Lið Jóhanns Berg kært til FIFA Valur Páll Eiríksson skrifar 8. janúar 2025 16:47 Jóhann Berg Guðmundsson í leik með Al-Orobah. @alorobah_fc Forráðamenn velska liðsins New Saints hafa lagt inn formlega kvörtun til Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA, vegna sádiarabíska liðsins Al-Orobah. Síðarnefnda liðið skuldi því velska rúmar 30 milljónir. New Saints eru velskir meistarar og tóku þátt í deildarkeppni Sambandsdeildarinnar í ár, fyrst velskra liða. 21 árs gamall enskur framherji að nafni Brad Young var stjarna liðsins á síðustu leiktíð og vakti athygli víða. Al-Orobah keypti framherjann í september á 190 þúsund pund, rúmlega 33 milljónir króna, en formaður velska félagsins segist ekki hafa fengið einn einasta aur. Brad Young í leik með New Saints áður en hann skipti til Al-Orobah hvar hann er liðsfélagi Jóhanns Berg.Ben Roberts Photo/Getty Images Mike Harris, stjórnarformaður New Saints, segir framgöngu Al-Orobah skammarlega. „Við eigum rétt á því að fá kaupverðið, en höfum ekki fengið eitt einasta sent. Við höfum lagt inn kvörtun til FIFA. Ein greiðsla átti að berast strax í september, við veittum þeim 16 daga frest, og hin greiðslan átti að berast í síðustu viku,“ segir Harris í samtali við breska ríkisútvarpið, BBC í Wales. „Núna náum við ekki í neinn hjá félaginu svo ég myndi ráðleggja öðrum sem verða varir við áhuga frá Sádi Arabíu að semja ekki fyrr en búið er að leggja inn á reikning áður en leikmaðurinn fer. Ekkert annað félag ætti að glepjast af loforði um fé sem aldrei skilar sér,“ bætir Harris við. Vegna þessa hafi forráðamenn velska félagsins ekki séð annan kost í stöðunni en að kæra Al-Orobah til Alþjóðasambandsins. FIFA staðfesti að málið væri á borði sambandsins en talsmenn gátu ekki tjáð sig frekar meðan það væri til meðferðar. Búist er við niðurstöðu eftir tæpa viku, 14. janúar. Al-Orobah hefur ekki svarað beiðnum BBC Wales við viðbrögðum vegna málsins. Landsliðsmaðurinn Jóhann Berg Guðmundsson leikur fyrir Al-Orobah en félög í Sádi-Arabíu hafa fjárfest ríkulega í leikmönnum frá Evrópu síðustu misseri. Al-Orobah er nýliði í sádísku úrvalsdeildinni en Spánverjinn Cristian Tello, fyrrum leikmaður Barcelona, Frakkinn Kurt Zouma (á láni frá West Ham) og Jean Michael Seri, fyrrum miðjumaður Fulham, spila einnig fyrir félagið. Al-Orobah er ekki meðal þeirra sex liða í sádísku úrvalsdeildinni sem ríkisfjárfestingasjóðurinn PIF festi kaup á sumarið 2023 en Al-Orobah fær þó styrk frá veglegan ríkinu, líkt og önnur knattspyrnulið í landinu. Þeir styrkir voru auknir til muna samhliða kaupum PIF á liðunum sumarið 2023. Í lok síðasta árs var Sádi-Arabía útnefnd sem gestgjafi HM karla í fótbolta árið 2034. Sádiarabíski boltinn FIFA Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Enski boltinn Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Handbolti Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Sport Fleiri fréttir Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Sjá meira
New Saints eru velskir meistarar og tóku þátt í deildarkeppni Sambandsdeildarinnar í ár, fyrst velskra liða. 21 árs gamall enskur framherji að nafni Brad Young var stjarna liðsins á síðustu leiktíð og vakti athygli víða. Al-Orobah keypti framherjann í september á 190 þúsund pund, rúmlega 33 milljónir króna, en formaður velska félagsins segist ekki hafa fengið einn einasta aur. Brad Young í leik með New Saints áður en hann skipti til Al-Orobah hvar hann er liðsfélagi Jóhanns Berg.Ben Roberts Photo/Getty Images Mike Harris, stjórnarformaður New Saints, segir framgöngu Al-Orobah skammarlega. „Við eigum rétt á því að fá kaupverðið, en höfum ekki fengið eitt einasta sent. Við höfum lagt inn kvörtun til FIFA. Ein greiðsla átti að berast strax í september, við veittum þeim 16 daga frest, og hin greiðslan átti að berast í síðustu viku,“ segir Harris í samtali við breska ríkisútvarpið, BBC í Wales. „Núna náum við ekki í neinn hjá félaginu svo ég myndi ráðleggja öðrum sem verða varir við áhuga frá Sádi Arabíu að semja ekki fyrr en búið er að leggja inn á reikning áður en leikmaðurinn fer. Ekkert annað félag ætti að glepjast af loforði um fé sem aldrei skilar sér,“ bætir Harris við. Vegna þessa hafi forráðamenn velska félagsins ekki séð annan kost í stöðunni en að kæra Al-Orobah til Alþjóðasambandsins. FIFA staðfesti að málið væri á borði sambandsins en talsmenn gátu ekki tjáð sig frekar meðan það væri til meðferðar. Búist er við niðurstöðu eftir tæpa viku, 14. janúar. Al-Orobah hefur ekki svarað beiðnum BBC Wales við viðbrögðum vegna málsins. Landsliðsmaðurinn Jóhann Berg Guðmundsson leikur fyrir Al-Orobah en félög í Sádi-Arabíu hafa fjárfest ríkulega í leikmönnum frá Evrópu síðustu misseri. Al-Orobah er nýliði í sádísku úrvalsdeildinni en Spánverjinn Cristian Tello, fyrrum leikmaður Barcelona, Frakkinn Kurt Zouma (á láni frá West Ham) og Jean Michael Seri, fyrrum miðjumaður Fulham, spila einnig fyrir félagið. Al-Orobah er ekki meðal þeirra sex liða í sádísku úrvalsdeildinni sem ríkisfjárfestingasjóðurinn PIF festi kaup á sumarið 2023 en Al-Orobah fær þó styrk frá veglegan ríkinu, líkt og önnur knattspyrnulið í landinu. Þeir styrkir voru auknir til muna samhliða kaupum PIF á liðunum sumarið 2023. Í lok síðasta árs var Sádi-Arabía útnefnd sem gestgjafi HM karla í fótbolta árið 2034.
Sádiarabíski boltinn FIFA Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Enski boltinn Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Handbolti Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Sport Fleiri fréttir Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Sjá meira