Jón Daði á báðum áttum en opinn fyrir heimkomu Aron Guðmundsson skrifar 9. janúar 2025 07:32 Jón Daði Böðvarsson er orðinn leikmaður Wrexham í Englandi. Wrexham Jón Daði Böðvarsson stendur á krossgötum og á næstu vikum ræðst hvort hann verði áfram í útlöndum eða komi heim til Íslands eftir stutta dvöl hjá Hollywood liði Wrexham. Jón, hafði verið í ákveðnum hléi frá fótbolta síðan samningur hans við Bolton rann út síðastliðið sumar þegar að kallið kom frá Wrexham og Selfyssingurinn skrifaði undir stuttan samning. Spilatíminn hefur verið af skornum skammti. „Ég kem hingað og var kannski ekki að búast við því að byrja hvern einasta leik. Það var komið skýrt fram við mig og mér gert það ljóst að ég væri fenginn hingað til að sinna ákveðnu hlutverki til að byrja með. Koma mér aftur til baka í leikform. Það tók kannski tvær til þrjár vikur að koma mér almennilega inn í það. Raunveruleikinn er bara sá að liðið hefur yfir að skipa stórum leikmannahóp. Með mikið af framherjum og liðið er að vinna mikið af leikjum. Þá getur það gerst að maður er ekki eins mikið viðriðinn og maður vill. Það er búið að vera erfitt.“ Jón Daði í leik með Wrexham.Gary Oakley/Getty Images „En ég gerði mér líka alveg grein fyrir því, og það var útskýrt fyrir mér, að maður væri ekki endilega að fara byrja alla leiki. Maður þyrfti að koma sér af stað aftur, komast inn í hlutina þarna, kynnast liðinu og þokkabót koma sér í stand. Ég var búinn að vera lengi samningslaus og þetta hefur verið smá rússíbani. Auðvitað hefði maður viljað vera aðeins meira viðriðinn en raunin hefur verið. Það er bara staðreynd.“ „Miklu betri staða en sú sem ég var í“ Og nú líður að þeim tímapunkti að samningur Jóns Daða rennur sitt skeið. Hvað tekur við? „Ég veit það ekki. Ég held það verði rætt á næstu dögum þar sem að samningum er að fara ljúka núna 23.janúar. Til að byrja með var þetta náttúrulega mjög stuttur samningur. Ég veit ekki hvað framhaldið ber í skauti sér. Maður fær að vita það á næstu dögum. Hvort sem að það verður áfram hér eða annars staðar þá tel ég mig mjög þakklátan fyrir að hafa komið hingað. Þetta er miklu betra en sú staða sem ég var í, að vera samningslaus. Þetta hefur gefið mér aðeins meira sjálfstraust, að komast aftur inn í þennan atvinnumannaheim sem maður hefur verið hluti af í öll þessi ár. Að ná til baka forminu og sjálfstraustinu, fá þessa þekkingu aftur í sjálfan mig að ég er á þessu gæðastigi og vill kannski halda áfram að vera í þessu umhverfi. Það verður að koma í ljós. Hvort sem að það verður hér eða annars staðar hef ég verið virkilega sáttur með dvöl mína hér.“ Opinn fyrir heimkomu Jón Daði var orðaður við heimkomu í sumar. Hann útilokar ekki að snúa heim til Íslands. „Ef ég á að vera alveg hreinskilinn þá er ég smá á báðum áttum. Ég er opinn fyrir báðu en það sem hvetur mig kannski mest við að koma heim er fjölskyldan aðallega. Fótboltinn spilar náttúrulega alltaf líka hluta af því en dóttir mín fer að verða sex ára gömul og maður vill að hún fari að byrja í skóla á Íslandi sem fyrst frekar heldur en síðar. Það eru alls konar hlutir sem að spila inn í. Á sama tíma er þetta alltaf erfitt, hvort maður vilji halda áfram nokkur ár í viðbót í atvinnumennskunni eða vill maður koma heim. Það er enn smá spurningarmerki hjá mér en það kemur í ljós í núna seinna í janúar, í lok tímans hjá Wrexham, hvort maður verði áfram hér, fari eitthvað annað í atvinnumennskunni eða kem heim til Íslands. Ég veit það ekki.“ Fótbolti Íslenski boltinn Íslendingar erlendis Mest lesið Þurftu að aflýsa síðasta leggnum vegna mótmæla Sport „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Fótbolti Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Fótbolti Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Íslenski boltinn Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum Fótbolti Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti Dagskráin í dag: Mikilvægir leikir í lokaumferðinni Sport Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Íslenski boltinn „Hrikalega sáttur með þetta“ Fótbolti Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Körfubolti Fleiri fréttir Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Mikael hraunaði yfir dómarann í hálfleik og lagði svo upp Glódís ekki enn spilað á tímabilinu Hlín fagnaði sætum sigri gegn Liverpool Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Vandræðalegt víti frá Messi Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? „Draumur síðan ég var krakki“ Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sjá meira
Jón, hafði verið í ákveðnum hléi frá fótbolta síðan samningur hans við Bolton rann út síðastliðið sumar þegar að kallið kom frá Wrexham og Selfyssingurinn skrifaði undir stuttan samning. Spilatíminn hefur verið af skornum skammti. „Ég kem hingað og var kannski ekki að búast við því að byrja hvern einasta leik. Það var komið skýrt fram við mig og mér gert það ljóst að ég væri fenginn hingað til að sinna ákveðnu hlutverki til að byrja með. Koma mér aftur til baka í leikform. Það tók kannski tvær til þrjár vikur að koma mér almennilega inn í það. Raunveruleikinn er bara sá að liðið hefur yfir að skipa stórum leikmannahóp. Með mikið af framherjum og liðið er að vinna mikið af leikjum. Þá getur það gerst að maður er ekki eins mikið viðriðinn og maður vill. Það er búið að vera erfitt.“ Jón Daði í leik með Wrexham.Gary Oakley/Getty Images „En ég gerði mér líka alveg grein fyrir því, og það var útskýrt fyrir mér, að maður væri ekki endilega að fara byrja alla leiki. Maður þyrfti að koma sér af stað aftur, komast inn í hlutina þarna, kynnast liðinu og þokkabót koma sér í stand. Ég var búinn að vera lengi samningslaus og þetta hefur verið smá rússíbani. Auðvitað hefði maður viljað vera aðeins meira viðriðinn en raunin hefur verið. Það er bara staðreynd.“ „Miklu betri staða en sú sem ég var í“ Og nú líður að þeim tímapunkti að samningur Jóns Daða rennur sitt skeið. Hvað tekur við? „Ég veit það ekki. Ég held það verði rætt á næstu dögum þar sem að samningum er að fara ljúka núna 23.janúar. Til að byrja með var þetta náttúrulega mjög stuttur samningur. Ég veit ekki hvað framhaldið ber í skauti sér. Maður fær að vita það á næstu dögum. Hvort sem að það verður áfram hér eða annars staðar þá tel ég mig mjög þakklátan fyrir að hafa komið hingað. Þetta er miklu betra en sú staða sem ég var í, að vera samningslaus. Þetta hefur gefið mér aðeins meira sjálfstraust, að komast aftur inn í þennan atvinnumannaheim sem maður hefur verið hluti af í öll þessi ár. Að ná til baka forminu og sjálfstraustinu, fá þessa þekkingu aftur í sjálfan mig að ég er á þessu gæðastigi og vill kannski halda áfram að vera í þessu umhverfi. Það verður að koma í ljós. Hvort sem að það verður hér eða annars staðar hef ég verið virkilega sáttur með dvöl mína hér.“ Opinn fyrir heimkomu Jón Daði var orðaður við heimkomu í sumar. Hann útilokar ekki að snúa heim til Íslands. „Ef ég á að vera alveg hreinskilinn þá er ég smá á báðum áttum. Ég er opinn fyrir báðu en það sem hvetur mig kannski mest við að koma heim er fjölskyldan aðallega. Fótboltinn spilar náttúrulega alltaf líka hluta af því en dóttir mín fer að verða sex ára gömul og maður vill að hún fari að byrja í skóla á Íslandi sem fyrst frekar heldur en síðar. Það eru alls konar hlutir sem að spila inn í. Á sama tíma er þetta alltaf erfitt, hvort maður vilji halda áfram nokkur ár í viðbót í atvinnumennskunni eða vill maður koma heim. Það er enn smá spurningarmerki hjá mér en það kemur í ljós í núna seinna í janúar, í lok tímans hjá Wrexham, hvort maður verði áfram hér, fari eitthvað annað í atvinnumennskunni eða kem heim til Íslands. Ég veit það ekki.“
Fótbolti Íslenski boltinn Íslendingar erlendis Mest lesið Þurftu að aflýsa síðasta leggnum vegna mótmæla Sport „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Fótbolti Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Fótbolti Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Íslenski boltinn Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum Fótbolti Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti Dagskráin í dag: Mikilvægir leikir í lokaumferðinni Sport Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Íslenski boltinn „Hrikalega sáttur með þetta“ Fótbolti Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Körfubolti Fleiri fréttir Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Mikael hraunaði yfir dómarann í hálfleik og lagði svo upp Glódís ekki enn spilað á tímabilinu Hlín fagnaði sætum sigri gegn Liverpool Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Vandræðalegt víti frá Messi Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? „Draumur síðan ég var krakki“ Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sjá meira