Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Bjarki Sigurðsson skrifar 7. janúar 2025 18:50 Tómas Guðbjartsson og Andemariam Beyene eftir að aðgerðina umtöluðu. vísir/vilhelm Ekkja manns sem fékk ígræddan plastbarka árið 2011 og lést þrjátíu mánuðum síðar hefur stefnt íslenska ríkinu. Hann hafi mátt þola ómannúðlega meðferð, meðal annars af hálfu starfsmanna Landspítalans, sem síðar dró hann til dauða. Fréttastofa hefur stefnuna undir höndum. Þar er heilbrigðisráðherra, fyrir hönd íslenska ríkisins, stefnt vegna tjóns sem ekkja Andemariams Teklesenbet Beyene og synir þeirra urðu fyrir. Þeir eru sextán, þrettán og ellefu ára gamlir. Aldrei verið gert áður Í stefnunni er það rakið hvernig íslenskir læknar sendu hinn krabbameinssjúka Andemariam til Svíþjóðar í aðgerð hjá Paolo Macchiarini. Aðgerð sem átti síðar eftir að draga hann til dauða. Þetta var í fyrsta sinn sem plastbarki var græddur í manneskju. Seinna kom í ljós að Macchiarini hafði ekki fengið leyfi siðanefndar fyrir aðgerðinni og hann dæmdur til fangelsisvistar vegna aðgerðarinnar og tveggja annarra. Tómas sendi Andemariam til Macchiarinis Meðferðarlæknir Andemariam var Tómas Guðbjartsson skurðlæknir. Hann tók einnig þátt í aðgerðinni örlagaríku í Svíþjóð. Í stefnunni segir að Tómas beri mesta ábyrgð á því sem kallað er óforsvaranleg læknismeðferð en frá því að aðgerðin var framkvæmd og til dauðadags hafi Andemariam upplifað óbærilegar þjáningar sem og hans nánustu. Tómas hafi ekki ráðfært sig við aðra lækna um hvaða meðferð hentaði Andemariam og hann breytt skjölum fyrir Macchiarini til þess að fá samþykki sænskra yfirvalda fyrir aðgerðinni. Ríkið áður hafnað bótakröfu Ekkja Andemariams krefst viðurkenningar á bótaskyldu ríkisins í málinu en ekki er nefnd tiltekin fjárhæð skaða- og miskabóta. Hann hafi mátt þola ómannúðlega meðferð af hálfu lækna Landspítalans og þegar brotið sé á grundvallar mannréttindum eigi að greiða hærri bætur en leiða má af skaðabótalögum. Forstjóri Landspítalans hefur áður beðið ekkju Andemariams afsökunar og lögmaður spítalans beint kröfu um skaðabætur til ríkislögmanns. Íslenska ríkið hafnaði þeirri kröfu hins vegar og því ákvað hún í samráði við lögmenn sína að stefna ríkinu. Fjallað var um málið í Kvöldfréttum Stöðvar 2: Klippa: Stefna ríkinu vegna ómannúðlegrar meðferðar Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Heilbrigðismál Plastbarkamálið Mest lesið „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Erlent Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Innlent Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Innlent Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Innlent Fleiri fréttir Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Sjá meira
Fréttastofa hefur stefnuna undir höndum. Þar er heilbrigðisráðherra, fyrir hönd íslenska ríkisins, stefnt vegna tjóns sem ekkja Andemariams Teklesenbet Beyene og synir þeirra urðu fyrir. Þeir eru sextán, þrettán og ellefu ára gamlir. Aldrei verið gert áður Í stefnunni er það rakið hvernig íslenskir læknar sendu hinn krabbameinssjúka Andemariam til Svíþjóðar í aðgerð hjá Paolo Macchiarini. Aðgerð sem átti síðar eftir að draga hann til dauða. Þetta var í fyrsta sinn sem plastbarki var græddur í manneskju. Seinna kom í ljós að Macchiarini hafði ekki fengið leyfi siðanefndar fyrir aðgerðinni og hann dæmdur til fangelsisvistar vegna aðgerðarinnar og tveggja annarra. Tómas sendi Andemariam til Macchiarinis Meðferðarlæknir Andemariam var Tómas Guðbjartsson skurðlæknir. Hann tók einnig þátt í aðgerðinni örlagaríku í Svíþjóð. Í stefnunni segir að Tómas beri mesta ábyrgð á því sem kallað er óforsvaranleg læknismeðferð en frá því að aðgerðin var framkvæmd og til dauðadags hafi Andemariam upplifað óbærilegar þjáningar sem og hans nánustu. Tómas hafi ekki ráðfært sig við aðra lækna um hvaða meðferð hentaði Andemariam og hann breytt skjölum fyrir Macchiarini til þess að fá samþykki sænskra yfirvalda fyrir aðgerðinni. Ríkið áður hafnað bótakröfu Ekkja Andemariams krefst viðurkenningar á bótaskyldu ríkisins í málinu en ekki er nefnd tiltekin fjárhæð skaða- og miskabóta. Hann hafi mátt þola ómannúðlega meðferð af hálfu lækna Landspítalans og þegar brotið sé á grundvallar mannréttindum eigi að greiða hærri bætur en leiða má af skaðabótalögum. Forstjóri Landspítalans hefur áður beðið ekkju Andemariams afsökunar og lögmaður spítalans beint kröfu um skaðabætur til ríkislögmanns. Íslenska ríkið hafnaði þeirri kröfu hins vegar og því ákvað hún í samráði við lögmenn sína að stefna ríkinu. Fjallað var um málið í Kvöldfréttum Stöðvar 2: Klippa: Stefna ríkinu vegna ómannúðlegrar meðferðar
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Heilbrigðismál Plastbarkamálið Mest lesið „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Erlent Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Innlent Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Innlent Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Innlent Fleiri fréttir Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Sjá meira