlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Sjá meira
Í yfirlýsingu frá utanríkisráðuneytinu segir að Þorgerður Katrín hafi í morgun fundað með Andrí Sybíha, utanríkisráðherra Úkraínu, og frekari fundir séu fyrirhugaðir. Þá segir í yfirlýsingunni að ítarlegri fréttatilkynning verði send síðar í dag. Fyrsti símafundur Þorgerðar Katrínar í embætti var við Andrí Sybíha en það var á gamlársdag. Þá ítrekaði hún stuðning Íslands við Úkraínu og ræddu þau samstarf ríkjanna á alþjóðavettvangi. Þau Þorgerður Katrín og Andrí Sybíha eru stödd í Kænugarði. Sybíha hefur þakkað Þorgerði Katrínu fyrir heimsóknina og þakkað Íslendingum fyrir stuðning þeirra við Úkraínu. Hann nefnir einnig að þau hafi meðal annars talað um mögulegar fjárfestingar í hergagnaiðnaði Úkraínu og kornútflutningi ríkisins. Welcomed my Icelandic colleague @thorgkatrin in Kyiv. I appreciate that her first foreign call and visit are to Ukraine. We discussed further cooperation, including investment in Ukraine’s defense industry and “Grain From Ukraine” program. I thank Iceland for its strong support. pic.twitter.com/FLAhGWhiKV— Andrii Sybiha 🇺🇦 (@andrii_sybiha) January 7, 2025 Úkraínumenn og margir af bakhjörlum þeirra hafa lagt kapp á að styrkja hergagnaframleiðslu ríkisins þar sem búið er að ganga mjög á vopnabúr Evrópu og hergagnaverksmiðjur Evrópu hafa verið á yfirsnúningi. Á sama tíma hefur Úkraína burði til að auka framleiðslu töluvert og hafa Danir vakið athygli með fordæmi þeirra í að styðja við bakið á Úkraínu á því sviði.
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Utanríkismál Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Úkraínumenn eru sagðir hafa náð tökum á að minnsta kosti þremur þorpum í Kúrskhéraði, eftir skyndisókn sem hófst í gær. Samhliða henni munu Rússar þó hafa gert sína eigin stórsókn gegn Úkraínumönnum annarsstaðar í héraðinu og þykir það benda til þess að Rússar hafi átt von á sókn Úkraínumanna. 6. janúar 2025 10:11 Mest lesið Áhugi á Valhöll Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Erlent Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Innlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Sjá meira
Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Úkraínumenn eru sagðir hafa náð tökum á að minnsta kosti þremur þorpum í Kúrskhéraði, eftir skyndisókn sem hófst í gær. Samhliða henni munu Rússar þó hafa gert sína eigin stórsókn gegn Úkraínumönnum annarsstaðar í héraðinu og þykir það benda til þess að Rússar hafi átt von á sókn Úkraínumanna. 6. janúar 2025 10:11